Innlent

Hryðjuverkaárás í Ástralíu og á­stand í heil­brigðis­kerfinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan 12.

Hryðjuverkaárás var framin í Sydney í Ástralíu fyrr í kvöld. Minnst tólf eru látnir og fjölmargir særðir eftir að skotárás var framin á samkomu gyðinga í borginni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Forstjóri Hrafnistu segist vel skilja áhyggjur forstjóra Landspítalans af fráflæðivanda. Fjölmargir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Hún kallar eftir því að ríkið auki stuðning við hjúkrunarheimilin svo þau geti sinnt viðhaldi á húsnæði og hraði uppbyggingu.

Heilbrigðisráðherra segir gögn frá Vogi staðfesta að neysla á örvandi efnum hafi aukist. Hún eigi von á nýrri skýrslu um stöðu áfengis- og vímuefnamála hér á landi. Skaðaminnkunarúrræðið frú Ragnheiður muni væntanlega fá áframhaldandi styrk.

Nóg er um að vera í sportinu. Landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu var að fá nýjan þjálfara, enski boltinn er á fullu og heimsmeistaramótið í pílukasti  æsispennandi. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×