Skroll-Íþróttir

Gunnleifur: Mun betra liðið
Gunnleifur Gunnleifsson hafði ekki mikið að gera í marki FH-inga í dag enda var varnarlína FH-inga virkilega sterk gegn Blikum í kvöld.

Ólafur: Rauða spjaldið seldi leikinn
Ólafur Kristjánsson var ekki ánægður með að Jökull Elísabetarson hafi látið reka sig af velli í leik FH og Breiðabliks í kvöld.

Myndasyrpa af fögnuði FH-inga
FH varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta karla í fyrsta sinn í nítján ár eftir 3-1 sigur á Akureyri í úrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni N1-deild karla.

Ólafur: Vona að stórveldið sé vaknað
"Það er erfitt að segja frá því í stuttu máli,“ sagði Ólafur Guðmundsson leikmaður FH þegar hann var spurður hvað það var sem gerði það að verkum að liðið varð Íslandsmeistari.

Einar Andri: Við erum besta lið á Íslandi
"Það er vonlaust að lýsa því. Það er frábært að ná að vinna þetta eftir nítján ár,“ sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH, eftir að hans lið vann Akureyri 3-1 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Baldvin: Næsta sem ég geri er að klára ginflöskuna
Baldvin Þorsteinsson, leikmaður FH, var kampakátur eftir að liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum í handbolta.

Umfjöllun: Bið FH-inga á enda
FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1.

Pepsimörkin: Markasúpa gærkvöldsins krydduð með Skálmöld
Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með tveimur leikjum þar sem að KR-ingar lögðu Íslandsmeistaralið Breiðabliks, 3-2. Víkingar unnu Þór 2-0. Öll mörkin má sjá hér í markasúpunni sem sýnd var í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gær - og súpan er krydduð með tónlist frá hljómsveitinni Skálmöld.

Víkingar nýttu færin í nýliðaslagnum
Víkingur er komið með þrjú stig í Pepsi-deild karla eftir sigur á Þór í nýliðaslag í fyrstu umferðinni sem lauk í gær.

KR byrjaði á þremur stigum í Kópavoginum
KR-ingar hófu Íslandsmótið þetta árið með því að leggja ríkjandi Íslandsmeistarana á útivelli. KR vann í gær Breiðablik, 3-2.

Bjarni Fel.: Ég er aldrei hlutdrægur
Goðsögnin Bjarni Felixson var mættur á Kópavogsvöll í kvöld en Bjarni var þar mættur til þess að lýsa leik Breiðabliks og KR í KR-útvarpinu.

Kjartan Henry: Þetta var baráttusigur
Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, fór mikinn á Kópavogsvelli í kvöld. Hann skoraði tvö mörk og var ekki fjarri því að fullkomna þrennuna er hann átti skot í stöng. Það var þess utan dæmt víti á hann þannig að Kjartan var afar áberandi í leiknum.

Heimir: Gaman í lokin
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segir að það hafi verið kærkomin tilbreyting að vinna fyrsta leik á Íslandsmóti en það hefur ekki gengið vel síðustu ár.

Kristján: Tryggvi leiðinlegur á velli en skilar sínu
Kristjáni Haukssyni, fyrirliða Fram, fannst eðlilega ekkert sérstakt að horfa á Tryggva Guðmundsson fagna dramatísku sigurmarki á Hásteinsvelli í kvöld.

Þórarinn: Gerist ekki sætara
Þórarinn Ingi Valdimarsson átti stóran þátt í sigurmarki ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld og lék ágætlega fyrir Eyjaliðið.

Þorvaldur: Dómgæslan féll ekki með okkur
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur eftir að hafa fengið á sig mark gegn ÍBV í uppbótartíma og tapað.

Tryggvi: Nú fer ég að spranga fyrir alla leiki
Tryggvi Guðmundsson var hetja ÍBV í kvöld er hann tryggði Eyjamönnum dramatískan sigur á Fram í opnunarleik Pepsi-deildar karla. Sigurmark Tryggva kom í lok uppbótartíma. Tryggvi sprangaði fyrir lesendur Vísis fyrr í dag og sá undirbúningur er kominn til að vera.

Fiskifloti Eyjamanna á leið í land - allir á leið á völlinn
Höfnin í Vestmannaeyjun er að hreinlega að fyllast tveim tímum fyrir leik ÍBV og Fram. Allir sjómennirnir eru að drífa sig í land svo þeir nái leiknum.

Tryggvi Guðmunds sprangar á leikdegi
Hinn afar hressi sóknarmaður ÍBV, Tryggvi Guðmundsson, var í miklu stuði þegar Vísir hitti á hann í Vestmannaeyjum þremur tímum fyrir leik ÍBV og Fram í Pepsi-deild karla sem er opnunarleikur deildarinnar í ár.

Guðlaugur: Sveinbjörn var frábær
Guðlaugur Arnarsson var sem klettur í vörn Akureyrar í dag er liðið vann FH 23-22 í æsispennandi leik. Akureyri er 2-1 undir í einvíginu en lék betur í dag en í hinum tveimur leikjunum.

Pálmar: Datt þeirra megin í dag
Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson var eðlilega hundsvekktur með tapið gegn Akureyri í dag. FH fór tómhent heim að norðan eftir 23-22 sigur Deildarmeistaranna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Heimir og Baldvin: Ræðst á lokaskotinu
Æskufélagarnir Heimir Örn Árnason og Baldvin Þorsteinsson skiptust á léttum skotum eftir sigur Akureyrar á FH í dag, 23-22. Heimir segir að úrslitin í einvíginu ráðist ekki fyrr en á lokaskoti þess, á föstudaginn.

Einar Andri: Gerum allt til að landa titlinum
„Þetta er góð staða sem við erum komnir í og liðið hefur sýnt flottan karakter í þessum fyrstu leikjum,“ sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld.

Ásbjörn: Þægilegt, en alls ekki búið
„Það er virkilega þægilegt að vera komnir í 2-0 í einvíginu,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. FH vann Akureyri, 28-26, í öðrum leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika.

Atli: Ég verð að fara í gamlar æfingabækur
"Þetta er alls ekki staðan sem við vildum vera í eftir tvo leiki,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir tapið gegn FH í kvöld.

Baldvin: Þetta getur verið hættuleg staða
Þetta var góður sigur hjá okkur og liðheildin var sterk í kvöld," sagði Baldvin Þorsteinsson, leikmaður FH, eftir sigurinn gegn Akureyri í kvöld.

Þórsurum er spáð neðsta sætinu í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport
„Við ætlum að skemmta okkur og ná í fullt af stigum. Það er mjög eðlilegt að liðum sem koma upp sé spáð falli – nema að einhverjar stórkostlegar breytingar hafi átt sér stað. Að mínu mati erum við sterkari en í fyrra og við höfum fengið til okkar sterka leikmenn á borð við Gunnar Már Guðmundsson,“ sagði Páll Gíslason þjálfari nýliða Þórs í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Víkingum er spáð ellefta sætinu í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport
„Þetta er spá þeirra sem standa fyrir utan liðið en alls ekki okkar spá, við ætlum ekki að láta hana rætast,“ sagði Andri Marteinsson þjálfari Víkings í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn. Víkingum er spáð falli af sérfræðingum Stöðvar 2 sport en liðið endar í 11. sæti af alls 12 liðum ef spáin gengur upp.

Grindvíkingum er spáð tíunda sætinu í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport
„Okkur er eflaust spáð þessu sæti þar sem mikil óvissa er um leikmennina sem við fengum en við misstum þrjá til fjóra vel þekkta leikmenn úr liðinu,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Stjörnunni er spáð níunda sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport
„Oft hefur okkur verið spáð falli en okkur hefur tekist að afsanna það. Það verður vonandi einnig í ár að við forðumst fallið og verjum sæti okkar í deildinni,“ sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.