Eldgos og jarðhræringar Hlaupið kom úr toppgígnum „Þetta á eftir að halda svona áfram,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Innlent 15.4.2010 21:03 Enn bjarga skörðin - flóðið nær hámarki Hlaupið er búið að ná að þjóðveginum og það er töluvert rennsli í gegnum skörðin sem voru rofin í veginn fyrsta daginn. Mikið straumur fer í gegnum þau skörð núna að sögn Andra Ólafssonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem er á vettvangi. Innlent 15.4.2010 20:53 Fólk situr bara og bíður í Hvolsskóla „Fólk er ótrúlega rólegt. Það er rólegt og þakklátt," segir Árný Hrund Svavarsdóttir, starfsmaður fjöldahjálpamiðstöðvar Rauða krossins. Innlent 15.4.2010 20:35 Varnargarðarnir virðast halda við efri brúna Flóðið lamdi duglega á varnargörðunum við efri brúna að sögn Ásgeirs Árnasonar, bónda við Stórumörk 3, sem er nærri Þórsmörk. Hann fylgist með flóðinu og lýsti því þannig að það virtist minna í því heldur en í gær en það væri þó allt öðruvísi. Vatnið væri fullt af ís auk krapa og eðju. Innlent 15.4.2010 20:26 Unnur Brá: Vona að varnargarðarnir haldi „Ég vona bara að varnargarðarnir haldi,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður sem býr á Hvolsvelli. Þar er nú fólk úr Landeyjum og Fljótshlíðinni að safnast saman í fjöldahjálparmiðstöðinni í Hvolsskóla vegna hlaupsins sem nú rennur úr Eyjafjallajökli. Innlent 15.4.2010 20:19 Hlaupið nálgast efri brúna Hlaupið úr Eyjafjallajökli fer senn að nálgast efri brúna samkvæmt upplýsingum frá Kjartani Þorkelssyni, sýslumanni á Hvolsvelli. Innlent 15.4.2010 20:03 Flóðið í kvöld stærra en í gær - rýming vel á veg komin Flóðið sem er á leiðinni niður Eyjafjallajökul sem er að koma niður Gígjökul vegna gossins í Eyjafjallaökli er stærra en flóðið í gær að sögn Rögnvalds Ólafssonar hjá Almannavörnum. Innlent 15.4.2010 19:52 Tafarlaus rýming vegna jökulhlaups Vegna upplýsinga um að stórt vatnsflóð sé að koma niður Gígjökul þá verða áhrifasvæði Eyjafjallajökuls rýmd strax. Innlent 15.4.2010 18:54 Mestu truflanir á flugsamgöngum í sögu norður Evrópu Aldrei í sögunni hafa orðið aðrar eins truflanir á flugsamgöngum í norðanverðri Evrópu og með gosinu í Eyjafjallajökli. Sjö lönd hafa alveg lokað lofthelgi sinni og leyfa ekkert flug. Gosið truflar raunar flugsamgöngur um allan heim. Innlent 15.4.2010 18:46 Skortur á mat í Vík - fólki ráðlagt að ganga með grímur Öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur verið mikið austan við Mýrdalsjökul í dag. Íbúum þar hefur verið ráðlagt að ganga með grímur. Búist er við að vindur snúist annað kvöld og þá gæti aska farið að berast til Víkur, Vestmannaeyja og jafnvel á Hvolsvöll. Innlent 15.4.2010 18:42 Öskugosið: Tugmilljón króna skaði fyrir íslenskan ferðaiðnað „Við vorum einmitt að klára félagsfund þar sem við kölluðum saman sérfræðinga og ræddum málið,“ segir Erna Hauksdóttir sem hefur gífurlega miklar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar vegna öskugossins í Eyjafjallajökli. Innlent 15.4.2010 18:02 Leiðbeiningar vegna öskufalls Umhverfisstofnun hefur sent leiðbeiningar til almennings um það hvernig skal bregðast við loftmengun sem fylgir öskufalli frá eldgosum. Innlent 15.4.2010 17:36 Nauðsynlegt að verja bíla sína fyrir skemmdum Ökumenn verða að passa bíla sína séu þeir á slóðum þar sem búast má við öskufalli. Vélarnar eru líklegar til að soga að sér öskuna þannig að hún stífli bílana. Það gæti valdið umtalsverðu tjóni fyrir bifreiðaeigendur. Innlent 15.4.2010 16:27 Eldgosið stærsta mál dagsins á Google Eins og gefur að skilja hefur Netið bókstaflega logað í allan dag með fréttum af eldgosinu og afleiðingum þess. Innlent 15.4.2010 16:19 Vegurinn ekki opnaður fyrr en á morgun Vegurinn að Markarfljóti verður sennilegast ekki opnaður fyrr en á morgun, segir Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Vegagerðamenn eru byrjaðir að vinna á fullu að viðgerð á veginum en hann rofnaði á fjórum stöðum vegna vatnavaxta frá eldgosinu í gær. Innlent 15.4.2010 16:16 Búist við vestanátt áfram Það verður vestanátt áfram í dag þannig að öskufall heldur áfram á sömu slóðum, samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi á Veðurstofu Íslands. Öskufallið er mest á Mýrdalssandi, Álftaveri, Meðallandi og í Skaftártungum. Innlent 15.4.2010 15:12 Icelandair fellir niður flug til Norðurlandanna Icelandair hefur fellt niður flug til og frá Osló og Stokkhólmi og tvö flug til og frá Kaupmannahöfn í dag, en þessu flugum hafði áður verið seinkað vegna áhrifa gossins í Eyjafjallajökli. Innlent 15.4.2010 14:55 Nýjar myndir af öskufallinu Vísi.is bárust þessar myndir af öskufallinu frá Meðallandi við Kirkjubæjarklaustur. Myndirnar voru teknar klukkan 11 í morgun og sýna hve þykkt öskulagið er í nágranni við gosið. Innlent 15.4.2010 14:24 Askan veldur gífurlegu tapi hjá flugfélögum og flugvöllum Askan úr Eyjafjallajökli mun valda gífurlegu tapi hjá flugfélögum og flugvöllum í norðurhluta Evrópu og víðar um heiminn. Þess sjást m.a. merki í kauphöllum þessa stundina og sem dæmi má nefna að hluti í SAS hafa fallið um 7% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í dag. Viðskipti erlent 15.4.2010 13:50 Gæslan flaug yfir hamfarasvæðið - myndskeið Eldgosið í Eyjafjallajökli í gær og hlaupið úr Gígjökli sem fylgdi á eftir hefur vakið athygli um allan heim. Um mikið sjónarspil er að ræða eins og starfsmenn Landhelgisgæslunnar komust að í gær þegar flogið var yfir svæðið. Innlent 15.4.2010 13:33 Bjarni Sæmundsson kannar áhrif gossins á lífríki sjávar Rannsóknaskipið rs. Bjarni Sæmundsson fer í dag að ósum Markarfljóts til að kanna áhrifasvæði hlaupsins. Í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunar kemur fram að athyglin beinist að því hvað verði af efnum í hlaupvatningu bæði er varði þau uppleystu og gruggið. Innlent 15.4.2010 13:24 Mælt með rykgrímum vegna öskufalls Almannavarnir hafa gefið út tilkynningu þar sem mælt er með notkun rykgríma vegna öskufallsins úr gosinu á Eyjafjallajökli. Innlent 15.4.2010 13:13 Gert ráð fyrir óbreyttri vindátt á næstunni Veðurstofan gerir ráð fyrir því að vindátt haldist að mestu óbreytt í dag og fram eftir degi á morgun. Gosmökkurinn sem blæs nú yfir Skandinavíu og Norður Evrópu virðist því ekki á förum enn um sinn. Innlent 15.4.2010 12:03 Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun. Innlent 15.4.2010 11:42 Hrikalegt öskufall við Kirkjubæjarklaustur „Það er öskusnjór sem liggur yfir öllu og grátt lag á rúðunum," segir Fanney Jóhannsdóttir, sem er bóndi á Efri Ey II við Kirkjubæjarklaustur. Hún segir að á jörðinni við bæinn líti askan út fyrir að vera mjög dökk. Um sé að ræða síðbúinn og dökkan jólasnjór. Innlent 15.4.2010 11:39 Öskufall ætti ekki að ógna öryggi bufjár Öskufall á ekki að ógna öryggi og heilsu búfjár, ef bændur bregðast rétt við. Það kann þó að verða þröngt á þingi í mörgum fjárhúsum yfir sauðburðinn, sem er að hefjast. Innlent 15.4.2010 11:17 Askan stöðvar allt flug í Norður - Evrópu Til stendur að loka allri lofthelginni yfir Bretlandi klukkan ellefu. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur þetta valdið töluverðri skelfingu hjá flugmálayfirvöldum þar í landi vegna þess að ekki hefur fengist á hreint hvert eigi að senda þær vélar sem fyrirhugað var að yrði flogið um lofthelgina. Innlent 15.4.2010 10:42 Magnaðar myndir af hlaupinu Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðisins náði að fanga myndir af aðstæðum fyrir austan fjall eftir að þegar að hlaupið gekk yfir. Eins og fram hefur komið þurfti að rjúfa þjóðveginn til þess að taka þungann af nýju brúnni yfir Markarfljót. Það tókst sem betur fer. Innlent 15.4.2010 10:32 Gosmökkur drap á öllum hreyflum breiðþotu Það var árið 1982 sem menn gerðu sér grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. Erlent 15.4.2010 10:28 Eldingar í gosmekkinum - fólk í hættu Eldingar leiftra í gosmekkinum á Eyjafjallajökli. Fordæmi er fyrir því hér á landi að fólk hefur látist af völdum eldinga í 30 kílómetra fjarlægð frá gosi. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir alltaf hættu af eldingum í eldgosum. Innlent 15.4.2010 10:26 « ‹ 122 123 124 125 126 127 128 129 130 … 131 ›
Hlaupið kom úr toppgígnum „Þetta á eftir að halda svona áfram,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Innlent 15.4.2010 21:03
Enn bjarga skörðin - flóðið nær hámarki Hlaupið er búið að ná að þjóðveginum og það er töluvert rennsli í gegnum skörðin sem voru rofin í veginn fyrsta daginn. Mikið straumur fer í gegnum þau skörð núna að sögn Andra Ólafssonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem er á vettvangi. Innlent 15.4.2010 20:53
Fólk situr bara og bíður í Hvolsskóla „Fólk er ótrúlega rólegt. Það er rólegt og þakklátt," segir Árný Hrund Svavarsdóttir, starfsmaður fjöldahjálpamiðstöðvar Rauða krossins. Innlent 15.4.2010 20:35
Varnargarðarnir virðast halda við efri brúna Flóðið lamdi duglega á varnargörðunum við efri brúna að sögn Ásgeirs Árnasonar, bónda við Stórumörk 3, sem er nærri Þórsmörk. Hann fylgist með flóðinu og lýsti því þannig að það virtist minna í því heldur en í gær en það væri þó allt öðruvísi. Vatnið væri fullt af ís auk krapa og eðju. Innlent 15.4.2010 20:26
Unnur Brá: Vona að varnargarðarnir haldi „Ég vona bara að varnargarðarnir haldi,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður sem býr á Hvolsvelli. Þar er nú fólk úr Landeyjum og Fljótshlíðinni að safnast saman í fjöldahjálparmiðstöðinni í Hvolsskóla vegna hlaupsins sem nú rennur úr Eyjafjallajökli. Innlent 15.4.2010 20:19
Hlaupið nálgast efri brúna Hlaupið úr Eyjafjallajökli fer senn að nálgast efri brúna samkvæmt upplýsingum frá Kjartani Þorkelssyni, sýslumanni á Hvolsvelli. Innlent 15.4.2010 20:03
Flóðið í kvöld stærra en í gær - rýming vel á veg komin Flóðið sem er á leiðinni niður Eyjafjallajökul sem er að koma niður Gígjökul vegna gossins í Eyjafjallaökli er stærra en flóðið í gær að sögn Rögnvalds Ólafssonar hjá Almannavörnum. Innlent 15.4.2010 19:52
Tafarlaus rýming vegna jökulhlaups Vegna upplýsinga um að stórt vatnsflóð sé að koma niður Gígjökul þá verða áhrifasvæði Eyjafjallajökuls rýmd strax. Innlent 15.4.2010 18:54
Mestu truflanir á flugsamgöngum í sögu norður Evrópu Aldrei í sögunni hafa orðið aðrar eins truflanir á flugsamgöngum í norðanverðri Evrópu og með gosinu í Eyjafjallajökli. Sjö lönd hafa alveg lokað lofthelgi sinni og leyfa ekkert flug. Gosið truflar raunar flugsamgöngur um allan heim. Innlent 15.4.2010 18:46
Skortur á mat í Vík - fólki ráðlagt að ganga með grímur Öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur verið mikið austan við Mýrdalsjökul í dag. Íbúum þar hefur verið ráðlagt að ganga með grímur. Búist er við að vindur snúist annað kvöld og þá gæti aska farið að berast til Víkur, Vestmannaeyja og jafnvel á Hvolsvöll. Innlent 15.4.2010 18:42
Öskugosið: Tugmilljón króna skaði fyrir íslenskan ferðaiðnað „Við vorum einmitt að klára félagsfund þar sem við kölluðum saman sérfræðinga og ræddum málið,“ segir Erna Hauksdóttir sem hefur gífurlega miklar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar vegna öskugossins í Eyjafjallajökli. Innlent 15.4.2010 18:02
Leiðbeiningar vegna öskufalls Umhverfisstofnun hefur sent leiðbeiningar til almennings um það hvernig skal bregðast við loftmengun sem fylgir öskufalli frá eldgosum. Innlent 15.4.2010 17:36
Nauðsynlegt að verja bíla sína fyrir skemmdum Ökumenn verða að passa bíla sína séu þeir á slóðum þar sem búast má við öskufalli. Vélarnar eru líklegar til að soga að sér öskuna þannig að hún stífli bílana. Það gæti valdið umtalsverðu tjóni fyrir bifreiðaeigendur. Innlent 15.4.2010 16:27
Eldgosið stærsta mál dagsins á Google Eins og gefur að skilja hefur Netið bókstaflega logað í allan dag með fréttum af eldgosinu og afleiðingum þess. Innlent 15.4.2010 16:19
Vegurinn ekki opnaður fyrr en á morgun Vegurinn að Markarfljóti verður sennilegast ekki opnaður fyrr en á morgun, segir Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Vegagerðamenn eru byrjaðir að vinna á fullu að viðgerð á veginum en hann rofnaði á fjórum stöðum vegna vatnavaxta frá eldgosinu í gær. Innlent 15.4.2010 16:16
Búist við vestanátt áfram Það verður vestanátt áfram í dag þannig að öskufall heldur áfram á sömu slóðum, samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi á Veðurstofu Íslands. Öskufallið er mest á Mýrdalssandi, Álftaveri, Meðallandi og í Skaftártungum. Innlent 15.4.2010 15:12
Icelandair fellir niður flug til Norðurlandanna Icelandair hefur fellt niður flug til og frá Osló og Stokkhólmi og tvö flug til og frá Kaupmannahöfn í dag, en þessu flugum hafði áður verið seinkað vegna áhrifa gossins í Eyjafjallajökli. Innlent 15.4.2010 14:55
Nýjar myndir af öskufallinu Vísi.is bárust þessar myndir af öskufallinu frá Meðallandi við Kirkjubæjarklaustur. Myndirnar voru teknar klukkan 11 í morgun og sýna hve þykkt öskulagið er í nágranni við gosið. Innlent 15.4.2010 14:24
Askan veldur gífurlegu tapi hjá flugfélögum og flugvöllum Askan úr Eyjafjallajökli mun valda gífurlegu tapi hjá flugfélögum og flugvöllum í norðurhluta Evrópu og víðar um heiminn. Þess sjást m.a. merki í kauphöllum þessa stundina og sem dæmi má nefna að hluti í SAS hafa fallið um 7% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í dag. Viðskipti erlent 15.4.2010 13:50
Gæslan flaug yfir hamfarasvæðið - myndskeið Eldgosið í Eyjafjallajökli í gær og hlaupið úr Gígjökli sem fylgdi á eftir hefur vakið athygli um allan heim. Um mikið sjónarspil er að ræða eins og starfsmenn Landhelgisgæslunnar komust að í gær þegar flogið var yfir svæðið. Innlent 15.4.2010 13:33
Bjarni Sæmundsson kannar áhrif gossins á lífríki sjávar Rannsóknaskipið rs. Bjarni Sæmundsson fer í dag að ósum Markarfljóts til að kanna áhrifasvæði hlaupsins. Í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunar kemur fram að athyglin beinist að því hvað verði af efnum í hlaupvatningu bæði er varði þau uppleystu og gruggið. Innlent 15.4.2010 13:24
Mælt með rykgrímum vegna öskufalls Almannavarnir hafa gefið út tilkynningu þar sem mælt er með notkun rykgríma vegna öskufallsins úr gosinu á Eyjafjallajökli. Innlent 15.4.2010 13:13
Gert ráð fyrir óbreyttri vindátt á næstunni Veðurstofan gerir ráð fyrir því að vindátt haldist að mestu óbreytt í dag og fram eftir degi á morgun. Gosmökkurinn sem blæs nú yfir Skandinavíu og Norður Evrópu virðist því ekki á förum enn um sinn. Innlent 15.4.2010 12:03
Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun. Innlent 15.4.2010 11:42
Hrikalegt öskufall við Kirkjubæjarklaustur „Það er öskusnjór sem liggur yfir öllu og grátt lag á rúðunum," segir Fanney Jóhannsdóttir, sem er bóndi á Efri Ey II við Kirkjubæjarklaustur. Hún segir að á jörðinni við bæinn líti askan út fyrir að vera mjög dökk. Um sé að ræða síðbúinn og dökkan jólasnjór. Innlent 15.4.2010 11:39
Öskufall ætti ekki að ógna öryggi bufjár Öskufall á ekki að ógna öryggi og heilsu búfjár, ef bændur bregðast rétt við. Það kann þó að verða þröngt á þingi í mörgum fjárhúsum yfir sauðburðinn, sem er að hefjast. Innlent 15.4.2010 11:17
Askan stöðvar allt flug í Norður - Evrópu Til stendur að loka allri lofthelginni yfir Bretlandi klukkan ellefu. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur þetta valdið töluverðri skelfingu hjá flugmálayfirvöldum þar í landi vegna þess að ekki hefur fengist á hreint hvert eigi að senda þær vélar sem fyrirhugað var að yrði flogið um lofthelgina. Innlent 15.4.2010 10:42
Magnaðar myndir af hlaupinu Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðisins náði að fanga myndir af aðstæðum fyrir austan fjall eftir að þegar að hlaupið gekk yfir. Eins og fram hefur komið þurfti að rjúfa þjóðveginn til þess að taka þungann af nýju brúnni yfir Markarfljót. Það tókst sem betur fer. Innlent 15.4.2010 10:32
Gosmökkur drap á öllum hreyflum breiðþotu Það var árið 1982 sem menn gerðu sér grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. Erlent 15.4.2010 10:28
Eldingar í gosmekkinum - fólk í hættu Eldingar leiftra í gosmekkinum á Eyjafjallajökli. Fordæmi er fyrir því hér á landi að fólk hefur látist af völdum eldinga í 30 kílómetra fjarlægð frá gosi. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir alltaf hættu af eldingum í eldgosum. Innlent 15.4.2010 10:26
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent