Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 84-66 | Litlu slátrararnir aftur á sigurbraut Aron Ingi Valtýsson í Keflavík skrifar 12. nóvember 2016 19:30 Thelma Dís Ágústsdóttir átti flottan leik. Vísir/Eyþór Í dag mættust tvö af Suðurnesjaliðinum, Keflavík og Grindavík í hörku leik þar sem Keflavík hafði betur, 84-66. Þetta er í annað skiptið sem þessi tvö lið mættust á leiktíðinni. Í fyrri leiknum höfðu gestirnir betur í Grindavík 65-89. Ungt lið Keflavíkur hefur komið skemmtilega á óvart þennan veturinn. Stelpurnar eru búnar að spila glimrandi vel og deila fyrsta sætinu með Snæfell. Velgengni Keflavíkurliðsins hefur skilað sér inn í landsliðið. Þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir voru valdnar í 15 manna æfingarhóp fyrir síðustu 2 leiki liðsins í undankeppni EM 2017. Grindavík situr hinsvegar á botni deildarinnar með 4 stig. Það hefur lítið gengið upp hjá Grindavíkurstúlkum og búið að skipta um þjálfara. Í fyrsta leik hjá nýjum þjálfara, Bjarna Magnússyni sýndu stelpurnar sitt rétta andlit og unnu Njarðvík í 16. liða úrslitum Maltbikarsins. En töpuðu síðan næsta leik á móti Haukum. Keflavíkurstúlkur byrjuðu fyrsta leikhluta frábærlega og komust í 15-4. Gestirnir höfðu engan áhuga á að spila vörn og var ótrúlegt að fylgjast með spilamennsku heimastúlkna. Thelma Dís fór fyrir sínu liði og skoraði 14 stig. Keflavík var að spila frábæran körfubolta og vann fyrsta leikhluta með 14 stigum 28-14. Gestirnir virtust ætla sýna hvað í þeim bjó í öðrum leikhluta og staðan var orðin 28-20 eftir tvær mínútur. En ekki leið á löngu þangað til heimastúlkur voru aftur komnar með 13 stiga forskot. Birna kom sterk inná fyrir Keflavík og skilaði 7 stigum. Leikhlutinn enda með 14 stiga mun fyrir Keflavík 46-32. Í þriðja leikhluta var lítið um fína drætti. Bæði liðin voru að spila flotta vörn en hinsvegar var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska hjá hvoru liði. Keflavíkurstúlkur héldu 12 stiga forystu eftir leikhlutan, 62-51. Sama var upp á teningnum í byrjun fjórða leikhluta. Um miðjan leikhluta skiptu gestirnir í svæðisvörn. Heimastúlkur voru í smá barsli fyrst en síðan heldu þær sama striki og sigldu sigrinum í höfn. Endaði leikurinn með 18 stiga sigri heimakvenna, 84-66.Keflavík-Grindavík 84-66 (28-14, 18-18, 17-19, 21-15)Keflavík: Dominique Hudson 30/8 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 18, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/10 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Irena Sól Jónsdóttir 2.Grindavík: Ashley Grimes 20/10 fráköst/9 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 14, Petrúnella Skúladóttir 11/4 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 7, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 2.Af hverju vann Keflavík? Liðsheildin hjá Keflavík er búin að vera frábær þetta tímabilið og eru þær löngu búnar að gera öllum grein fyrir því að þær ætla sér að komast í úrslitakeppnina. Sverrir Þór Sverrisson hefur getað dreift álaginu vel á milli leikmanna og allar skila sínu. Í góðri liðsheild koma alltaf fram afburðar leikmenn og erum við búin að kynnast mörgum efnilegum leikmönnum á þessu leikitímabili sem eru að spila sína fyrstu leiki með meistaraflokki.Bestu menn vallarins: Thelma Dís kom ótrúlega sterk inn í leikinn og skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta og kom heimastúlkum í forystuna sem þær héldu út allan leikinn. Hún endaði með 18 stig. Carmen Hudson fór einnig hamförum í leiknum og skilaði 30 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. Ashley Grimes var akvæðamest hjá gestunum og skilaði flottum tölum í dag. Hún skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og var með 9 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Hjá Grindavík var eins og engin vilji væri til staðar til að vinna leikinn. Það var engin stemning í hópum og þær voru frekar andlausar. Ekki vantar reynsluna eða getuna í liðið. Í varnaleiknum skiptu þær illa á skrínum og lítil sem engin hjálparvörn var til staðar.Tölfræði sem vakti athygli: Það vakti athygli í hálfleik að þrátt fyrir að Keflavík var með 14 stiga forystu höfðu þær ekki tekið eitt sóknarfrákast.Sverrir: Ætlum að nota fríð til að bæta okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með spilamennsku síns liðs. „Ég var mjög sáttur, frábær barátta, grimmd og ákefð. Liðið fylgdi planinu fyrir leik. Ég er svolítið sáttur,“ sagði Sverrir. Sverrir ætlar að nýta fríið vel og bæta ákveðna hluti í leik liðsins. „Það er langt frí framundan og við ætlum að nota það frí til að bæta hluti sem við viljum bæta. „Ég vona að einhverjar af mínum stelpur verði í 12 manna hópnum. Ég vona að það vanti nokkrar stelpur í æfingar hjá mér í fríinu,“ sagði Sverrir sem er ánægður með að sínar stelpur sem voru valdar í landsliðið.Bjarni: Náðum ekki að gera spennandi leik Bjarni Magnússon, þjálfari Grindavíkur, var ekki nógu ánægður með fyrsta leikhlutann hjá sínu liði. „Við byrjuðum hörmulega. Öll plön fór í vaskinn í fyrsta leikhluta,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó geta tekið jákvæða punkta út úr leiknum. „Ég ætla að taka úr leiknum að við komum ákveðnar inn í annan leikhluta en náðum aldrei að minnka þetta nógu mikið til þess að gera þetta að spennandi leik. „Þannig er það þegar liðið er búið að tapa mikið af leikjum er liðið stundum fljótt að brotna og komu ekki nógu ákveðnar inn í leikinn. Við þurfum bara að vinna í því,“ sagði Bjarni.Thelma: Við erum allar búnar að stíga upp Thelma Dís Ágústsdóttir var frábær hjá Keflavík í dag og þakkaði varnarleiknum sigurinn. „Ég held að vörnin hafi skilað sigrinum í dag. Við spiluðum góða vörn og þær þurftu að taka erfið skot,“ sagði Thelma sátt þegar hún er að fara einbeita sér að landsliðsverkefni. Liðsheildin hjá ungu liði Keflavíkur skín í hverjum leik. „Þegar leikmenn fara þá þurfa aðrir að stíga upp og við erum allar búnar að gera það,“ sagði Thelma. Dominos-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Í dag mættust tvö af Suðurnesjaliðinum, Keflavík og Grindavík í hörku leik þar sem Keflavík hafði betur, 84-66. Þetta er í annað skiptið sem þessi tvö lið mættust á leiktíðinni. Í fyrri leiknum höfðu gestirnir betur í Grindavík 65-89. Ungt lið Keflavíkur hefur komið skemmtilega á óvart þennan veturinn. Stelpurnar eru búnar að spila glimrandi vel og deila fyrsta sætinu með Snæfell. Velgengni Keflavíkurliðsins hefur skilað sér inn í landsliðið. Þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir voru valdnar í 15 manna æfingarhóp fyrir síðustu 2 leiki liðsins í undankeppni EM 2017. Grindavík situr hinsvegar á botni deildarinnar með 4 stig. Það hefur lítið gengið upp hjá Grindavíkurstúlkum og búið að skipta um þjálfara. Í fyrsta leik hjá nýjum þjálfara, Bjarna Magnússyni sýndu stelpurnar sitt rétta andlit og unnu Njarðvík í 16. liða úrslitum Maltbikarsins. En töpuðu síðan næsta leik á móti Haukum. Keflavíkurstúlkur byrjuðu fyrsta leikhluta frábærlega og komust í 15-4. Gestirnir höfðu engan áhuga á að spila vörn og var ótrúlegt að fylgjast með spilamennsku heimastúlkna. Thelma Dís fór fyrir sínu liði og skoraði 14 stig. Keflavík var að spila frábæran körfubolta og vann fyrsta leikhluta með 14 stigum 28-14. Gestirnir virtust ætla sýna hvað í þeim bjó í öðrum leikhluta og staðan var orðin 28-20 eftir tvær mínútur. En ekki leið á löngu þangað til heimastúlkur voru aftur komnar með 13 stiga forskot. Birna kom sterk inná fyrir Keflavík og skilaði 7 stigum. Leikhlutinn enda með 14 stiga mun fyrir Keflavík 46-32. Í þriðja leikhluta var lítið um fína drætti. Bæði liðin voru að spila flotta vörn en hinsvegar var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska hjá hvoru liði. Keflavíkurstúlkur héldu 12 stiga forystu eftir leikhlutan, 62-51. Sama var upp á teningnum í byrjun fjórða leikhluta. Um miðjan leikhluta skiptu gestirnir í svæðisvörn. Heimastúlkur voru í smá barsli fyrst en síðan heldu þær sama striki og sigldu sigrinum í höfn. Endaði leikurinn með 18 stiga sigri heimakvenna, 84-66.Keflavík-Grindavík 84-66 (28-14, 18-18, 17-19, 21-15)Keflavík: Dominique Hudson 30/8 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 18, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/10 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Irena Sól Jónsdóttir 2.Grindavík: Ashley Grimes 20/10 fráköst/9 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 14, Petrúnella Skúladóttir 11/4 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 7, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 2.Af hverju vann Keflavík? Liðsheildin hjá Keflavík er búin að vera frábær þetta tímabilið og eru þær löngu búnar að gera öllum grein fyrir því að þær ætla sér að komast í úrslitakeppnina. Sverrir Þór Sverrisson hefur getað dreift álaginu vel á milli leikmanna og allar skila sínu. Í góðri liðsheild koma alltaf fram afburðar leikmenn og erum við búin að kynnast mörgum efnilegum leikmönnum á þessu leikitímabili sem eru að spila sína fyrstu leiki með meistaraflokki.Bestu menn vallarins: Thelma Dís kom ótrúlega sterk inn í leikinn og skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta og kom heimastúlkum í forystuna sem þær héldu út allan leikinn. Hún endaði með 18 stig. Carmen Hudson fór einnig hamförum í leiknum og skilaði 30 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. Ashley Grimes var akvæðamest hjá gestunum og skilaði flottum tölum í dag. Hún skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og var með 9 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Hjá Grindavík var eins og engin vilji væri til staðar til að vinna leikinn. Það var engin stemning í hópum og þær voru frekar andlausar. Ekki vantar reynsluna eða getuna í liðið. Í varnaleiknum skiptu þær illa á skrínum og lítil sem engin hjálparvörn var til staðar.Tölfræði sem vakti athygli: Það vakti athygli í hálfleik að þrátt fyrir að Keflavík var með 14 stiga forystu höfðu þær ekki tekið eitt sóknarfrákast.Sverrir: Ætlum að nota fríð til að bæta okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með spilamennsku síns liðs. „Ég var mjög sáttur, frábær barátta, grimmd og ákefð. Liðið fylgdi planinu fyrir leik. Ég er svolítið sáttur,“ sagði Sverrir. Sverrir ætlar að nýta fríið vel og bæta ákveðna hluti í leik liðsins. „Það er langt frí framundan og við ætlum að nota það frí til að bæta hluti sem við viljum bæta. „Ég vona að einhverjar af mínum stelpur verði í 12 manna hópnum. Ég vona að það vanti nokkrar stelpur í æfingar hjá mér í fríinu,“ sagði Sverrir sem er ánægður með að sínar stelpur sem voru valdar í landsliðið.Bjarni: Náðum ekki að gera spennandi leik Bjarni Magnússon, þjálfari Grindavíkur, var ekki nógu ánægður með fyrsta leikhlutann hjá sínu liði. „Við byrjuðum hörmulega. Öll plön fór í vaskinn í fyrsta leikhluta,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó geta tekið jákvæða punkta út úr leiknum. „Ég ætla að taka úr leiknum að við komum ákveðnar inn í annan leikhluta en náðum aldrei að minnka þetta nógu mikið til þess að gera þetta að spennandi leik. „Þannig er það þegar liðið er búið að tapa mikið af leikjum er liðið stundum fljótt að brotna og komu ekki nógu ákveðnar inn í leikinn. Við þurfum bara að vinna í því,“ sagði Bjarni.Thelma: Við erum allar búnar að stíga upp Thelma Dís Ágústsdóttir var frábær hjá Keflavík í dag og þakkaði varnarleiknum sigurinn. „Ég held að vörnin hafi skilað sigrinum í dag. Við spiluðum góða vörn og þær þurftu að taka erfið skot,“ sagði Thelma sátt þegar hún er að fara einbeita sér að landsliðsverkefni. Liðsheildin hjá ungu liði Keflavíkur skín í hverjum leik. „Þegar leikmenn fara þá þurfa aðrir að stíga upp og við erum allar búnar að gera það,“ sagði Thelma.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum