Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 2-0 | Sterkur heimasigur hjá Valskonum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 22:00 Úr fyrri leik liðanna. Vísir/Ernir Valskonur saxa á forskot liðanna fyrir ofan sig í Pepsi deild kvenna eftir sterkan 2-0 sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn af krafti og áttu flest fyrstu færi leiksins. Fanndís Friðriksdóttir átti gott skot á markið strax á fimmtu mínútu og var svo ógnandi áfram, en sást síðan ekki mikið eftir því sem leið á hálfleikinn. Lítið hafði sést til sóknarmanna Vals þar til upp úr þurru voru þær komnar þrjár á tvær og Hlín fékk boltann alein inni í teig og smurði boltanum þægilega í markið. Eftir mark Vals var allt annar bragur á leiknum. Þær tóku völdin á vellinum og þó grænklæddir gestirnir væru meira með boltann þá gerðu þær ekki mikið við hann og Valskonur réðu við allar þeirra aðgerðir. Gestirnir komu af krafti út úr klefanum og byrjuðu seinni hálfleikinn vel. Þær náðu hins vegar aldrei að ógna Söndru Sigurðardóttur að ráði í marki Vals. Valskonur leyfðu þeim að vera meira með boltann og beittu skyndisóknum. Elín Metta Jensen, sem bar fyrirliðaband Vals í dag, innsiglaði svo sigurinn þegar hún skoraði glæsilegt mark eftir frábært einstaklingsframtak inn á teig Breiðabliks úr innkasti frá Pálu Marie Einarsdóttur. Hún hafði áður átt tvö dauðafæri í leiknum og var kominn tími til að hún setti boltann á markið.Afhverju vann Valur? Þær voru einfaldlega betri aðilinn í dag. Varnarlínan stóð sig gífurlega vel og sá við öllum aðgerðum Breiðabliks. Valskonur sóttu mjög vel í dag og áttu mun meira af hættulegum færum heldur en Blikar.Hverjir stóðu upp úr? Öll varnarlína Vals á mikið hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu í dag. Elín Metta var mjög hættuleg en fór illa með tvö dauðafæri. Laufey Björnsdóttir og Ariana Calderon stóðu sig einnig vel á miðjunni. Hjá Blikum voru það helst Rakel Hönnudóttir og Hildur Antonsdóttir sem stóðu upp úr.Hvað gekk illa? Sóknarlína Breiðabliks sást varla í leiknum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir virtust ósýnilegar drungann af leiknum, og þó Fanndís Friðriksdóttir hafi verið nokkuð í boltanum þá voru aðgerðir hennar í dag ekki eins hættulegar og oft áður.Hvað gerist næst? Valskonur eiga leik gegn Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikarsins á sunnudaginn. Næsti deildarleikur er svo einnig gegn Stjörnunni, tvær ferðir í Garðabæinn á fjórum dögum hjá Val. Blikar gera sér ferð í Árbæinn á miðvikudaginn þar sem Fylkiskonur taka á móti þeim. Fylkir gerðu jafntefli við topplið Þórs/KA í dag og því verðugt verkefni fram undan hjá Blikum.Úlfur Blandon er þjálfari Valsvísir/ernirÚlfur: Langaði í þrjú stig og það sást Þjálfari Vals, Úlfur Blandon, var sáttur eftir sigurinn í kvöld. „Við ætluðum okkur að ná í þrjú stig í dag. Við spiluðum góðan fótbolta og náðum í stigin sem okkur langaði í, og það sást hérna að okkur langaði í þessi stig.“ „Við erum bara að hugsa um einn leik í einu,“ sagði Úlfur aðspurður út í hvort hann sjái enn möguleika á titlinum eftir að öll liðin fyrir ofan Val gerðu jafntefli í kvöld, að Blikum undanskildum. „Það er bara gamla klisjan, einn leik í einu, og hafa gaman af þessu og spila flottan fótbolta fyrir þá sem mættu á leikinn. Feikilega ánægður með stuðninginn í dag.“ Valskonur voru mun sterkari allan leikinn og var Úlfur ánægður með frammistöðu liðsins. „Feikilega stoltur af liðinu í dag. Við vorum duglegar varnarlega og héldum boltanum vel sóknarlega. Mér fannst við eiga ansi góðan dag í dag.“Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika.vísir/eyþórÞorsteinn: Áttu ekki nokkurn skapaðan hlut skilið úr leiknum „Vonbrigði hvað við vorum lélegar í dag,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. Hann sagði liðið ekki hafa átt nokkurn skapaðan hlut skilið úr þessum leik. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis í dag sagði Þorsteinn: „Ég hef ekki hugmynd um það. Vorum bara léleg frá A til Ö. Við gátum ekki neitt.“ Þorsteinn vildi þó ekki kenna langa fríinu á deildinni um lélega frammistöðu í dag. „Þetta hefur auðvitað alltaf einhver áhrif, en bæði liðin voru í fríi. Valsliðið leit bara miklu betur út. Við reyndar gáfum þeim fyrsta markið og þá gátu þær haldið áfram í skipulaginu að liggja til baka og beita skyndisóknum.“Elín Metta skoraði fyrir Valskonur í kvöld.vísir/ernirElín Metta: Fínt að setja hann í lokin „Ég er mjög ánægð með liðið mitt í dag, við stóðum okkur mjög vel,“ sagði Elín Metta Jensen, fyrirliði Vals. „Mér fannst við berjast allan tímann, við náðum að halda einbeitingu í 90 mínútur. Er pínu stolt af liðinu.“ Elín Metta fór illa með tvö færi í leiknum og gat ekki annað en bætt upp fyrir það í markinu. „Ég hélt bara áfram, bjó reyndar til annað dauðafærið sjálf svo ég var fljót að gleyma því, en jú það var fínt að ná að setja hann þarna í lokin.“ Valur fer tvær ferðir í Garðabæinn á næstu dögum og lýst Elínu vel á það. „Ég held við séum mjög stemmdar fyrir þann leik. Eins og sást þá er góð stemming á vellinum.“ Pepsi Max-deild kvenna
Valskonur saxa á forskot liðanna fyrir ofan sig í Pepsi deild kvenna eftir sterkan 2-0 sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn af krafti og áttu flest fyrstu færi leiksins. Fanndís Friðriksdóttir átti gott skot á markið strax á fimmtu mínútu og var svo ógnandi áfram, en sást síðan ekki mikið eftir því sem leið á hálfleikinn. Lítið hafði sést til sóknarmanna Vals þar til upp úr þurru voru þær komnar þrjár á tvær og Hlín fékk boltann alein inni í teig og smurði boltanum þægilega í markið. Eftir mark Vals var allt annar bragur á leiknum. Þær tóku völdin á vellinum og þó grænklæddir gestirnir væru meira með boltann þá gerðu þær ekki mikið við hann og Valskonur réðu við allar þeirra aðgerðir. Gestirnir komu af krafti út úr klefanum og byrjuðu seinni hálfleikinn vel. Þær náðu hins vegar aldrei að ógna Söndru Sigurðardóttur að ráði í marki Vals. Valskonur leyfðu þeim að vera meira með boltann og beittu skyndisóknum. Elín Metta Jensen, sem bar fyrirliðaband Vals í dag, innsiglaði svo sigurinn þegar hún skoraði glæsilegt mark eftir frábært einstaklingsframtak inn á teig Breiðabliks úr innkasti frá Pálu Marie Einarsdóttur. Hún hafði áður átt tvö dauðafæri í leiknum og var kominn tími til að hún setti boltann á markið.Afhverju vann Valur? Þær voru einfaldlega betri aðilinn í dag. Varnarlínan stóð sig gífurlega vel og sá við öllum aðgerðum Breiðabliks. Valskonur sóttu mjög vel í dag og áttu mun meira af hættulegum færum heldur en Blikar.Hverjir stóðu upp úr? Öll varnarlína Vals á mikið hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu í dag. Elín Metta var mjög hættuleg en fór illa með tvö dauðafæri. Laufey Björnsdóttir og Ariana Calderon stóðu sig einnig vel á miðjunni. Hjá Blikum voru það helst Rakel Hönnudóttir og Hildur Antonsdóttir sem stóðu upp úr.Hvað gekk illa? Sóknarlína Breiðabliks sást varla í leiknum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir virtust ósýnilegar drungann af leiknum, og þó Fanndís Friðriksdóttir hafi verið nokkuð í boltanum þá voru aðgerðir hennar í dag ekki eins hættulegar og oft áður.Hvað gerist næst? Valskonur eiga leik gegn Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikarsins á sunnudaginn. Næsti deildarleikur er svo einnig gegn Stjörnunni, tvær ferðir í Garðabæinn á fjórum dögum hjá Val. Blikar gera sér ferð í Árbæinn á miðvikudaginn þar sem Fylkiskonur taka á móti þeim. Fylkir gerðu jafntefli við topplið Þórs/KA í dag og því verðugt verkefni fram undan hjá Blikum.Úlfur Blandon er þjálfari Valsvísir/ernirÚlfur: Langaði í þrjú stig og það sást Þjálfari Vals, Úlfur Blandon, var sáttur eftir sigurinn í kvöld. „Við ætluðum okkur að ná í þrjú stig í dag. Við spiluðum góðan fótbolta og náðum í stigin sem okkur langaði í, og það sást hérna að okkur langaði í þessi stig.“ „Við erum bara að hugsa um einn leik í einu,“ sagði Úlfur aðspurður út í hvort hann sjái enn möguleika á titlinum eftir að öll liðin fyrir ofan Val gerðu jafntefli í kvöld, að Blikum undanskildum. „Það er bara gamla klisjan, einn leik í einu, og hafa gaman af þessu og spila flottan fótbolta fyrir þá sem mættu á leikinn. Feikilega ánægður með stuðninginn í dag.“ Valskonur voru mun sterkari allan leikinn og var Úlfur ánægður með frammistöðu liðsins. „Feikilega stoltur af liðinu í dag. Við vorum duglegar varnarlega og héldum boltanum vel sóknarlega. Mér fannst við eiga ansi góðan dag í dag.“Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika.vísir/eyþórÞorsteinn: Áttu ekki nokkurn skapaðan hlut skilið úr leiknum „Vonbrigði hvað við vorum lélegar í dag,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. Hann sagði liðið ekki hafa átt nokkurn skapaðan hlut skilið úr þessum leik. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis í dag sagði Þorsteinn: „Ég hef ekki hugmynd um það. Vorum bara léleg frá A til Ö. Við gátum ekki neitt.“ Þorsteinn vildi þó ekki kenna langa fríinu á deildinni um lélega frammistöðu í dag. „Þetta hefur auðvitað alltaf einhver áhrif, en bæði liðin voru í fríi. Valsliðið leit bara miklu betur út. Við reyndar gáfum þeim fyrsta markið og þá gátu þær haldið áfram í skipulaginu að liggja til baka og beita skyndisóknum.“Elín Metta skoraði fyrir Valskonur í kvöld.vísir/ernirElín Metta: Fínt að setja hann í lokin „Ég er mjög ánægð með liðið mitt í dag, við stóðum okkur mjög vel,“ sagði Elín Metta Jensen, fyrirliði Vals. „Mér fannst við berjast allan tímann, við náðum að halda einbeitingu í 90 mínútur. Er pínu stolt af liðinu.“ Elín Metta fór illa með tvö færi í leiknum og gat ekki annað en bætt upp fyrir það í markinu. „Ég hélt bara áfram, bjó reyndar til annað dauðafærið sjálf svo ég var fljót að gleyma því, en jú það var fínt að ná að setja hann þarna í lokin.“ Valur fer tvær ferðir í Garðabæinn á næstu dögum og lýst Elínu vel á það. „Ég held við séum mjög stemmdar fyrir þann leik. Eins og sást þá er góð stemming á vellinum.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti