Ekkert lát á skjálftahrinunni við Grímsey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 22:36 Kort af Tjörnesbeltnu sem sýnir skjálfta seinustu 48 klukkustundirnar. veðurstofan Skjálftahrinan við Grímsey hefur verið viðvarandi í allan dag að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Um sextíu skjálftar yfir þrír að stærð hafa mælst í dag en sá stærsti var í morgun var upp úr klukkan hálfsex í morgun og var 5,2 að stærð. Fjölmargir eftirskjálftar hafa svo komið í kjölfarið sem er eðlilegt þegar svo stór skjálfti ríður yfir. Á vef Veðurstofunnar má sjá yfirlit yfir skjálfta á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkutímana og eru þei um 1500 talsins. Rétt er þó að taka fram að um óyfirfarnar niðurstöður er að ræða; sérfræðingar Veðurstofunnar eiga eftir að fara yfir skjálftana og meðal annars staðfesta dýpi og stærð. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að segja til um framhaldið segir Einar erfitt að segja til um hvað gerist. Þannig sé ekki hægt að útiloka að annar skjálfti yfir fimm að stærð komi. Íbúar á svæðinu ættu því að huga að svefnstöðum sínum, festa hillur og skápa og fara yfir fyrstu viðbrögð við jarðskjálfta. Óvissustigi vegna jarðskjálftanna úti fyrir Norðurlandi var lýst yfir í dag. Á vef almannavarna kemur fram að fjöldi misgengja sé á svæðinu og ómöulegt að segja til um hvað áhrif stóri skjálftinn í morgun muni hafa. „Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta, bæði á heimilum og vinnustöðum, sjá hér. Á vef Veðurstofunnar er hægt að senda inn tilkynningar hafi fólk fundið fyrir jarðskjálfta og sjá yfirlit yfir jarðskjálfta síðustu 48 klst. www.vedur.is,“ segir á vef almannavarna.Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld um skjálftahrinuna. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Skjálftahrinan við Grímsey hefur verið viðvarandi í allan dag að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Um sextíu skjálftar yfir þrír að stærð hafa mælst í dag en sá stærsti var í morgun var upp úr klukkan hálfsex í morgun og var 5,2 að stærð. Fjölmargir eftirskjálftar hafa svo komið í kjölfarið sem er eðlilegt þegar svo stór skjálfti ríður yfir. Á vef Veðurstofunnar má sjá yfirlit yfir skjálfta á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkutímana og eru þei um 1500 talsins. Rétt er þó að taka fram að um óyfirfarnar niðurstöður er að ræða; sérfræðingar Veðurstofunnar eiga eftir að fara yfir skjálftana og meðal annars staðfesta dýpi og stærð. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að segja til um framhaldið segir Einar erfitt að segja til um hvað gerist. Þannig sé ekki hægt að útiloka að annar skjálfti yfir fimm að stærð komi. Íbúar á svæðinu ættu því að huga að svefnstöðum sínum, festa hillur og skápa og fara yfir fyrstu viðbrögð við jarðskjálfta. Óvissustigi vegna jarðskjálftanna úti fyrir Norðurlandi var lýst yfir í dag. Á vef almannavarna kemur fram að fjöldi misgengja sé á svæðinu og ómöulegt að segja til um hvað áhrif stóri skjálftinn í morgun muni hafa. „Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta, bæði á heimilum og vinnustöðum, sjá hér. Á vef Veðurstofunnar er hægt að senda inn tilkynningar hafi fólk fundið fyrir jarðskjálfta og sjá yfirlit yfir jarðskjálfta síðustu 48 klst. www.vedur.is,“ segir á vef almannavarna.Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld um skjálftahrinuna.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31
Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59