Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ítalía 27-21 | Stelpurnar í góðri stöðu Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöllinni skrifar 30. nóvember 2014 00:01 vísir/ernir Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann Ítalíu, 27-21, í öðrum leik liðsins í forkeppni HM 2015 og er í mjög góðri stöðu í sínum riðli.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar myndir sem fylgja umfjölluninni. Ísland vann Ítalíu með sjö marka mun, 26-19, fyrr í vikunni og er á toppi riðilsins með fjögur stig. Það þarf nú aðeins eitt stig úr tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspil um sæti á HM. Íslenska liðið byrjaði leikinn rólega og mistökin í sóknarleiknum voru of mörg. Ítalska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu sjö mínútum fyrri hálfleiks en aðeins þrjú á næstu 23 mínútum. Vörn Íslands, með Sunnu Jónsdóttur fremsta í flokki, var sterk og fyrir aftan hana var Florentina Stanciu ekkert minna en mögnuð. Alls varði hún 17 skot í fyrri hálfleik, eða 71 prósent allra þeirra skota sem hún fékk á sig! Íslenska liðið breytti stöðunni úr 3-4 í 9-4 um miðjan fyrri hálfleikinn og leiddi í leikhléi, 13-7. Uppstilltur sóknarleikur Íslands var ekkert sérstakur, en hraðaupphlaupin gengu vel og þá var Karen Knútsdóttir iðin við markaskorun, en hún skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Ítalir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans. Ekki hjálpaði til að Ramune Pekarskyte fékk sína aðra brottvísun snemma í seinni hálfleik. Sóknarleikur Íslands var stirður og fyrsta markið í seinni hálfleik leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir sex og hálfa mínútu. Karen var þar að verki en fyrirliðinn tók hvað eftir annað af skarið í sókninni og skoraði alls ellefu mörk í leiknum. Stelpurnar okkar náðu mest tíu marka forskoti, 26-16, en slökuðu aðeins á undir lokin og sigurinn á endanum sex mörk, 27-21. Florentina og Karen báru af í íslenska liðinu, en annars dreifðust mörkin nokkuð jafnt hjá stelpunum. Rut Jónsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir skoruðu báðar þrjú mörk. Christian Gheorghe var markahæst Ítalíu með átta mörk, en hún skoraði sjö mörk af vítalínunni.Karen brýst í gegn og skorar.vísir/ernirKaren: Margt sem við getum bætt Karen var allt í öllu í sóknarleik Íslands þegar liðið lagði Ítalíu að velli í Laugardalshöll í dag. Karen skoraði 11 af 27 mörkum Íslands og tók oftsinnis af skarið á mikilvægum augnablikum. Hún var að vonum sátt í samtali við Vísi eftir leik. „Varnarleikurinn var góður, líkt og í fyrri leiknum, en við gerðum alltof mikið af mistökum í dag, sérstaklega í seinni bylgjunni. „Það hefði getað reynst dýrt gegn sterkara liði en Ítalíu, en við höfðum sex marka sigur sem er fínt,“ sagði Karen, en fyrri leik liðanna lyktaði einnig með íslenskum sigri, 17-26. Karen segir íslenska liðið geta bætt margt í sínum leik. „Það er margt sem við getum bætt. Við erum að fá nokkra leikmenn til baka og það tekur tíma að spila sig saman,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og bætti við: „Við erum búnar að fá fjögur stig af fjórum mögulegum sem er mjög jákvætt. „Varnarleikurinn hefur verið sterkur og Flora (Florentina Stanciu) mjög öflug í markinu. „Hún er einstakur karakter og það er frábært að hafa hana á æfingum og í leikjum. Hún gefur sig alltaf 100% og gefur okkur ofboðslega mikið með þessum öskrum og látum. „Hún er frábær íþróttamaður,“ sagði Karen um Florentinu sem varði 26 skot í íslenska markinu í dag.Hildigunnur Einarsdóttir þakkar stuðninginn í dag.vísir/ernirSunna: Höfum tvo leiki til að ná í stigið Sunna Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta unnu það ítalska öðru sinni í undankeppni HM 2015 í Laugardalshöll í dag. Sunna var að venju föst fyrir í vörninni og skoraði auk þess eitt mark í 27-21 sigri Íslands. „Það mikilvægasta var að við fengum sigur úr þessum leik. Við lögðum upp með það sama og úti á Ítalíu,“ sagði Sunna í samtali við Vísi eftir leikinn. „Varnarleikurinn var gekk vel allan leikinn og Florentina (Stanciu) var frábær í markinu. Við vorum kannski fullbráðar á okkur þegar við unnum boltann og töpuðum honum of oft. „En það var jákvætt að fá sigur í dag,“ sagði Sunna, en með sigrinum er Ísland komið í dauðafæri til að komast í umspil um sæti á HM í Danmörku. Íslenska liðið þarf aðeins eitt stig í tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspilsleikina tvo, en Makedónía tapaði báðum leikjum sínum gegn Ítalíu. „Okkur vantar bara eitt stig í viðbótar til að komast upp úr forkeppninni og við höfum tvo leiki til þess,“ sagði Sunna að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann Ítalíu, 27-21, í öðrum leik liðsins í forkeppni HM 2015 og er í mjög góðri stöðu í sínum riðli.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar myndir sem fylgja umfjölluninni. Ísland vann Ítalíu með sjö marka mun, 26-19, fyrr í vikunni og er á toppi riðilsins með fjögur stig. Það þarf nú aðeins eitt stig úr tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspil um sæti á HM. Íslenska liðið byrjaði leikinn rólega og mistökin í sóknarleiknum voru of mörg. Ítalska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu sjö mínútum fyrri hálfleiks en aðeins þrjú á næstu 23 mínútum. Vörn Íslands, með Sunnu Jónsdóttur fremsta í flokki, var sterk og fyrir aftan hana var Florentina Stanciu ekkert minna en mögnuð. Alls varði hún 17 skot í fyrri hálfleik, eða 71 prósent allra þeirra skota sem hún fékk á sig! Íslenska liðið breytti stöðunni úr 3-4 í 9-4 um miðjan fyrri hálfleikinn og leiddi í leikhléi, 13-7. Uppstilltur sóknarleikur Íslands var ekkert sérstakur, en hraðaupphlaupin gengu vel og þá var Karen Knútsdóttir iðin við markaskorun, en hún skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Ítalir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans. Ekki hjálpaði til að Ramune Pekarskyte fékk sína aðra brottvísun snemma í seinni hálfleik. Sóknarleikur Íslands var stirður og fyrsta markið í seinni hálfleik leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir sex og hálfa mínútu. Karen var þar að verki en fyrirliðinn tók hvað eftir annað af skarið í sókninni og skoraði alls ellefu mörk í leiknum. Stelpurnar okkar náðu mest tíu marka forskoti, 26-16, en slökuðu aðeins á undir lokin og sigurinn á endanum sex mörk, 27-21. Florentina og Karen báru af í íslenska liðinu, en annars dreifðust mörkin nokkuð jafnt hjá stelpunum. Rut Jónsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir skoruðu báðar þrjú mörk. Christian Gheorghe var markahæst Ítalíu með átta mörk, en hún skoraði sjö mörk af vítalínunni.Karen brýst í gegn og skorar.vísir/ernirKaren: Margt sem við getum bætt Karen var allt í öllu í sóknarleik Íslands þegar liðið lagði Ítalíu að velli í Laugardalshöll í dag. Karen skoraði 11 af 27 mörkum Íslands og tók oftsinnis af skarið á mikilvægum augnablikum. Hún var að vonum sátt í samtali við Vísi eftir leik. „Varnarleikurinn var góður, líkt og í fyrri leiknum, en við gerðum alltof mikið af mistökum í dag, sérstaklega í seinni bylgjunni. „Það hefði getað reynst dýrt gegn sterkara liði en Ítalíu, en við höfðum sex marka sigur sem er fínt,“ sagði Karen, en fyrri leik liðanna lyktaði einnig með íslenskum sigri, 17-26. Karen segir íslenska liðið geta bætt margt í sínum leik. „Það er margt sem við getum bætt. Við erum að fá nokkra leikmenn til baka og það tekur tíma að spila sig saman,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og bætti við: „Við erum búnar að fá fjögur stig af fjórum mögulegum sem er mjög jákvætt. „Varnarleikurinn hefur verið sterkur og Flora (Florentina Stanciu) mjög öflug í markinu. „Hún er einstakur karakter og það er frábært að hafa hana á æfingum og í leikjum. Hún gefur sig alltaf 100% og gefur okkur ofboðslega mikið með þessum öskrum og látum. „Hún er frábær íþróttamaður,“ sagði Karen um Florentinu sem varði 26 skot í íslenska markinu í dag.Hildigunnur Einarsdóttir þakkar stuðninginn í dag.vísir/ernirSunna: Höfum tvo leiki til að ná í stigið Sunna Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta unnu það ítalska öðru sinni í undankeppni HM 2015 í Laugardalshöll í dag. Sunna var að venju föst fyrir í vörninni og skoraði auk þess eitt mark í 27-21 sigri Íslands. „Það mikilvægasta var að við fengum sigur úr þessum leik. Við lögðum upp með það sama og úti á Ítalíu,“ sagði Sunna í samtali við Vísi eftir leikinn. „Varnarleikurinn var gekk vel allan leikinn og Florentina (Stanciu) var frábær í markinu. Við vorum kannski fullbráðar á okkur þegar við unnum boltann og töpuðum honum of oft. „En það var jákvætt að fá sigur í dag,“ sagði Sunna, en með sigrinum er Ísland komið í dauðafæri til að komast í umspil um sæti á HM í Danmörku. Íslenska liðið þarf aðeins eitt stig í tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspilsleikina tvo, en Makedónía tapaði báðum leikjum sínum gegn Ítalíu. „Okkur vantar bara eitt stig í viðbótar til að komast upp úr forkeppninni og við höfum tvo leiki til þess,“ sagði Sunna að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn