Mið-Austurlönd

ISIS hefur misst 14 prósent af landsvæði sínu á árinu
ISIS hefur misst um 13 þúsund ferkílómetra landsvæði á árinu, meðal annars vegna þrýstings frá hersveitum Kúrda og íröskum öryggissveitum, sem njóta liðsinnis Bandaríkjahers.

ISIS-liðar halda fólki í Ramadi
Íraski herinn dreifði miðum um borgina í gær, þar sem íbúar voru beðnir um að yfirgefa borgina á 72 klukkustundum.

Tugir létust í loftárásum á sýrlensku borgina Idlib
Talið að Rússar hafi skotið á borgina.

Pútín segir Rússa langt því frá hafa nýtt allan sinn mátt í Sýrlandi
"Við eigum aðra hluti sem við munum nota ef þörf krefur.“

Stefnt að vopnahléi í Sýrlandi í janúar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komst að samkomulagi í dag í málefnum Sýrlands.

Kúrdar brutu stóra sókn ISIS á bak aftur
Talið er að um 180 vígamenn hafi verið felldir í árásinni.

Fjármálaráðherrar öryggisráðsríkja SÞ samþykkja áætlun gegn ISIS
Markmiðið er að fjársvelta samtökin og gera þau þannig óstarfhæf.

Samþykkja ályktun ætlaða til að hindra fjármögnun ISIS
Fjármálaráðherrar þeirra fimmtán ríkja sem sæti eiga í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna koma saman í New York í dag.

Danskur karlmaður ákærður fyrir að ganga til liðs við ISIS
Tuttugu og þriggja ára danskur ríkisborgari var í dag ákærður fyrir að hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki í Sýrlandi.

Sádar stofna hernaðarbandalag gegn hryðjuverkahópum
Þrjátíu og fjórar múslimaþjóðir, með Sádí Araba í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt hernaðarbandalag sem ætlað er að berjast gegn hryðjuverkasamtökum íslamista. Löndin eru frá Asíu, Afríku og Arabaríkjunum en helsti andstæðingur Sáda, Íranar, eru ekki þar á meðal.

Berja á ISIS sem aldrei fyrr
Barack Obama segir að aldrei hafi verið gerðar fleiri loftárásir gegn Íslamska ríkinu.

Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous
Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS.

Ríkisstjórn Sýrlands helsti viðskiptavinur ISIS
ISIS hefur selt olíu fyrir 500 milljónir dollara. Ríkisstjórn Bashir al-Assad er helsti kaupandi olíu af ISIS.

Pútín skipar herliði sínu að sýna aukna hörku í Sýrlandi
Rússlandsforseti hefur skipað herjum sínum að granda hverju því sem ógni herliði Rússa í Sýrlandi.

Segja fjármálaráðherra ISIS fallinn
Sagður hafa verið felldur ásamt tveimur öðrum leiðtoga samtakanna í loftárásum á undanförnum vikum.

Írakskir bræður handteknir í Finnlandi vegna gruns um hryðjuverk
Mennirnir eru grunaðir um að hafa starfað sem vígamenn innan ISIS-samtakanna, en þeir komu til Finnlands í september síðastliðinn.

Bandaríkin tilbúin til að hjálpa frekar í orrustunni um Ramadi
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að hægt sé að senda árásarþyrlur og ráðgjafa til borgarinnar.

Sakar Rússa um þjóðernishreinsanir
Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir loftárásir Rússa styrkja stöðu Íslamska ríkisins.

Farook skipulagði árás þegar árið 2012
Syed Farook og Tashfeen Malik drápu fjórtán og særðu 21 í jólaveislu í borginni San Bernardino í síðustu viku.

Kallaði Obama „pussy“ í beinni útsendingu á Fox
Viðmælandi fréttamanns Fox hélt ekki aftur af sér í sjónvarpi.

Rússar skjóta á Sýrland úr kafbáti í fyrsta sinn
Varnarmálaráðherra Rússlands, segir að skeytunum hafi verið skotið að tveimur vígum Íslamska ríkisins nærri borginni Raqqa.

Birta leyniskjal um uppbyggingu ríkis ISIS-samtakanna
Skjalið er 24 síður að lengd og er ætlað "embættismönnum“ sem hafa það verkefni að koma á kalífadæmi í Sýrlandi og Írak.

Baráttan gegn ISIS: Obama hvetur til stillingar
Forsetinn sagði ekki koma til greina að fara í allsherjarstríð á svæðinu sem taka muni tíma og kosta gríðarlega fjármuni.

Óttast aukna sókn ISIS í Líbýu
Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands, óttast að hryðjuverkasamtökin ISIS ætli að auka sókn í Líbýu.

Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig
Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk.

Írösk yfirvöld saka Tyrki um gróft brot á fullveldi Íraks
Forsætisráðherra Íraks krefst þess að herlið Tyrkja sem sent var inn í Írak fyrir skömmu verði dregið til baka án tafar.

Þjóðverjar senda hermenn í stríð
Meirihluti Þjóðverja styður ákvörðun þýska þingsins um stuðning við hernað Frakka og fleiri ríkja gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Ákvörðunin samt umdeild.

Lýsti yfir hollustu við ISIS
Tashfeen Malik, annar árásarmannana í skotárásinni í San Bernardino í Kaliforníu á miðvikudag lýsti yfir hollustu við leiðtoga ISIS áður en að skotárásin var framin.

Fjöldagrafir finnast í Sinjar
Ekki sé þó ljóst hve marga ISIS-liðar myrtu að svo stöddu.

Erdogan segir að Rússar eigi sjálfir í olíuviðskiptum við ISIS
Rússnesk stjórnvöld sökuðu í gær Erdogan og fjölskyldu hans um að hagnast persónulega á olíuviðskiptum við vígasveitir ISIS.