Mjölnir með Keiluhöllina í Öskjuhlíð í sigtinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2015 15:45 Merki Mjölnis gæti von bráðar prýtt veggi Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð Samsett/E.Ól/Mjölnir Íþróttafélagið Mjölnir er langt komið í samningaviðræðum við eigendur húsnæðis Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð um að starfsemi og aðstaða Mjölnis flytji þangað. Keiluhöllin hefur staðið auð frá því í janúar á þessu ári. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hafa viðræður staðið yfir síðan í janúar en Keiluhöllin lokaði einmitt á svipuðum tíma. Við það tækifæri sögðust eigendur Keiluhallarinnar viðræður hafnar við áhugasama aðila um að taka við rekstrinum. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt en við erum komin mjög langt með þetta og vonandi göngum við frá þessu á næstu vikum,“ sagði Jón Viðar. „Það er mjög líklegt en þetta er þó ekki komið á það stig að við getum tilkynnt að við séum að fara að flytja þangað.“Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis.Vísir/VilhelmÞrefalt stærra húsnæði en núverandi húsnæði Mjölnis Íþróttafélagið Mjölnir er nú staðsett á Seljavegi 2 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Loftkastalinn var eitt sinn til húsa. Þar hefur félagið byggt upp myndarlega æfingaaðstöðu en ljóst er að verði af flutningunum mun Mjölnir stækka verulega við sig. Húsnæði Keiluhallarinnar er um 3000 fm að stærð og um það bil þrefalt stærra en núverandi aðstaða Mjölnis. Húsnæðið hefur verið að mestu tæmt fyrir utan keilubrautirnar sjálfar en sérstaka sérfræðingar þarf til þess að fjarlægja þær. Jón Viðar segir að bæði húsnæðið og umhverfið í kring henti Mjölni, sem einbeitir sér að keppni svokallaðra lifandi bardagaíþrótta, einstaklega vel. „Keiluhöllin er mjög miðsvæðis, húsnæðið er mjög flott og útisvæðið er frábært. Þarna er öll Öskjuhlíðin með sínum stígum, það er stutt í útisund og svo er líka stórt svæði ofan á Keiluhöllinni sem væri hægt að nýta,“ en að auki er Háskólann í Reykjavík skammt undan auk þess sem að fyrirhuguð er mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis á landi Valsmanna í nágrenni Keiluhallarinar. Tengdar fréttir Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Íþróttafélagið Mjölnir er langt komið í samningaviðræðum við eigendur húsnæðis Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð um að starfsemi og aðstaða Mjölnis flytji þangað. Keiluhöllin hefur staðið auð frá því í janúar á þessu ári. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hafa viðræður staðið yfir síðan í janúar en Keiluhöllin lokaði einmitt á svipuðum tíma. Við það tækifæri sögðust eigendur Keiluhallarinnar viðræður hafnar við áhugasama aðila um að taka við rekstrinum. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt en við erum komin mjög langt með þetta og vonandi göngum við frá þessu á næstu vikum,“ sagði Jón Viðar. „Það er mjög líklegt en þetta er þó ekki komið á það stig að við getum tilkynnt að við séum að fara að flytja þangað.“Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis.Vísir/VilhelmÞrefalt stærra húsnæði en núverandi húsnæði Mjölnis Íþróttafélagið Mjölnir er nú staðsett á Seljavegi 2 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Loftkastalinn var eitt sinn til húsa. Þar hefur félagið byggt upp myndarlega æfingaaðstöðu en ljóst er að verði af flutningunum mun Mjölnir stækka verulega við sig. Húsnæði Keiluhallarinnar er um 3000 fm að stærð og um það bil þrefalt stærra en núverandi aðstaða Mjölnis. Húsnæðið hefur verið að mestu tæmt fyrir utan keilubrautirnar sjálfar en sérstaka sérfræðingar þarf til þess að fjarlægja þær. Jón Viðar segir að bæði húsnæðið og umhverfið í kring henti Mjölni, sem einbeitir sér að keppni svokallaðra lifandi bardagaíþrótta, einstaklega vel. „Keiluhöllin er mjög miðsvæðis, húsnæðið er mjög flott og útisvæðið er frábært. Þarna er öll Öskjuhlíðin með sínum stígum, það er stutt í útisund og svo er líka stórt svæði ofan á Keiluhöllinni sem væri hægt að nýta,“ en að auki er Háskólann í Reykjavík skammt undan auk þess sem að fyrirhuguð er mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis á landi Valsmanna í nágrenni Keiluhallarinar.
Tengdar fréttir Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33