50 myrtir í skotárásinni í Orlando Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2016 14:11 Lögregluþjónar fyrir utan skemmtistaðinn Pulse. Vísir/Getty Borgarstjóri Orlando segir að fimmtíu hafi látið lífið í skotárásinni í Orlando í í Bandaríkjunum í nótt. 53 eru sagðir særðir og þeirra á meðal eru margir í lífshættulegu ástandi. Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem er hinn 29 ára gamli Omar Mateen. Hann er talinn vera öfgasinnaður islamisti og sagður hafa verið aðdáandi Íslamska ríkisins. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. FBI segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Orlando og fylkinu öllu, Flórída.Hér má sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsMateen er bandarískur ríkisborgari, en foreldrar hans eru innflytjendur frá Afganistan. Mateen bjó sjálfur í Fort Pierce í Flórída. Lögregla hefur staðfest þessar fregnir en samkvæmt heimildum CBS var hann ekki á sakaskrá, né á eftirlitslista yfir mögulega hryðjuverkamenn. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð. Hann var vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Einn lögregluþjónn særðist í skotbardaganum en skot fór í hjálm hans. Samkvæmt erlendum miðlum eru vélmenni nú notuð til að ganga úr skugga um að Mateen hafi ekki komið sprengjum fyrir á skemmtistaðnum. Þetta er önnur skotárásin í Orlandi á tveimur dögum. Á föstudagskvöldið var ung söngkona, Christina Grimmie, skotin til bana skömu eftir tónleika. Árásirnar tengjast ekki. #BREAKING: Fifty dead, 53 injured in Florida mass shooting: Orlando mayor— AFP news agency (@AFP) June 12, 2016 . @orlandomayor Our community is strong. We will need to help each other's get through this. pic.twitter.com/XyUa8g5PT8— Orlando Police (@OrlandoPolice) June 12, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Borgarstjóri Orlando segir að fimmtíu hafi látið lífið í skotárásinni í Orlando í í Bandaríkjunum í nótt. 53 eru sagðir særðir og þeirra á meðal eru margir í lífshættulegu ástandi. Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem er hinn 29 ára gamli Omar Mateen. Hann er talinn vera öfgasinnaður islamisti og sagður hafa verið aðdáandi Íslamska ríkisins. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. FBI segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Orlando og fylkinu öllu, Flórída.Hér má sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsMateen er bandarískur ríkisborgari, en foreldrar hans eru innflytjendur frá Afganistan. Mateen bjó sjálfur í Fort Pierce í Flórída. Lögregla hefur staðfest þessar fregnir en samkvæmt heimildum CBS var hann ekki á sakaskrá, né á eftirlitslista yfir mögulega hryðjuverkamenn. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð. Hann var vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Einn lögregluþjónn særðist í skotbardaganum en skot fór í hjálm hans. Samkvæmt erlendum miðlum eru vélmenni nú notuð til að ganga úr skugga um að Mateen hafi ekki komið sprengjum fyrir á skemmtistaðnum. Þetta er önnur skotárásin í Orlandi á tveimur dögum. Á föstudagskvöldið var ung söngkona, Christina Grimmie, skotin til bana skömu eftir tónleika. Árásirnar tengjast ekki. #BREAKING: Fifty dead, 53 injured in Florida mass shooting: Orlando mayor— AFP news agency (@AFP) June 12, 2016 . @orlandomayor Our community is strong. We will need to help each other's get through this. pic.twitter.com/XyUa8g5PT8— Orlando Police (@OrlandoPolice) June 12, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14