Eins og flestir bjuggust við valdi Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, Harry Kane í hópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM 2016 í lok mánaðarins og Ítalíu í vináttuleik.
Kane hefur farið á kostum með Tottenham í vetur og er markahæsti enski framherjinn í deildinni. Hann er eini nýliðinn í hópnum.
Daniel Sturridge, sóknarmaður Liverpool, er kominn aftur í hópinn eftir að missa af síðustu fimm landsleikjum vegna meiðsla en aðrir Liverpool-menn í hópnum eru Raheem Sterling, Adam Lallana og Jordan Henderson.
Manchester United á flesta leikmenn í hópnum; varnarmennina Phil Jones, Chris Smalling og Luke Shaw, auk Michael Carrick og framherjans Wayne Rooney.
Enski hópurinn:
Markverðir: Fraser Forster (Southampton), Joe Hart (Manchester City).
Varnarmenn: Leighton Baines (Everton), Gary Cahill (Chelsea), Nathaniel Clyne (Southampton), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), Phil Jones (Manchester United), Luke Shaw (Manchester United), Chris Smalling (Manchester United), Kyle Walker (Tottenham Hotspur).
Miðjumenn: Ross Barkley (Everton), Michael Carrick (Manchester United), Fabian Delph (Aston Villa), Jordan Henderson (Liverpool), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Manchester City), Raheem Sterling (Liverpool), Andros Townsend (Tottenham Hotspur), Theo Walcott (Arsenal).
Sóknarmenn: Harry Kane (Tottenham Hotspur), Wayne Rooney (Manchester United), Daniel Sturridge (Liverpool), Danny Welbeck (Arsenal).
Harry Kane valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti


„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn

