Júlían J.K. Jóhannsson varð í dag heimsmeistari U-23 ára í kraftlyftingum í Szcyrk í Póllandi
Júlían keppti í +120 kg flokki og varði heimsmeistaratitil sinn.
Íslendingurinn var allan tímann með örugga forystu og lyfti samtals 1080 kg. Júlían vann allar þrjár greinarnar (hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu) og samanlögðu þyngdina.
Þorbergur Guðmundsson fékk brons í +120 kg flokki en hann lyfti samtals 887,5 kg.
Viktor Samúelsson hlaut sömuleiðis brons í -120 kg flokki.
Júlían varði heimsmeistaratitilinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

