„Það er búið að niðurlægja heila þjóð“ Jóhann Óli Eiðsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 4. apríl 2016 15:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ómyrkir í máli í garð forsætisráðherra og ríkisstjórnar hennar á Alþingi í dag. vísir/ernir „Það er búið að niðurlægja heila þjóð. Forsætisráðherra hefur ákveðið með að segja ekki satt, með að eiga peninga í skattaskjólum, með því að koma sér áfram með því að segja ekki allan sannleikann. Þá hefur hann niðurlægt okkur, sagði Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og voru þeir ómyrkir í máli og kröfðust afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrir liggur tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, þing verði rofið og nýjar kosningar verði haldnar. „Forsætisráðherra segir bara nananana, komið bara með vantraust,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata á Alþingi þegar hann krafðist þess að ríkisstjórnin færi frá.Sigmundur Davíð á þingi í dag.Vísir/Snærós„Ætla þingmenn að verja þessa hegðun og þetta ástand. Hvað ætla þeir að segja við erlenda ráðamenn þegar þeir koma hingað til lands? Ætlum virkilega að láta þetta viðgangast,“ bætti Helgi Hrafn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flutningsmaður tillögu um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kvartaði undan því að forsætisráðherra skyldi ekki hefja fund á skýrslu um málið. „Það er eðlilegt að hér hefði fundurinn hafist á skýrslu forsætisráðherra um stöðu mála. Það er eðlilegt að hann virti þjóðina og þingið þess að opna umræðuna um þetta mál,“ sagði Árni Páll sem gerði einnig að umtalsefni að forsætisráðherra væri í slæmum félagsskap í lekanum á Panama-skjölunum. Undir þetta tók Katrín Jakobsóttir, formaður Vinstri grænna. „Fréttir dagsins ekki bara hér á Íslandi heldur í heiminum eru þær að það er einn vestrænn þjóðarleiðtogi á lista yfir þá leiðtoga sem geyma fé í skattaskjólum og það er forsætisráðherra Íslands,“ sagði Katrín. „Alþingi þarf að ræða það hvernig við og íslenskt samfélagar ætlar að taka á þessum alvarlega trúnaðabrest,“ bætti hún við. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttar Proppé, segir ljóst að ekki hafi allir fengið að vera með í þeirri verð að byggja upp trúverðugt samfélag eftir hrun. „Eftir hrunið myndaðist sátt um allt samfélagið að byggja upp. Láta trúverðugleika og heiðarleika vera okkar merki. Reyna að endurvinna trúvergðugleika í augum heimsins,“ sagði Óttar. „Það sem hefur komið í ljós síðustu daga er að ekki voru allir með í þeirri ferð.“„Helvítis fokking fokk“Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar minnti þingmenn á frægt skilti sem sást í búsáhaldabyltingunni. „Helvítis fokking fokk. Þannig líður mér. Mér líður eins og það starf sem margir hafa reynt að inna af hendi af heiðarleika, allt það starfs er í klessu núna.“ Eftir ræðu Guðmunds bað Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis þingmenn um að gæta orða sinna og nota ekki svigurmæli í ræðum sínum. Róbert Marshall, samflokksmaður Guðmundar tók þessa áminningu forseta óstinnt upp. „Um hvað erum við að tala? Um hvað erum við að ræða? Undanfarnar vikur, tvær vikur, og allt þetta kjörtímabil hefur hann haldið hagsmunum sínum leyndum fyrir þjóðinni.“ „Og í gærkvöldi horfði öll heimsbyggðin hann ljúga að sér að hann ætti ekki neitt í þessu félagi. Mann ber að beinum lygum í sjónvarpi. Horft á þetta um allan heim. Eigum við að gæta að ummælum okkar í ræðustól. Er það aðalatriðið? Hver einasta mínúta skaðar orðspor og ímynd íslands á alþjóðavettvangi.“ Panama-skjölin Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
„Það er búið að niðurlægja heila þjóð. Forsætisráðherra hefur ákveðið með að segja ekki satt, með að eiga peninga í skattaskjólum, með því að koma sér áfram með því að segja ekki allan sannleikann. Þá hefur hann niðurlægt okkur, sagði Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og voru þeir ómyrkir í máli og kröfðust afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrir liggur tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, þing verði rofið og nýjar kosningar verði haldnar. „Forsætisráðherra segir bara nananana, komið bara með vantraust,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata á Alþingi þegar hann krafðist þess að ríkisstjórnin færi frá.Sigmundur Davíð á þingi í dag.Vísir/Snærós„Ætla þingmenn að verja þessa hegðun og þetta ástand. Hvað ætla þeir að segja við erlenda ráðamenn þegar þeir koma hingað til lands? Ætlum virkilega að láta þetta viðgangast,“ bætti Helgi Hrafn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flutningsmaður tillögu um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kvartaði undan því að forsætisráðherra skyldi ekki hefja fund á skýrslu um málið. „Það er eðlilegt að hér hefði fundurinn hafist á skýrslu forsætisráðherra um stöðu mála. Það er eðlilegt að hann virti þjóðina og þingið þess að opna umræðuna um þetta mál,“ sagði Árni Páll sem gerði einnig að umtalsefni að forsætisráðherra væri í slæmum félagsskap í lekanum á Panama-skjölunum. Undir þetta tók Katrín Jakobsóttir, formaður Vinstri grænna. „Fréttir dagsins ekki bara hér á Íslandi heldur í heiminum eru þær að það er einn vestrænn þjóðarleiðtogi á lista yfir þá leiðtoga sem geyma fé í skattaskjólum og það er forsætisráðherra Íslands,“ sagði Katrín. „Alþingi þarf að ræða það hvernig við og íslenskt samfélagar ætlar að taka á þessum alvarlega trúnaðabrest,“ bætti hún við. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttar Proppé, segir ljóst að ekki hafi allir fengið að vera með í þeirri verð að byggja upp trúverðugt samfélag eftir hrun. „Eftir hrunið myndaðist sátt um allt samfélagið að byggja upp. Láta trúverðugleika og heiðarleika vera okkar merki. Reyna að endurvinna trúvergðugleika í augum heimsins,“ sagði Óttar. „Það sem hefur komið í ljós síðustu daga er að ekki voru allir með í þeirri ferð.“„Helvítis fokking fokk“Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar minnti þingmenn á frægt skilti sem sást í búsáhaldabyltingunni. „Helvítis fokking fokk. Þannig líður mér. Mér líður eins og það starf sem margir hafa reynt að inna af hendi af heiðarleika, allt það starfs er í klessu núna.“ Eftir ræðu Guðmunds bað Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis þingmenn um að gæta orða sinna og nota ekki svigurmæli í ræðum sínum. Róbert Marshall, samflokksmaður Guðmundar tók þessa áminningu forseta óstinnt upp. „Um hvað erum við að tala? Um hvað erum við að ræða? Undanfarnar vikur, tvær vikur, og allt þetta kjörtímabil hefur hann haldið hagsmunum sínum leyndum fyrir þjóðinni.“ „Og í gærkvöldi horfði öll heimsbyggðin hann ljúga að sér að hann ætti ekki neitt í þessu félagi. Mann ber að beinum lygum í sjónvarpi. Horft á þetta um allan heim. Eigum við að gæta að ummælum okkar í ræðustól. Er það aðalatriðið? Hver einasta mínúta skaðar orðspor og ímynd íslands á alþjóðavettvangi.“
Panama-skjölin Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira