Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víðir 4-3 | Bikarævintýri Selfyssinga heldur áfram Ingvi Þór Sæmundsson á JÁVERK-vellinum skrifar 9. júní 2016 22:30 Selfoss er kominn í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir ævintýralegan 4-3 sigur á Víði í framlengdum leik á JÁVERK-vellinum á Selfossi í kvöld. Selfyssingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í næstu viku en þeir unnu sem kunnugt er frækinn sigur á KR í 32-liða úrslitunum. Selfyssingar leiddu 1-0 í hálfleik með marki Richards Sæþórs Sigurðssonar sem jók muninn svo í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks. En Víðismenn, sem eru á toppnum í 3. deild, voru ekki dauðir úr öllum æðum og þeir jöfnuðu metin með mörkum frá Aleksandar Stojkovic og Birni Bergmann Vilhjálmssyni. Mark þess síðarnefnda var sérlega glæsilegt, þrumuskot af löngu færi í slá og inn. Björn jafnaði í 2-2 á 78. mínútu en um 40 sekúndum síðar kom varamaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson Selfossi aftur yfir. En Stojkovic var ekki hættur og hann tryggði Víði framlengingu með sínu öðru marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Í framlengingunni var það svo Andrew Pew sem skoraði sigurmark Selfoss með skalla eftir hornspyrnu Arnars Loga Sveinssonar. Lokatölur 4-3 í frábærum leik.Af hverju vann Selfoss? Þrátt fyrir að vera tveimur deildum fyrir neðan stóðu Víðismenn vel fyrir sínu og voru á köflum sterkari aðilinn í leiknum. En eins og Björn Bergmann, fyrirliði þeirra, sagði í viðtali við Vísi eftir leik eru Selfyssingar í mun betra formi og það taldi á endanum.Þessir stóðu upp úr Það voru margir sem áttu góðan leik í kvöld. Richard Sæþór skoraði tvö mörk og var ógnandi og þá var Ivan Martinez Gutierrez góður á miðjunni á meðan hans naut við. Þorsteinn Daníel Þorsteinsson stóð einnig fyrir sínu í stöðu hægri bakvarðar, lagði upp annað mark Selfoss og spyrnur hans í föstum leikatriðum voru hættulegar. Þrátt fyrir að vera ekki í besta forminu skoraði Stojkovic tvö fín mörk og er greinilega flinkur leikmaður. Róbert Örn Ólafsson var góður á miðjunni og þá komu varamenn Víðis sterkir inn og breyttu leiknum.Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða var á köflum skrautlegur og þá sérstaklega hjá Selfyssingum. Fyrsta mark Víðis var algjör gjöf og varnarleikurinn í þriðja markinu var líka slakur. Víðismenn fóru ekki almennilega í gang fyrr en um miðjan seinni hálfleik, þegar staðan var orðin 2-0. En eftir að Stojkovic skoraði fengu þeir blóðbragð á tennurnar og sýndu að þeir geta spilað fínan fótbolta. Gestirnir úr Garðinum hefðu mátt sýna meira hugrekki í fyrri hálfleik og þora að sækja á vörn heimamanna.Hvað gerist næst? Selfyssingar eru komnir í 8-liða úrslit og bikarævintýri þeirra heldur áfram. Þeir fá þó litla hvíld því þeir fá Fjarðabyggð í heimsókn í Inkasso-deildinni á sunnudaginn og þurfa sigur til að koma sér ofar í töfluna. Bikardraumur Víðis verður ekki að veruleika en þeir eru í góðri stöðu í 3. deildinni og stefna hraðbyri upp í 2. deild. Og miðað við frammistöðuna í kvöld eiga þeir erindi þangað.Gunnar: Var ekkert frábær frammistaða hjá okkur Gunnar Rafn Borgþórsson er kominn með Selfoss í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 4-3 sigur strákanna hans á Víði í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og sveiflukenndur í meira lagi en það var Andrew Pew sem skaut, eða öllu heldur skallaði, Selfoss áfram í 8-liða úrslitin með marki í framlengingu. „Ég veit ekki hvort við náðum að gera þetta spennandi, þetta var ekkert frábær frammistaða hjá okkur. En ég er gríðarlega ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leik. Hann viðurkennir að sínir menn hafi misst einbeitinguna í stöðunni 2-0 í seinni hálfleik. „Já, klárlega. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða, hvort það var eitthvað stress að vilja ekki tapa þessu niður. Mér fannst þeir betri en við á löngum köflum í leiknum,“ sagði Gunnar sem segir að Selfoss-liðið fari langt á því að vera í góðu formi. „Við höfum klárað leiki vel og erum í góðu formi. Við höfum ekki unnið alla leiki en alltaf átt mjög góð augnablik á síðustu 20 mínútum þeirra,“ sagði þjálfarinn. Selfoss verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í næstu viku. Gunnar segist helst vilja fá heimaleik. „Bara eitthvað skemmtilegt. Við höfum sýnt í þessari keppni að við getum unnið stóran klúbb [KR] en tapað fyrir liði sem á að vera minna en við. Það væri voða gaman að fá heimaleik og fá FH eða eitthvað stórlið,“ sagði Gunnar að lokum.Björn Bergmann: Gat ekki annað verið en ég myndi hitta á markið Björn Bergmann Vilhjálmsson, fyrirliði Víðis, var að vonum svekktur með að vera úr leik í Borgunarbikarnum eftir 4-3 tap fyrir Selfossi í kvöld. „Við komum hérna sem 3. deildarlið að spila á móti 1. deildarliði og ákváðum bara að hafa gaman að og njóta leiksins. „Og þetta er klárlega eitthvað sem við tökum með okkur í deildina,“ sagði Björn skoraði gull af marki þegar hann jafnaði metin í 2-2 á 78. mínútu. En hvað var Björn að hugsa þegar hann lét vaða af 30 metra færi? „Um síðustu tvö skot sem ég átti. Fyrra fór í innkast en hitt var aðeins nær. Það gat ekki annað verið en ég myndi hitta á markið núna. Þetta var mjög ljúft.“ Björn viðurkennir að þreytan hafi sagt til sín í framlengingunni. „Við fórum þetta eiginlega bara á þrjóskunni og hörkunni og menn voru byrjaðir að fá krampa. Við vorum að djöflast á móti 1. deildarliði sem er í töluvert betra formi en við,“ sagði Björn að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Selfoss er kominn í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir ævintýralegan 4-3 sigur á Víði í framlengdum leik á JÁVERK-vellinum á Selfossi í kvöld. Selfyssingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í næstu viku en þeir unnu sem kunnugt er frækinn sigur á KR í 32-liða úrslitunum. Selfyssingar leiddu 1-0 í hálfleik með marki Richards Sæþórs Sigurðssonar sem jók muninn svo í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks. En Víðismenn, sem eru á toppnum í 3. deild, voru ekki dauðir úr öllum æðum og þeir jöfnuðu metin með mörkum frá Aleksandar Stojkovic og Birni Bergmann Vilhjálmssyni. Mark þess síðarnefnda var sérlega glæsilegt, þrumuskot af löngu færi í slá og inn. Björn jafnaði í 2-2 á 78. mínútu en um 40 sekúndum síðar kom varamaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson Selfossi aftur yfir. En Stojkovic var ekki hættur og hann tryggði Víði framlengingu með sínu öðru marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Í framlengingunni var það svo Andrew Pew sem skoraði sigurmark Selfoss með skalla eftir hornspyrnu Arnars Loga Sveinssonar. Lokatölur 4-3 í frábærum leik.Af hverju vann Selfoss? Þrátt fyrir að vera tveimur deildum fyrir neðan stóðu Víðismenn vel fyrir sínu og voru á köflum sterkari aðilinn í leiknum. En eins og Björn Bergmann, fyrirliði þeirra, sagði í viðtali við Vísi eftir leik eru Selfyssingar í mun betra formi og það taldi á endanum.Þessir stóðu upp úr Það voru margir sem áttu góðan leik í kvöld. Richard Sæþór skoraði tvö mörk og var ógnandi og þá var Ivan Martinez Gutierrez góður á miðjunni á meðan hans naut við. Þorsteinn Daníel Þorsteinsson stóð einnig fyrir sínu í stöðu hægri bakvarðar, lagði upp annað mark Selfoss og spyrnur hans í föstum leikatriðum voru hættulegar. Þrátt fyrir að vera ekki í besta forminu skoraði Stojkovic tvö fín mörk og er greinilega flinkur leikmaður. Róbert Örn Ólafsson var góður á miðjunni og þá komu varamenn Víðis sterkir inn og breyttu leiknum.Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða var á köflum skrautlegur og þá sérstaklega hjá Selfyssingum. Fyrsta mark Víðis var algjör gjöf og varnarleikurinn í þriðja markinu var líka slakur. Víðismenn fóru ekki almennilega í gang fyrr en um miðjan seinni hálfleik, þegar staðan var orðin 2-0. En eftir að Stojkovic skoraði fengu þeir blóðbragð á tennurnar og sýndu að þeir geta spilað fínan fótbolta. Gestirnir úr Garðinum hefðu mátt sýna meira hugrekki í fyrri hálfleik og þora að sækja á vörn heimamanna.Hvað gerist næst? Selfyssingar eru komnir í 8-liða úrslit og bikarævintýri þeirra heldur áfram. Þeir fá þó litla hvíld því þeir fá Fjarðabyggð í heimsókn í Inkasso-deildinni á sunnudaginn og þurfa sigur til að koma sér ofar í töfluna. Bikardraumur Víðis verður ekki að veruleika en þeir eru í góðri stöðu í 3. deildinni og stefna hraðbyri upp í 2. deild. Og miðað við frammistöðuna í kvöld eiga þeir erindi þangað.Gunnar: Var ekkert frábær frammistaða hjá okkur Gunnar Rafn Borgþórsson er kominn með Selfoss í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 4-3 sigur strákanna hans á Víði í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og sveiflukenndur í meira lagi en það var Andrew Pew sem skaut, eða öllu heldur skallaði, Selfoss áfram í 8-liða úrslitin með marki í framlengingu. „Ég veit ekki hvort við náðum að gera þetta spennandi, þetta var ekkert frábær frammistaða hjá okkur. En ég er gríðarlega ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leik. Hann viðurkennir að sínir menn hafi misst einbeitinguna í stöðunni 2-0 í seinni hálfleik. „Já, klárlega. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða, hvort það var eitthvað stress að vilja ekki tapa þessu niður. Mér fannst þeir betri en við á löngum köflum í leiknum,“ sagði Gunnar sem segir að Selfoss-liðið fari langt á því að vera í góðu formi. „Við höfum klárað leiki vel og erum í góðu formi. Við höfum ekki unnið alla leiki en alltaf átt mjög góð augnablik á síðustu 20 mínútum þeirra,“ sagði þjálfarinn. Selfoss verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í næstu viku. Gunnar segist helst vilja fá heimaleik. „Bara eitthvað skemmtilegt. Við höfum sýnt í þessari keppni að við getum unnið stóran klúbb [KR] en tapað fyrir liði sem á að vera minna en við. Það væri voða gaman að fá heimaleik og fá FH eða eitthvað stórlið,“ sagði Gunnar að lokum.Björn Bergmann: Gat ekki annað verið en ég myndi hitta á markið Björn Bergmann Vilhjálmsson, fyrirliði Víðis, var að vonum svekktur með að vera úr leik í Borgunarbikarnum eftir 4-3 tap fyrir Selfossi í kvöld. „Við komum hérna sem 3. deildarlið að spila á móti 1. deildarliði og ákváðum bara að hafa gaman að og njóta leiksins. „Og þetta er klárlega eitthvað sem við tökum með okkur í deildina,“ sagði Björn skoraði gull af marki þegar hann jafnaði metin í 2-2 á 78. mínútu. En hvað var Björn að hugsa þegar hann lét vaða af 30 metra færi? „Um síðustu tvö skot sem ég átti. Fyrra fór í innkast en hitt var aðeins nær. Það gat ekki annað verið en ég myndi hitta á markið núna. Þetta var mjög ljúft.“ Björn viðurkennir að þreytan hafi sagt til sín í framlengingunni. „Við fórum þetta eiginlega bara á þrjóskunni og hörkunni og menn voru byrjaðir að fá krampa. Við vorum að djöflast á móti 1. deildarliði sem er í töluvert betra formi en við,“ sagði Björn að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira