Barcelona hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Arda Turan frá Atletico Madrid fyrir tæpa fimm milljarða króna.
Turan er 28 ára Tyrki sem kom til Spánar frá Galatasaray árið 2011. Síðan þá hefur hann skorað 22 mörk og gefið 32 stoðsendingar fyrir Atletico Madrid.
Hann má þó ekki spila með Barcelona fyrr en eftir áramót þar sem Barcelona var sett í félagaskiptabann allt árið 2015 fyrir að brjóta reglur FIFA um félagaskipti leikmanna átján ára og yngri.
Málið er þess fyrir utan flókið vegna yfirvofandi forsetakosninga félagsins. Barcelona er nú stýrt af sérstakri nefnd sem þurfti að samþykkja kaupin. En nýr forseti félagsins, sem verður kjörinn þann 18. júlí, hefur heimild til að selja Turan aftur til Atletico með tíu prósenta afslætti innan tveggja sólarhringa.
Turan keyptur til Barcelona
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti


„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn


Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
