Ætti ekki að velja leikmenn í bandaríska landsliðið sem eru fæddir utan Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 16:58 Aron Jóhannsson í leik með bandaríska landsliðinu. Vísir/Getty Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. Eftir slæmt tap bandaríska landsliðsins á móti Kosta Ríka í undankeppni HM er hinsvegar farið að hitna undir Klinsmann. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við starfið er Bruce Arena, fyrrum þjálfari bandaríska landsliðsins. Nú er stóra spurningin hvort Arena geti staðið við stóru orðin sín. Bruce Arena hefur sterkar skoðanir þegar kemur að þeim leikmönnum sem bandarísk tengsl sem Klinsmann hefur „safnað“ víðsvegar að úr Evrópu. Leikmennirnir sem um ræðir eiga annaðhvort eitt bandarískt foreldri eða önnur sterk tengsl þótt að þeir hafi flestir alist upp í Þýskalandi eða öðrum Evrópulöndum. „Landsliðmenn okkar eiga að vera bandarískir. Ef þeir eru fæddir í öðrum löndum þá erum við ekkert að bæta okkur,“ sagði Bruce Arena í viðtali við tímarit ESPN árið 2013. CBS fjallaði um þetta. Aron er bara einn af mörgum leikmönnum bandaríska landsliðsins í dag sem hafa spilað unglingalandsliðum annarra þjóða en síðan ákveðið að spila með bandaríska landsliðinu. Í síðasta hóp var einn leikmaður bandaríska landsliðsins fæddur í Mexíkó, einn fæddist í Englandi og fjórir fæddust í Þýskalandi. Bruce Arena ætti samt að geta valið Aron því Aron fæddist í Mobile í Alabama fylki þótt að hann hafi eytt flestum uppvaxtarárum sínum á Íslandi. Bruce Arena stillti upp á sínum tíma leikmönnum sem voru fæddir utan Bandaríkjanna. Fimm leikmenn í HM-hóp hans árið 2002 fæddust ekki í Bandaríkjunum. Það er því allt eins líklegt að hann sjái eftir orðum sínum frá því fyrir þremur árum. Jürgen Klinsmann er ennþá þjálfari bandaríska landsliðsins og það þarf náttúrulega að breytast fyrst áður en Bruce Arena fær starfið. Aron Jóhannsson var í hópnum í síðustu leikjum liðsins í undankeppninni en fékk ekki eina einustu mínútu. Framtíð hans í bandaríska landsliðinu er því hvort sem er allt annað en örugg verði Klinsmann áfram þjálfari liðsins. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Í beinni: Breiðablik - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira
Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. Eftir slæmt tap bandaríska landsliðsins á móti Kosta Ríka í undankeppni HM er hinsvegar farið að hitna undir Klinsmann. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við starfið er Bruce Arena, fyrrum þjálfari bandaríska landsliðsins. Nú er stóra spurningin hvort Arena geti staðið við stóru orðin sín. Bruce Arena hefur sterkar skoðanir þegar kemur að þeim leikmönnum sem bandarísk tengsl sem Klinsmann hefur „safnað“ víðsvegar að úr Evrópu. Leikmennirnir sem um ræðir eiga annaðhvort eitt bandarískt foreldri eða önnur sterk tengsl þótt að þeir hafi flestir alist upp í Þýskalandi eða öðrum Evrópulöndum. „Landsliðmenn okkar eiga að vera bandarískir. Ef þeir eru fæddir í öðrum löndum þá erum við ekkert að bæta okkur,“ sagði Bruce Arena í viðtali við tímarit ESPN árið 2013. CBS fjallaði um þetta. Aron er bara einn af mörgum leikmönnum bandaríska landsliðsins í dag sem hafa spilað unglingalandsliðum annarra þjóða en síðan ákveðið að spila með bandaríska landsliðinu. Í síðasta hóp var einn leikmaður bandaríska landsliðsins fæddur í Mexíkó, einn fæddist í Englandi og fjórir fæddust í Þýskalandi. Bruce Arena ætti samt að geta valið Aron því Aron fæddist í Mobile í Alabama fylki þótt að hann hafi eytt flestum uppvaxtarárum sínum á Íslandi. Bruce Arena stillti upp á sínum tíma leikmönnum sem voru fæddir utan Bandaríkjanna. Fimm leikmenn í HM-hóp hans árið 2002 fæddust ekki í Bandaríkjunum. Það er því allt eins líklegt að hann sjái eftir orðum sínum frá því fyrir þremur árum. Jürgen Klinsmann er ennþá þjálfari bandaríska landsliðsins og það þarf náttúrulega að breytast fyrst áður en Bruce Arena fær starfið. Aron Jóhannsson var í hópnum í síðustu leikjum liðsins í undankeppninni en fékk ekki eina einustu mínútu. Framtíð hans í bandaríska landsliðinu er því hvort sem er allt annað en örugg verði Klinsmann áfram þjálfari liðsins.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Í beinni: Breiðablik - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn