Evrópumeistararnir ekki í vandræðum með Deportivo Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 22:15 Sergio Ramos. Vísir/Getty Real Madrid virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að vinna leiki án stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo. Evrópumeistararnir mættu til leiks í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið fór í heimsókn til Deportivo. Gareth Bale kom gestunum yfir á 20. mínútu þegar Ruben ver skot frá Luka Modric beint í lappirnar á Karim Benzema sem kemur boltanum á Bale og eftirleikurinn auðveldur fyrir Walesverjann. Casemiro bætti svo öðru marki við á 27. mínútu þegar Marcelo á frábæra sendingu inn í teig og Casemiro er fyrstur í boltann og kemur honum í netið. Einhverjir kölluðu eftir rangstöðu á Casemiro en dómarinn dæmdi ekki. Það sauð svo heldur betur upp úr á 53. mínútu þegar Sergio Ramos treður hendinni á sér í andlitið á Fabian Schar. Þar hefði Ramos hæglega getað fengið rautt spjald, en dómari leiksins sýndi fyrirliða Madrid aðeins gult. Toni Kroos tryggði svo sigur Evrópumeistaranna á 62. mínútu þegar hann skoraði eftir frábæran undirbúning Gareth Bale. Heimamenn í Deportivo fengu svo upplagt tækifæri til að klóra aðeins í bakkann þegar Dani Carvajal braut á sér inn í eigin vítateig og Deportivo fékk dæmda vítaspyrnu á 88. mínútu. Florin Andone skaut hins vegar framhjá í spyrnunni, en Keylor Navas gæti hafa komið fingrum í boltann og stýrt skotinu framhjá. Sergio Ramos fékk sitt annað gula spjald undir lok uppbótartímans og þurfti að fara snemma til búningsherbergja. En það var of seint fyrir heimamenn til að gera sér mat úr liðsmuninum, Real Madrid fór með 3-0 sigur af velli. Spænski boltinn
Real Madrid virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að vinna leiki án stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo. Evrópumeistararnir mættu til leiks í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið fór í heimsókn til Deportivo. Gareth Bale kom gestunum yfir á 20. mínútu þegar Ruben ver skot frá Luka Modric beint í lappirnar á Karim Benzema sem kemur boltanum á Bale og eftirleikurinn auðveldur fyrir Walesverjann. Casemiro bætti svo öðru marki við á 27. mínútu þegar Marcelo á frábæra sendingu inn í teig og Casemiro er fyrstur í boltann og kemur honum í netið. Einhverjir kölluðu eftir rangstöðu á Casemiro en dómarinn dæmdi ekki. Það sauð svo heldur betur upp úr á 53. mínútu þegar Sergio Ramos treður hendinni á sér í andlitið á Fabian Schar. Þar hefði Ramos hæglega getað fengið rautt spjald, en dómari leiksins sýndi fyrirliða Madrid aðeins gult. Toni Kroos tryggði svo sigur Evrópumeistaranna á 62. mínútu þegar hann skoraði eftir frábæran undirbúning Gareth Bale. Heimamenn í Deportivo fengu svo upplagt tækifæri til að klóra aðeins í bakkann þegar Dani Carvajal braut á sér inn í eigin vítateig og Deportivo fékk dæmda vítaspyrnu á 88. mínútu. Florin Andone skaut hins vegar framhjá í spyrnunni, en Keylor Navas gæti hafa komið fingrum í boltann og stýrt skotinu framhjá. Sergio Ramos fékk sitt annað gula spjald undir lok uppbótartímans og þurfti að fara snemma til búningsherbergja. En það var of seint fyrir heimamenn til að gera sér mat úr liðsmuninum, Real Madrid fór með 3-0 sigur af velli.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti