Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Ferrell og Reynolds mættu í viðtöl hvors annars

Leikararnir og vinirnir Ryan Reynolds og Will Ferrell komu þáttastjórnendunum Jimmy Fallon og Jimmy Kimmel á óvart í vikunni, þegar þeir mættu fyrir hvorn annan í viðtal. Ferrell mætti til Kimmel í stað Reynolds og Reynolds mætti í stað Ferrell til Fallon.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson

Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný ís­lensk streymis­veita hefur göngu sína

Ný íslensk streymisveita hefur hafið göngu sína sem sérhæfir sig í klassískum kvikmyndum með íslenskum texta. Streymisveitan ber nafnið Filmflex og leggja aðstandendur áherslu á að sinna klassískum kvikmyndaperlum sem nutu mikillar aðsóknar í kvikmyndahúsum landsmanna á sjöunda og áttunda áratugnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjóðþekktir einstaklingar flykktust með börnin í bíó

Það var mikill stjörnufans i Smárabíói þegar íslenska barna- og fjölskyldumyndin Birta var frumsýnd. Salka Sól mætti ólétt og geislandi en hún leikur eitt aðalhlutverkið ásamt Kristínu Erlu Pétursdóttir og Margréti Júlíu Reynisdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Sons of Anarchy-stjarna látin

Bandaríski leikarinn William Lucking, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Sons of Anarchy, er látinn. Hann var áttræður þegar hann lést.

Lífið
Fréttamynd

Fer með hlutverk forföður síns

Þáttaröðin Gunpowder er nýkomin inn á Stöð 2+. Þættirnir byggja á sönnum atburðum og gerast í upphafi 17. aldar þegar England var klofið í trúarmálum. Hópur manna ákveður að ráða Jakob fyrsta Englandskonung af dögum með því að sprengja upp höllina í Westminster, en þegar hafði honum verið sýnd nokkur misheppnuð banatilræði.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vampírur bætast við söguheim Marvel

Sony birti í dag nýja stiklu kvikmyndarinnar Morbius. Hún fjallar um lækni sem glímir við alvarleg veikindi og stendur í umfangsmikilli leit að lækningu. Sú leit endar í stuttu máli á því að Dr. Michael Morbius verður að vampíru.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Baskin-hjónin stefna Net­flix vegna Tiger King 2

Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum.

Lífið
Fréttamynd

Leitað að keppendum fyrir sjónvarpsþáttinn Krakkakviss

Stöð 2 leitar að þátttakendum á aldrinum tíu til tólf ára, nemendum í 5. til 7. bekk, í Krakkakviss sem er nýr og stórskemmtilegur spurningaþáttur. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í lok nóvember og verða þeir sýndir í janúar á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

Disney birtir fyrstu stiklu Book of Boba Fett

Mannaveiðarinn Boba Fett ætlar að stíga í spor fyrrverandi yfirmanns síns, Jabba The Hut, og leggja undir sig undirheima stjörnuþokunnar fjarlægu sem hýsir söguheim Star Wars. Það er miðað við fyrstu stiklu þáttanna The Book of Boba Fett, sem Disney frumsýndi í dag.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Væri eyðumerkurheimur „Dune“ raunverulega lífvænlegur?

Lífsbaráttan er hörð á eyðimerkurhnettinum Arrakis sem er sögusvið stórmyndarinnar „Dune“. Fólk þarf sérstaka búninga til að lifa af þrúgandi hitann sem eirir engu. Þrátt fyrir að bókin sem myndin byggir á hafi verið skrifuð fyrir tæpri hálfri öld hafa loftslagsfræðingar komist að öfgakennt loftslag Arrakis sé nokkuð raunsætt.

Bíó og sjónvarp