Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Staða fatlaðs fólks í hamförum

Margir Íslendingar hafa eflaust síðustu vikur og mánuði leitt hugann að hamförum og neyðarástandi, eftir langan tíma með COVID-19 heimsfaraldrinum og nú nýverið vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldgoss.

Skoðun
Fréttamynd

Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir

Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið.

Innlent
Fréttamynd

Þúsund skjálftar frá miðnætti

Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti í nótt. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að mesta skjálftavirknin sé í sunnanverðu Fagradalsfjalli eins og verið hefur undanfarna daga þótt hún hafi fært sig aðeins nær Nátthaga um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Tiltölulega róleg nótt á Reykjanesskaga

Nóttin var tiltölulega róleg á Reykjanesskaga miðað við hvernig verið hefur undanfarið sé litið til fjölda skjálfta frá miðnætti og þess hversu margir þeirra voru stærri en þrír.

Innlent
Fréttamynd

Mikið grjót­hrun í hlíðum vegna skjálftans

Mikið grjóthrun varð í hlíðum á Reykjanesskaga þegar skjálfti að stærð 5,4 reið yfir á þriðja tímanum í dag. Skjálftinn var nokkuð snarpur og fannst hann vel víða um land, þar á meðal norður á Sauðárkróki og í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Kýs eldgos fram yfir þessa stöðugu skjálfta

„Þetta var nú bara töluverður hávaði og högg eins og það væri keyrt á húsið,“ segir Bergur Brynjar Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga á Vatnsleysuströnd. Vogamenn hafa ekki farið varhluta af skjálftahrinunni síðustu vikur en Bergur segir skjálftann í dag þann öflugasta sem hann hefur fundið hingað til. Skjálftinn mældist 5,4 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

„Það venst ekkert að upp­lifa þessa stóru skjálfta“

Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir.

Innlent
Fréttamynd

„Auknar líkur á eldgosi“

Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki.

Innlent
Fréttamynd

„Með því sterkara sem hefur fundist“

„Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti skjálftinn í nótt 4,2 að stærð

Jarðhræringar á Reykjanesskaga héldu áfram í nótt og var stærsti jarðskjálftinn 4,2 að stærð þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fimm í morgun. Alls mældust sjö skjálftar þrír eða stærri eftir miðnætti í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að opna gamla Suður­strandar­veg að fullu vegna grjót­hruns­hættu

Bæjaryfirvöldum í Grindavík hafa borist ábendingar um að gamli Suðurstrandarvegurinn sé lokaður. Það geti skapað hættu ef það gjósi vestan við Grindavík og komi til rýmingar um Suðurstrandarveg. Atli Geir Júlusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá bænum segir ekki hægt að opna allan veginn að svo stöddu vegna hættu á grjóthruni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni

Ekki er ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni við Fagradalsfjall, þegar hún var á um eins kílómetra dýpi að mati hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Vonast sé eftir að gervitunglamynd muni varpa skýrari mynd á það um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Eldgos í sjó möguleiki

Ekkert lát er á snörpum jarðskjálftum á Reykjanesskaga þrátt fyrir að þeim hafi fækkað síðustu daga. Á þriðja tug jarðskjálfta stærri en þrír hafa mælst frá miðnætti. Sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgos gæti orðið í sjó.

Innlent
Fréttamynd

Skipar viðbragðshóp vegna mögulegs eldgoss

Ákveðið var á fundi ríkisstjórnar í morgun að skipa sérstakan hóp ráðuneytisstjóra sem er ætlað að eiga í nánu samráði við viðeigandi stofnanir til að undirbúa áætlun til að vernda mikilvæga innviði á borð við vatnsból, orkukerfi og fjarskiptakerfi ef til eldgoss kemur.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt

Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending af Fagradalsfjalli

Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Á tíu ára afmæli flóðbylgjunnar; lærdómur sögunnar gildir í dag

Á þessum degi fyrir tíu árum stóð japönsk kona á áttræðisaldri, Nobuku Kono, frammi fyrir erfiðu vali. Hún bjó í Rikuzen-takata, 24 þúsund manna bæ sem var byggður sitt hvoru megin við árfarveg við sjávarströndina norðarlega í Japan. Það hafði orðið harður jarðskjálfti og hún þurfti að ákveða hvort hún gerði eins og stjórnvöld ráðlögðu og leitaði skjóls í fjöldahjálparstöð í skólabyggingu innar í dalnum.

Skoðun
Fréttamynd

Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg

Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs.

Innlent