Guðjón: Þetta var klúður frá upphafi T'omas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2015 12:58 Ólafur Kristjánsson fékk Guðjón til Nordsjælland en þar gengu hlutirnir ekki upp fyrir framherjann. vísir/getty „Ég er bara mjög hress. Ég er hérna að pakka niður þar sem ég á flug klukkan hálf átta heim. Það er smá stress,“ segir Guðjón Baldvinsson, nýjasti leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, við Vísi.Eins og kom fram fyrr í dag keypti Stjarnan Guðjón af danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland, en Guðjón er uppalinn Stjörnumaður. „Ég skil konuna eftir hérna úti og hún pakkar búslóðinni saman. Við fótboltamennirnir sleppum alltaf við allt svona. Við þurfum alltaf að fara strax,“ segir Guðjón léttur, en hann er spenntur fyrir heimkomunni í Garðabæinn. „Þetta er alveg frábært. Það er búið að vera smá aðdragandi að þessu. Þetta hefur kitlað mann í svolítinn tíma. Nú er ég með tvö börn; annað tveggja ára og hitt sex ára og þeim eldri líður rosalega vel þegar hann er á Íslandi,“ segir Guðjón. „Stráknum hefur ekki liðið jafnvel úti þar sem hann er frá vinunum og sinni rútínu. Munurinn á honum í dag og í gær eftir að þetta kláraðist er ólýsanlegur sem gerir þetta fullkomið. Sjálfur er ég að nálgast þrítugt og farinn að skoða hvað ég fer að gera eftir fótboltann. Stjarnan var til í að hjálpa mér við það þannig þetta small allt saman.“Guðjón Baldvinsson skoraði eitt mark fyrir Nordsjælland.vísir/gettyVar á leið til OB Guðjón fór frá KR til sænska liðsins Halmstad árið 2012 þar sem hann spilaði mjög vel. Hann var svo á leið í annað lið í dönsku úrvalsdeildinni áður en Ólafur Kristjánsson og forráðamenn Nordsjælland fengu hann til sín. „Þetta er búið að vera skrítið frá fyrstu mínútu,“ segir Guðjón um dvölina hjá Nordsjælland þar sem honum hefur ekki gengið vel. Hann gekk í raðir liðsins í janúar á þessu ári en gengið var frá kaupunum síðasta sumar. „Ég var með pennan við blaðið hjá OB í Óðinsvéum áður en Nordsjælland hringdi. Ég var þar bara að skrifa undir. Það var lið sem spilar fótbolta sem hentar mér.“ „Nordsjælland fær mig til að skipta um skoðun en svo byrjar þetta á að félagið kaupir mig ekki um leið eins og til stóð. Ég þurfti því að bíða í hálft ár í staðinn fyrir að koma hingað strax. Þetta var bara klúður frá upphafi,“ segir Guðjón. Framherjinn öflugi spilaði þrettán leiki fyrir Nordsjælland og skoraði eitt mörk. Hann segist aldrei hafa komist í takt í Nordsjælland. „Ég komst ekki í liðið þarna á tímabili og þegar ég skoraði mark hélt ég að þetta myndi detta í gang en ég komst aldrei í gírinn. Stundum er þetta bara svona, en ég er ánægður með þessa lendingu að koma heim. Ég er ekkert bitu, þetta skilaði mér bara fullt af reynslu.“Guðjón Baldvinsson sló í gegn með KR í efstu deild en spilar nú með uppeldisfélaginu í úrvalsdeildinni.vísir/antonVerð fljótur í gang Aðspurður hvort hann verði í hópnum gegn ÍA í 12. umferð Pepsi-deildarinnar á morgun segir Guðjón: „Mér skilst að menn séu að vinna í þessu. Siggi Dúlla er með puttana í þessu. Hann þekkir menn þarna sem ættu að geta reddað þessu,“ segir Guðjón og hlær en Siggi Dúlla er liðsstjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. „Við bara sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Hvort það sé sniðugt að fljúga heim seint í kvöld og spila leik á morgun án þess að æfa með liðinu veit ég ekki. Ég tek bara ákvörðun Rúnars Páls.“ Danska úrvalsdeildin hefst í kvöld þannig Guðjón er ekki á tímabili, en hann var að klára undirbúningstímabil með Nordsjælland. „Mér finnst ég vera í góðu formi en ég hef ekki spilað marga leiki í röð í um ár. En ég lenti í þessu líka hjá GAIS og þá kom ég heim til KR og var fljótur í gang. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Guðjón Baldvinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
