Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 85-83 | Valskonur unnu toppslaginn Þór Símon Hafþórsson skrifar 1. nóvember 2017 22:00 Það var hart barist í leiknum í kvöld. vísir/eyþór Valur fékk Stjörnuna í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld í hörkuleik í Dominos deild kvenna. Áhorfendur fengu allt fyrir peninginn sinn en úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins er Valur sigraði, 85-83. Leikurinn var tiltölulega jafn framan af en þó var Valur eilítið sterkari og fór því með góða forystu, 44-33, inn í hálfleik. Stjarnan kom þó sterkt til baka og þegar endalok leiksins færðust nær komst Stjarnan í fimm stiga forskot. Valur beit þó til baka og þegar tvær mínútur voru til leiksloka hafði taflið snúist við og Valur komið með fimm stiga forskot í staðinn. Stjarnan gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að jafna metin eða knýja fram sigur en allt kom fyrir ekki og lokatölur, 85-83, Val í vil sem stimplaði sig rækilega á topp deildarinnar.Afhverju vann Valur? Þetta Valslið er ekkert lamb að leika sér við og þær voru sterkari yfir allt nær allan leikinn. Stjarnan átti spretti en Vals stelpur voru heilt yfir jafngóðar allar 40 mínúturnar. Það er ekki að ástæðulausu að þetta Vals lið situr á toppi deildarinnar og nú eitt og sér eftir að Haukar töpuðu í kvöld gegn Skallagrím.Hverjir stóðu upp úr? Hallveig Jónsdóttir var óaðfinnanleg í kvöld og skoraði 28 stig og margar þeirra voru ansi myndarlegar körfur. Hjá Stjörnunni var Ragna Margrét frábær og tók 13 fráköst ásamt því að skora 20 stig. Dani Rodriquez skoraði 24 stig og átti 9 stoðsendingar en liðsheild Vals hélt betur og því sigur þeirra staðreynd.Hvað gekk illa? Lokamínúturnar voru skelfilegar hjá Stjörnunni. Stjarnan var með fimm stiga forskot þegar fjórði leikhluti var nálægt því að klárast en þá komu inn margar rangar ákvarðanir í sóknarleiknum og dass af klaufamistökum og skyndilega voru þær fimm stigum undir. Pétur Már talaði um eftir leik að þrátt fyrir að leggja upp kerfi virtust ekki allir leikmenn liðsins vita hvar og hvað þær ættu að gera og það leiddi að röngum ákvörðunum sem reyndust dýrar. Hvort það sé Pétri eða leikmönnum að kenna skiptir ekki öllu máli. Eina sem skiptir máli er að Stjarnan verður að gera betur.Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé og heilar þrjár vikur í næsta leik. Stjarnan mætir þá Haukum og Valur heimsækir Breiðablik.Valur-Stjarnan 85-83 (20-18, 24-15, 17-28, 24-22)Valur: Hallveig Jónsdóttir 28/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/5 fráköst/5 stolnir, Alexandra Petersen 13/5 fráköst/7 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 9/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 7/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4/4 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 23/5 fráköst/9 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 20/13 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 17/5 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 10/8 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 8/9 fráköst/4 varin skot, Jenný Harðardóttir 3, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 2, Aldís Erna Pálsdóttir 0, Valdís Ósk Óladóttir 0, Rakel Rós Ágústsdóttir 0, Linda Marín Kristjánsdóttir 0, Eyrún Embla Jónsdóttir 0.Darri Freyr: Ætlum líka að vera bestar í fríinu Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var að vonum ánægður í leikslok eftir háspennu sigur gegn Stjörnunni, 85-83. „Mér leið bara vel. Ég treysti þeim bara fyrir því að klára verkefnið og margar hverjar stigu upp í kvöld bæði í vörn og sókn.“ Hann viðurkenndi að þrátt fyrir góða frammistöðu heilt yfir hefði Valur hleypt Stjörnunni of oft aftur inn í leikinn og kenndi þar sérstaklega frammistöðunni í seinni hálfleik um. En Hallveig Jónsdóttir stóð þó fyrir sínu og aðspurður um frammistöðu hennar hrósaði Darri henni hástert. „Hún er búin að sýna nákvæmlega þetta í öllum leikjum tímabilsins. Mætir óhrædd og les vel í leikinn bæði í vörn og sókn. Hún er algjör leiðtogi í okkar hóp.“ Valur situr á toppi deildarinnar með 12 stig og segir Darri þá tilfinningu vera góða. Hann bætti þó við að þessi staðreynd breytti engu um markmið liðsins og segir að það megi afskaplega lítið út af bregða í jafn sterkri deild. „Markmið okkar breytist ekkert með þessu. Við ætlum að vera allvega í topp fjórum eftir lokaumferðina og byrja svo upp á nýtt þegar úrslitakeppnin byrjar.“ Núna tekur við landsleikjahlé og er Darri fastur á því að stelpurnar leggi sig jafn mikið fram á æfingasvæðinu og í leikjum. „Við viljum auðvitað spila fullt af leikjum en við trúum líka á að undirbúa okkur vel á æfingagólfinu og leggja okkur fram þar alveg eins og í leikjum. Við ætlum bara að vera bestar í fríinu líka.“vísir/eyþórPétur Már: Vorum klaufar „Þetta var svekkjandi. Við vorum 5-6 stigum yfir þegar það voru þrjár mínútur eftir og vorum klaufar í öllum sóknaraðgerðum og allt í einu erum við fimm stigum undir,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sárt tap gegn Val, 85-83. „Við spiluðum vel í seinni hálfleik. Vorum þéttar þá en það komu sprettir inn á milli sem eiga ekki að gerast. Tveggja mínútna kaflar, hér og þar, þar sem leikurinn snýst við.“ Stjarnan var með fimm stiga forskot er 3 mínútur voru eftir af leiknum en þökk sé klaufagangi og mistökum snéri Valur taflinu við og Stjarnan skyndilega fimm stigum undir. „Gera betri árásir. Vorum að stilla upp í kerfi þar sem leikmenn vissu ekki hvar þær áttu að vera. Ég þarf bara að skoða þetta aftur og fara yfir þetta,“ sagði Pétur aðspurður hvað hann hefði viljað gera öðruvísi á lokamínútunum. Það munaði um Rögnu Margréti inn á vellinum en með hana inn á sigraði Stjarnan lið Vals með níu stigum en án hennar skoraði Valur 20 stigum meir. „Ég treysti þeim leikmönnum sem spila. Hún var inn á meira og minna allann fyrri hálfleik og ég verð að hvíla leikmenn. Annars er bara voðinn vís í 28 leikja deild.“ Hann segir deildina sterka og að Stjarnan muni þurfa á öllum sínum kröftum ætli liðið sér að fara í úrslitakeppnina. „Deildin er sterk og það þarf bara að undirbúa hvern einasta leik eins og maður sé að fara í stríð.“Hallveig Jónsdóttir: Vorum drullugóðar „Mér fannst við bara drullugóðar,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, leikmaður Vals, sem átti stórleik í kvöld er hún skoraði 28 stig. „Við byrjuðum svolítið aulalega en það sýnir bara karakter að klára svona jafna leiki og við gerðum það bara vel í kvöld,“ sagði Hallveig en Valur sigraði leikinn, 85-83, í sannkölluðum háspennuleik. Stelpurnar í Val komust trekk í trekk í góða forystu en áttu það til að hleypa Stjörnunni aftur og aftur inn í leikinn. „Við eigum þetta til. Að gera áhlaup og í stað þess að halda því áfram þá missum við það niður. Við greinilega viljum bara hafa þetta nógu spennandi,“ sagði Hallveig og hló enda má hún það en liðið situr á toppi deildarinnar með 12 stig. Landsleikjahlé er nú framundan í deildinni og er Hallveig í landsliðshópnum og kveðst hún vera tilbúin í slaginn. „Heldur betur. Vonandi fær maður bara að vera með.“Ragna Margrét: Hélt við myndum taka þetta „Mér leið eins og við værum að fara að taka þetta,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir sárt, 85-83, tap gegn Val. Stjörnustelpur áttu erfitt uppdráttar þegar Ragna Margrét sat á bekknum en með hana inn á sigraði Stjarnan lið Vals með níu stigum en án hennar inn á vellinum sigraði Valur með 20 stigum. „Ég spái ekkert í tölfræði. Þú verður bara að spyrja Pétur að þessu,“ sagði Ragna og vísar þá til Péturs Má sem er þjálfari liðsins. Baráttan er hörð um sæti í úrslitakeppninni en einungis fjögur efstu liðin fá sæti í henni og er baráttan mjög hörð. Aðspurð um baráttuna sem framundan er var Ragna ekki í vafa. „Ég ætla bara að vona að við verðum þar.“Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók myndirnar hér fyrir neðan.Pétur Már Sigurðsson ræðir við sínar stúlkur.vísir/eyþórDarri Freyr Atlason er með sínar stúlkur á toppi Domino's deildar kvenna.vísir/eyþórHallveig Jónsdóttir keyrir að körfunni.vísir/eyþór Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma Snæfells | Tyson-Thomas í stuði Snæfell vann ótrúlegan endurkomusigur á Breiðabliki, 85-89, í Smáranum í 7. umferð Domino's deildar kvenna í kvöld. 1. nóvember 2017 20:41
Valur fékk Stjörnuna í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld í hörkuleik í Dominos deild kvenna. Áhorfendur fengu allt fyrir peninginn sinn en úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins er Valur sigraði, 85-83. Leikurinn var tiltölulega jafn framan af en þó var Valur eilítið sterkari og fór því með góða forystu, 44-33, inn í hálfleik. Stjarnan kom þó sterkt til baka og þegar endalok leiksins færðust nær komst Stjarnan í fimm stiga forskot. Valur beit þó til baka og þegar tvær mínútur voru til leiksloka hafði taflið snúist við og Valur komið með fimm stiga forskot í staðinn. Stjarnan gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að jafna metin eða knýja fram sigur en allt kom fyrir ekki og lokatölur, 85-83, Val í vil sem stimplaði sig rækilega á topp deildarinnar.Afhverju vann Valur? Þetta Valslið er ekkert lamb að leika sér við og þær voru sterkari yfir allt nær allan leikinn. Stjarnan átti spretti en Vals stelpur voru heilt yfir jafngóðar allar 40 mínúturnar. Það er ekki að ástæðulausu að þetta Vals lið situr á toppi deildarinnar og nú eitt og sér eftir að Haukar töpuðu í kvöld gegn Skallagrím.Hverjir stóðu upp úr? Hallveig Jónsdóttir var óaðfinnanleg í kvöld og skoraði 28 stig og margar þeirra voru ansi myndarlegar körfur. Hjá Stjörnunni var Ragna Margrét frábær og tók 13 fráköst ásamt því að skora 20 stig. Dani Rodriquez skoraði 24 stig og átti 9 stoðsendingar en liðsheild Vals hélt betur og því sigur þeirra staðreynd.Hvað gekk illa? Lokamínúturnar voru skelfilegar hjá Stjörnunni. Stjarnan var með fimm stiga forskot þegar fjórði leikhluti var nálægt því að klárast en þá komu inn margar rangar ákvarðanir í sóknarleiknum og dass af klaufamistökum og skyndilega voru þær fimm stigum undir. Pétur Már talaði um eftir leik að þrátt fyrir að leggja upp kerfi virtust ekki allir leikmenn liðsins vita hvar og hvað þær ættu að gera og það leiddi að röngum ákvörðunum sem reyndust dýrar. Hvort það sé Pétri eða leikmönnum að kenna skiptir ekki öllu máli. Eina sem skiptir máli er að Stjarnan verður að gera betur.Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé og heilar þrjár vikur í næsta leik. Stjarnan mætir þá Haukum og Valur heimsækir Breiðablik.Valur-Stjarnan 85-83 (20-18, 24-15, 17-28, 24-22)Valur: Hallveig Jónsdóttir 28/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/5 fráköst/5 stolnir, Alexandra Petersen 13/5 fráköst/7 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 9/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 7/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4/4 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 23/5 fráköst/9 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 20/13 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 17/5 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 10/8 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 8/9 fráköst/4 varin skot, Jenný Harðardóttir 3, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 2, Aldís Erna Pálsdóttir 0, Valdís Ósk Óladóttir 0, Rakel Rós Ágústsdóttir 0, Linda Marín Kristjánsdóttir 0, Eyrún Embla Jónsdóttir 0.Darri Freyr: Ætlum líka að vera bestar í fríinu Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var að vonum ánægður í leikslok eftir háspennu sigur gegn Stjörnunni, 85-83. „Mér leið bara vel. Ég treysti þeim bara fyrir því að klára verkefnið og margar hverjar stigu upp í kvöld bæði í vörn og sókn.“ Hann viðurkenndi að þrátt fyrir góða frammistöðu heilt yfir hefði Valur hleypt Stjörnunni of oft aftur inn í leikinn og kenndi þar sérstaklega frammistöðunni í seinni hálfleik um. En Hallveig Jónsdóttir stóð þó fyrir sínu og aðspurður um frammistöðu hennar hrósaði Darri henni hástert. „Hún er búin að sýna nákvæmlega þetta í öllum leikjum tímabilsins. Mætir óhrædd og les vel í leikinn bæði í vörn og sókn. Hún er algjör leiðtogi í okkar hóp.“ Valur situr á toppi deildarinnar með 12 stig og segir Darri þá tilfinningu vera góða. Hann bætti þó við að þessi staðreynd breytti engu um markmið liðsins og segir að það megi afskaplega lítið út af bregða í jafn sterkri deild. „Markmið okkar breytist ekkert með þessu. Við ætlum að vera allvega í topp fjórum eftir lokaumferðina og byrja svo upp á nýtt þegar úrslitakeppnin byrjar.“ Núna tekur við landsleikjahlé og er Darri fastur á því að stelpurnar leggi sig jafn mikið fram á æfingasvæðinu og í leikjum. „Við viljum auðvitað spila fullt af leikjum en við trúum líka á að undirbúa okkur vel á æfingagólfinu og leggja okkur fram þar alveg eins og í leikjum. Við ætlum bara að vera bestar í fríinu líka.“vísir/eyþórPétur Már: Vorum klaufar „Þetta var svekkjandi. Við vorum 5-6 stigum yfir þegar það voru þrjár mínútur eftir og vorum klaufar í öllum sóknaraðgerðum og allt í einu erum við fimm stigum undir,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sárt tap gegn Val, 85-83. „Við spiluðum vel í seinni hálfleik. Vorum þéttar þá en það komu sprettir inn á milli sem eiga ekki að gerast. Tveggja mínútna kaflar, hér og þar, þar sem leikurinn snýst við.“ Stjarnan var með fimm stiga forskot er 3 mínútur voru eftir af leiknum en þökk sé klaufagangi og mistökum snéri Valur taflinu við og Stjarnan skyndilega fimm stigum undir. „Gera betri árásir. Vorum að stilla upp í kerfi þar sem leikmenn vissu ekki hvar þær áttu að vera. Ég þarf bara að skoða þetta aftur og fara yfir þetta,“ sagði Pétur aðspurður hvað hann hefði viljað gera öðruvísi á lokamínútunum. Það munaði um Rögnu Margréti inn á vellinum en með hana inn á sigraði Stjarnan lið Vals með níu stigum en án hennar skoraði Valur 20 stigum meir. „Ég treysti þeim leikmönnum sem spila. Hún var inn á meira og minna allann fyrri hálfleik og ég verð að hvíla leikmenn. Annars er bara voðinn vís í 28 leikja deild.“ Hann segir deildina sterka og að Stjarnan muni þurfa á öllum sínum kröftum ætli liðið sér að fara í úrslitakeppnina. „Deildin er sterk og það þarf bara að undirbúa hvern einasta leik eins og maður sé að fara í stríð.“Hallveig Jónsdóttir: Vorum drullugóðar „Mér fannst við bara drullugóðar,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, leikmaður Vals, sem átti stórleik í kvöld er hún skoraði 28 stig. „Við byrjuðum svolítið aulalega en það sýnir bara karakter að klára svona jafna leiki og við gerðum það bara vel í kvöld,“ sagði Hallveig en Valur sigraði leikinn, 85-83, í sannkölluðum háspennuleik. Stelpurnar í Val komust trekk í trekk í góða forystu en áttu það til að hleypa Stjörnunni aftur og aftur inn í leikinn. „Við eigum þetta til. Að gera áhlaup og í stað þess að halda því áfram þá missum við það niður. Við greinilega viljum bara hafa þetta nógu spennandi,“ sagði Hallveig og hló enda má hún það en liðið situr á toppi deildarinnar með 12 stig. Landsleikjahlé er nú framundan í deildinni og er Hallveig í landsliðshópnum og kveðst hún vera tilbúin í slaginn. „Heldur betur. Vonandi fær maður bara að vera með.“Ragna Margrét: Hélt við myndum taka þetta „Mér leið eins og við værum að fara að taka þetta,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir sárt, 85-83, tap gegn Val. Stjörnustelpur áttu erfitt uppdráttar þegar Ragna Margrét sat á bekknum en með hana inn á sigraði Stjarnan lið Vals með níu stigum en án hennar inn á vellinum sigraði Valur með 20 stigum. „Ég spái ekkert í tölfræði. Þú verður bara að spyrja Pétur að þessu,“ sagði Ragna og vísar þá til Péturs Má sem er þjálfari liðsins. Baráttan er hörð um sæti í úrslitakeppninni en einungis fjögur efstu liðin fá sæti í henni og er baráttan mjög hörð. Aðspurð um baráttuna sem framundan er var Ragna ekki í vafa. „Ég ætla bara að vona að við verðum þar.“Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók myndirnar hér fyrir neðan.Pétur Már Sigurðsson ræðir við sínar stúlkur.vísir/eyþórDarri Freyr Atlason er með sínar stúlkur á toppi Domino's deildar kvenna.vísir/eyþórHallveig Jónsdóttir keyrir að körfunni.vísir/eyþór
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma Snæfells | Tyson-Thomas í stuði Snæfell vann ótrúlegan endurkomusigur á Breiðabliki, 85-89, í Smáranum í 7. umferð Domino's deildar kvenna í kvöld. 1. nóvember 2017 20:41
Ótrúleg endurkoma Snæfells | Tyson-Thomas í stuði Snæfell vann ótrúlegan endurkomusigur á Breiðabliki, 85-89, í Smáranum í 7. umferð Domino's deildar kvenna í kvöld. 1. nóvember 2017 20:41
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti