Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Taka sig alls ekki of alvarlega

Sunneva Eir Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir frumsýndu í þessari viku fyrsta þáttinn af #Samstarf á Stöð 2+ efnisveitunni. Vinkonurnar eru báðar þekktar á samfélagsmiðlum og hafa alltaf viljað gera þátt saman.

Lífið
Fréttamynd

Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn

Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn á laugardag, nítján ára að aldri. Mindler er þekktastur fyrir að hafa leikið við hlið Paul Rudd, Elizabeth Banks og Zooey Deschanel í gamanmyndinni Our Idiot Brother sem kom út árið 2011.

Lífið
Fréttamynd

„Ég held að þetta muni koma fólki á óvart“

„Þetta verða brjálæðislega skemmtilegir þættir með ólíku fólki á öllum aldri í leit að ást og félagsskap,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir blaðamaður og þáttastjórnandi Fyrsta bliksins sem fer í loftið á Stöð 2 á föstudag.

Lífið
Fréttamynd

Dynasty-leikari fallinn frá

Bandaríski leikarinn Michael Nader, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Dynasty, er látinn, 76 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Kvikmyndin Skjálfti valin til sýningar á TIFF

Tilkynnt hefur verið hvaða myndir verða sýndar á Toronto International Film Festival í ár og mun Ísland eiga sinn fulltrúa á hátíðinni. Mynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, tekur þátt í TIFF Industry Selects hluta hátíðarinnar í ár.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Band­menn Sex Pi­stols höfðu betur gegn Johnny Rotten

Johnny Rotten, söngvarinn í bresku pönk-sveitinni Sex Pistols, tapaði máli gegn meðlimum sveitarinnar fyrir hæstarétti í Bretlandi í dag. Rotten krafðist þess að fyrrverandi félagar hans fengju ekki að nota Sex Pistols lög í sjónvarpsþáttaseríu um sveitina.

Erlent
Fréttamynd

Hefur farið í áttatíu og níu skimanir og sú hundraðasta á döfinni

Líklega hafa fáir Íslendingar farið í fleiri skimanir vegna Covid-19 en leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann fór í 89. skimunina í dag og reiknast honum til að hann fari í skimun númer eitt hundrað þann 3. september. Hann hefur sloppið við Covid-19 hingað til en óttast reyndar að hann hafi storkað örlögunum með því að ræða þennan mikla fjölda skimana sem hann hefur farið í.

Lífið
Fréttamynd

Grínistinn Sean Lock er látinn

Breski grínistinn Sean Lock er látinn, 58 ára að aldri. Umboðsmaður Locks staðfestir í samtali við BBC að hann hafi látist af völdum krabbameins.

Lífið
Fréttamynd

Leikur á frönsku í nýjum Net­flix þáttum

Leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í Netflix-þáttaröðinni Gone for Good sem frumsýnd verður á streymisveitunni á morgun. Heimsfaraldur setti svip sinn á tökurnar sem fóru fram í Frakklandi á síðasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Holland í fókus á RIFF hátíðinni í september

RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður sett með pompi og prakt þann 30. september næstkomandi. Þetta er í átjánda sinn sem hátíðin er haldin og þarf verða frumsýndar fjölbreyttar myndir eins og Benedetta eftir Paul Verhoeven.

Bíó og sjónvarp