„Ég er bara mjög hress. Ég er hérna að pakka niður þar sem ég á flug klukkan hálf átta heim. Það er smá stress,“ segir Guðjón Baldvinsson, nýjasti leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, við Vísi.Eins og kom fram fyrr í dag keypti Stjarnan Guðjón af danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland, en Guðjón er uppalinn Stjörnumaður. „Ég skil konuna eftir hérna úti og hún pakkar búslóðinni saman. Við fótboltamennirnir sleppum alltaf við allt svona. Við þurfum alltaf að fara strax,“ segir Guðjón léttur, en hann er spenntur fyrir heimkomunni í Garðabæinn. „Þetta er alveg frábært. Það er búið að vera smá aðdragandi að þessu. Þetta hefur kitlað mann í svolítinn tíma. Nú er ég með tvö börn; annað tveggja ára og hitt sex ára og þeim eldri líður rosalega vel þegar hann er á Íslandi,“ segir Guðjón. „Stráknum hefur ekki liðið jafnvel úti þar sem hann er frá vinunum og sinni rútínu. Munurinn á honum í dag og í gær eftir að þetta kláraðist er ólýsanlegur sem gerir þetta fullkomið. Sjálfur er ég að nálgast þrítugt og farinn að skoða hvað ég fer að gera eftir fótboltann. Stjarnan var til í að hjálpa mér við það þannig þetta small allt saman.“Guðjón Baldvinsson skoraði eitt mark fyrir Nordsjælland.vísir/gettyVar á leið til OB Guðjón fór frá KR til sænska liðsins Halmstad árið 2012 þar sem hann spilaði mjög vel. Hann var svo á leið í annað lið í dönsku úrvalsdeildinni áður en Ólafur Kristjánsson og forráðamenn Nordsjælland fengu hann til sín. „Þetta er búið að vera skrítið frá fyrstu mínútu,“ segir Guðjón um dvölina hjá Nordsjælland þar sem honum hefur ekki gengið vel. Hann gekk í raðir liðsins í janúar á þessu ári en gengið var frá kaupunum síðasta sumar. „Ég var með pennan við blaðið hjá OB í Óðinsvéum áður en Nordsjælland hringdi. Ég var þar bara að skrifa undir. Það var lið sem spilar fótbolta sem hentar mér.“ „Nordsjælland fær mig til að skipta um skoðun en svo byrjar þetta á að félagið kaupir mig ekki um leið eins og til stóð. Ég þurfti því að bíða í hálft ár í staðinn fyrir að koma hingað strax. Þetta var bara klúður frá upphafi,“ segir Guðjón. Framherjinn öflugi spilaði þrettán leiki fyrir Nordsjælland og skoraði eitt mörk. Hann segist aldrei hafa komist í takt í Nordsjælland. „Ég komst ekki í liðið þarna á tímabili og þegar ég skoraði mark hélt ég að þetta myndi detta í gang en ég komst aldrei í gírinn. Stundum er þetta bara svona, en ég er ánægður með þessa lendingu að koma heim. Ég er ekkert bitu, þetta skilaði mér bara fullt af reynslu.“Guðjón Baldvinsson sló í gegn með KR í efstu deild en spilar nú með uppeldisfélaginu í úrvalsdeildinni.vísir/antonVerð fljótur í gang Aðspurður hvort hann verði í hópnum gegn ÍA í 12. umferð Pepsi-deildarinnar á morgun segir Guðjón: „Mér skilst að menn séu að vinna í þessu. Siggi Dúlla er með puttana í þessu. Hann þekkir menn þarna sem ættu að geta reddað þessu,“ segir Guðjón og hlær en Siggi Dúlla er liðsstjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. „Við bara sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Hvort það sé sniðugt að fljúga heim seint í kvöld og spila leik á morgun án þess að æfa með liðinu veit ég ekki. Ég tek bara ákvörðun Rúnars Páls.“ Danska úrvalsdeildin hefst í kvöld þannig Guðjón er ekki á tímabili, en hann var að klára undirbúningstímabil með Nordsjælland. „Mér finnst ég vera í góðu formi en ég hef ekki spilað marga leiki í röð í um ár. En ég lenti í þessu líka hjá GAIS og þá kom ég heim til KR og var fljótur í gang. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Guðjón Baldvinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira