Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Hvetur Hús­víkinga til að huga að skjálfta­vörnum

Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup ekki hafið en eldstöðin komin á tíma

Hlaup er ekki hafið í Grímsvötnum og allt er með kyrrum kjörum eins og er. GPS stöð, sem staðsett er á íshellu á Grímsvötnum, sýndi merki um hreyfingar fyrir helgi en af þeim sökum tölu náttúruvársérfræðingar að líklegt væri að hlaup væri hafið. Allt kom þó fyrir ekki.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hlaup heldur hallandi staur

Ástæða þess að útlit var fyrir að Grímsvatnahlaup væri hafið fyrir helgina er nú fundin, en staur sem GPS-mælir er festu á var farinn að halla og því leit út fyrir að yfirborð væri að lækka og hlaup því að hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Aftur gýs Sinabung

Fjallið Sinabung á Súmötru hefur gosið tvívegis á síðastliðnum þremur dögum, nú síðast í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Jarðskjálftar virðast ekki tengjast kvikuhreyfingum

Skjálftarnir í Fagradalsfjalli síðasta sólarhring eru dæmigerðir fyrir jarðskjálftavirkni Reykjanesskagans en ekki merki um kvikuhreyfingar, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það verði þó áfram að halda þeim möguleika opnum að umbrotahrinan endi með eldgosi.

Innlent