„Algjörlega alveg út í hött“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. október 2025 23:16 Íbúar við Grettisgötu kvarta sáran yfir hljóðmengun sem fylgja framkvæmdunum. Vísir/Anton Brink Íbúi við Grettisgötu segist upplifa valdaleysi og örvæntingu gagnvart kerfinu en að hávaðasamar framkvæmdir hafa staðið yfir steinsnar frá heimili hans mörgum mánuðum lengur en upphaflega stóð til. Hann segir framkvæmdina glórulausa og heilsuspillandi. Íbúar við Grettisgötu hafa stofnað undirskriftarlista til að mótmæla framkvæmdum sem fara fram hér, steinsnar frá heimili þeirra en þau segja hávaðann hafa heilsuspillandi áhrif. „Alveg út í hött“ Framkvæmdir að grunni hafa staðið yfir síðan í apríl með skömmum hléum en íbúum var upphaflega tjáð að þeim ætti að ljúka í júní. Nú þegar október er genginn í garð segja íbúar nóg komið. Íbúi segist ekkert botna í því að leyfi hafi fengist fyrir framkvæmdinni sem hann segir glórulausa frá upphafi. Engin grenndarkynning hafi farið fram né samráð að hans sögn. „Algjörlega alveg út í hött. Sá sem gerði þetta fyrir hönd þessarar verkfræðistofu. Annað hvort hefur hann aldrei gert svona áður eða bara að menn voru vísvitandi að reyna koma þessu í gegn svona á einhverjum fölskum forsendum. Ég held að þetta verði fram að jólum. Því samkvæmt teikningum ætla þeir einn metra rúmlega til viðbótar hérna niður.“ „Bara streita og álag“ Borað er í stærðarinnar klöpp fyrir kjallara og segir hann ekki að undra að verkið gangi hægt. Hann segir að ekki sé kjallari undir neinum húsum í grenndinni vegna umrædds kletts. Fyrir utan hótel skammt frá sem hafi þó þurft að færa framkvæmdirnar örlítið á sínum tíma. Það sé erfitt að geta ekki opnað gluggann á eigin heimili en eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan þá magnast hávaðinn mikið upp við það. Hvernig áhrif hefur þetta haft á þitt líf og þína heilsu? „Bara ömurleg. Algjörlega. Ég var í svefnrannsókn núna nýlega og næ ekki 20 prósenta og hvíld og það er bara streita og álag.“ Kvartað og kvartað en engin svör Hann upplifi valdleysi gagnvart kerfinu sem ansi engu. Lögfræðingur sé kominn í málið og vonir bundnar við að Reykjavíkurborg bregðist við listanum. „Við erum búin að kvarta mikið og það hefur enginn svarað okkur.“ Og hvað vonist þið til að verði gert núna upp úr þessu? „Að þetta verði stöðvað eins og skot og þetta verði endurskoðað.“ Reykjavík Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Íbúar við Grettisgötu hafa stofnað undirskriftarlista til að mótmæla framkvæmdum sem fara fram hér, steinsnar frá heimili þeirra en þau segja hávaðann hafa heilsuspillandi áhrif. „Alveg út í hött“ Framkvæmdir að grunni hafa staðið yfir síðan í apríl með skömmum hléum en íbúum var upphaflega tjáð að þeim ætti að ljúka í júní. Nú þegar október er genginn í garð segja íbúar nóg komið. Íbúi segist ekkert botna í því að leyfi hafi fengist fyrir framkvæmdinni sem hann segir glórulausa frá upphafi. Engin grenndarkynning hafi farið fram né samráð að hans sögn. „Algjörlega alveg út í hött. Sá sem gerði þetta fyrir hönd þessarar verkfræðistofu. Annað hvort hefur hann aldrei gert svona áður eða bara að menn voru vísvitandi að reyna koma þessu í gegn svona á einhverjum fölskum forsendum. Ég held að þetta verði fram að jólum. Því samkvæmt teikningum ætla þeir einn metra rúmlega til viðbótar hérna niður.“ „Bara streita og álag“ Borað er í stærðarinnar klöpp fyrir kjallara og segir hann ekki að undra að verkið gangi hægt. Hann segir að ekki sé kjallari undir neinum húsum í grenndinni vegna umrædds kletts. Fyrir utan hótel skammt frá sem hafi þó þurft að færa framkvæmdirnar örlítið á sínum tíma. Það sé erfitt að geta ekki opnað gluggann á eigin heimili en eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan þá magnast hávaðinn mikið upp við það. Hvernig áhrif hefur þetta haft á þitt líf og þína heilsu? „Bara ömurleg. Algjörlega. Ég var í svefnrannsókn núna nýlega og næ ekki 20 prósenta og hvíld og það er bara streita og álag.“ Kvartað og kvartað en engin svör Hann upplifi valdleysi gagnvart kerfinu sem ansi engu. Lögfræðingur sé kominn í málið og vonir bundnar við að Reykjavíkurborg bregðist við listanum. „Við erum búin að kvarta mikið og það hefur enginn svarað okkur.“ Og hvað vonist þið til að verði gert núna upp úr þessu? „Að þetta verði stöðvað eins og skot og þetta verði endurskoðað.“
Reykjavík Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira