Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki búa yfir sönnunum um að Rússar eigi í olíuviðskiptum við hryðjuverkasamtökin ISIS.
Rússnesk stjórnvöld sökuðu í gær Erdogan og fjölskyldu hans um að hagnast persónulega á olíuviðskiptum við vígasveitir ISIS.
Pútín sagði Tyrklandsstjórn styðja við bakið á uppreisnarhópum í Sýrlandi og kaupa af olíu af ISIS og hvatti hann Tyrki til að láta af tvískinningnum. „Við vitum að Tyrkir fylla vasana og gefa hryðjuverkamönnum tækifæri til að græða pening með því að selja olíu sem stolin er frá Sýrlandi,“ sagði Pútín í ræðu í gær.
Nú hefur Erdogan svarað Pútín og segir Rússa sjálfa kaupa olíu frá hryðjuverkamönnum. „Við erum með sannanir. Við munum birta þær heiminum,“ sagði Erdogan í ávarpi sem sýnt var í sjónvarpi fyrr í dag.
Mikil spenna hefur verið í samskiptum Tyrklands og Rússlands eftir að Tyrkir skutu niður rússneska orrustuþotu á landamærum Tyrklands og Sýrlands í síðasta mánaði.
Erdogan segir að Rússar eigi sjálfir í olíuviðskiptum við ISIS

Tengdar fréttir

Erdogan segist munu segja af sér reynist ásakanir Pútín sannar
Rússlandsforseti segir að rússnesk yfirvöld hafi fengið upplýsingar um að olían sem liðsmenn ISIS bora í Írak og Sýrlandi sé seld til Tyrklands.

Rússar birta meintar sannanir
Birta gervihnattamyndir og drónamyndbönd sem eiga að sanna að Tyrkir kaupi olíu af Íslamska ríkinu.

Segjast geta sannað að Tyrkir kaupi olíu af ISIS
Þá segja Rússar að forseti landsins og fjölskylda hans eigi í viðskiptasambandi við hryðjuverkasamtökin.

Hvetur Pútín og Erdogan til að halda friðinn og horfa á sameiginlegan óvin
Barack Obama Bandaríkjaforseti hvetur Rússa og Tyrki til þess að halda friðinn og draga úr þeirri spennu sem verið hefur milli ríkjanna eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu.