Umfjöllun: Skallagrímur - Valur 79-82 | Valssigur í Borgarnesi Gunnhildur Lind Hansdóttir skrifar 29. nóvember 2017 22:00 Alexandra Petersen skoraði 14 stig fyrir Val. Vísir/Eyþór Valur náði tveggja stiga forskoti á toppi Domino's deildar kvenna með 79-82 sigri á Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Leikurinn fór ágætlega af stað og voru bæði lið til alls líkleg. Skallagríms konur voru þó klaufar að klára færin sín undir körfunni á meðan Valskonur voru þolinmæðari í sínum aðgerðum. Á 5. mínútu lenti Sigrún Sjöfn illa á hægri öxl og datt úr lið. Leikur stöðvaðist í um 40 mínútur á meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Þetta var mikill missir fyrir heimakonur. Eftir þetta var andúmsloftið heldur öðruvísi. Valskonur leiddu eftir fyrsta fjórðung 14-23. Það var mun meiri kraftur í Skallagrími í upphafi annars leikhlutar. Þær voru áræðnar í sókn og spiluðu hörku vörn. Jóhanna var með sterka innkomu í leikhlutanum og skilaði flottum 12 stigum. Valskonur voru talsvert stöðugari í sókn og vörn og voru ekki að flýta sér of mikið. Gestirnir enduðu hálfleikinn sterkar og komu sér í góða stöðu, 45-31. Seinni hálfleikur var nokkuð svipaður fyrri fjórðungum. Gestgjafarnir byrjuðu sterkar en gestirnir betri að klára leikhlutann. Skallagrímskonur oft á tíðum kærulausar með boltann sem gerði þeim enn fremur erfitt í fjarveru Sigrúnar Sjafnar. Góð liðsheild, þolinmæði og skipulögð sókn lagði grunninn að verðskulduðum sigri hjá Valskonum. Af hverju vann Valur? Valskonur spiluðu fyrst og fremst sem heilsteypt lið. Þær voru aldrei að flýta sér. Í sókn voru þær rólegar þangað til rétta færið kom og í vörn voru þær skipulagðar og orkumiklar. Þetta hefði hins vegar líklega verið allt annar leikur hefði Sigrún Sjöfn ekki lent í óhappi með öxlina í upphafi leiks, en það setti ákveðið strik í reikninginn fyrir heimakonur, en það skal ekki taka það frá Valskonum að þær spiluðu vel í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Stigaskor dreifðist vel á milli Val. Alexandra var stigahæst með 14 stig, þar næst kom Dagbjört Dögg með 13 stig. Hallveig, Kristbjörg og Guðbjörg voru síðan með 12 stig hvor. Hjá Skallagrímskonum var Carmen stigahæst með 34 stig. Því næst kom Jóhanna Björk með 27 stig og steig hún svo sannarlega upp með Sigrúnu í burtu.Hvað gekk illa? Um leið og Sigrún meiddist þá leit þetta samstundis erfitt út fyrir Skallagrím. Gestgjafarnir byrjuðu flesta fjórðunga ákveðnar og líklegar til alls en áttu jafnframt erfitt að klára þá, enda kannski ekki við öðru að búast þar sem bekkurinn er heldur í þunna kantinum um þessar mundir. Alltof mikið var einnig um tapaða bolta og hefði mátt hugsa um hann betur.Hvað gerist næst? Næst komandi laugardag mun Valur taka á móti sterku liði Hauka á meðan Skallagrímur kíkja í heimsókn í Kópavoginn og spila á móti nýliðunum í Breiðarblik. Búast má við tveimur hörku leikjum. Dominos-deild karla
Valur náði tveggja stiga forskoti á toppi Domino's deildar kvenna með 79-82 sigri á Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Leikurinn fór ágætlega af stað og voru bæði lið til alls líkleg. Skallagríms konur voru þó klaufar að klára færin sín undir körfunni á meðan Valskonur voru þolinmæðari í sínum aðgerðum. Á 5. mínútu lenti Sigrún Sjöfn illa á hægri öxl og datt úr lið. Leikur stöðvaðist í um 40 mínútur á meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Þetta var mikill missir fyrir heimakonur. Eftir þetta var andúmsloftið heldur öðruvísi. Valskonur leiddu eftir fyrsta fjórðung 14-23. Það var mun meiri kraftur í Skallagrími í upphafi annars leikhlutar. Þær voru áræðnar í sókn og spiluðu hörku vörn. Jóhanna var með sterka innkomu í leikhlutanum og skilaði flottum 12 stigum. Valskonur voru talsvert stöðugari í sókn og vörn og voru ekki að flýta sér of mikið. Gestirnir enduðu hálfleikinn sterkar og komu sér í góða stöðu, 45-31. Seinni hálfleikur var nokkuð svipaður fyrri fjórðungum. Gestgjafarnir byrjuðu sterkar en gestirnir betri að klára leikhlutann. Skallagrímskonur oft á tíðum kærulausar með boltann sem gerði þeim enn fremur erfitt í fjarveru Sigrúnar Sjafnar. Góð liðsheild, þolinmæði og skipulögð sókn lagði grunninn að verðskulduðum sigri hjá Valskonum. Af hverju vann Valur? Valskonur spiluðu fyrst og fremst sem heilsteypt lið. Þær voru aldrei að flýta sér. Í sókn voru þær rólegar þangað til rétta færið kom og í vörn voru þær skipulagðar og orkumiklar. Þetta hefði hins vegar líklega verið allt annar leikur hefði Sigrún Sjöfn ekki lent í óhappi með öxlina í upphafi leiks, en það setti ákveðið strik í reikninginn fyrir heimakonur, en það skal ekki taka það frá Valskonum að þær spiluðu vel í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Stigaskor dreifðist vel á milli Val. Alexandra var stigahæst með 14 stig, þar næst kom Dagbjört Dögg með 13 stig. Hallveig, Kristbjörg og Guðbjörg voru síðan með 12 stig hvor. Hjá Skallagrímskonum var Carmen stigahæst með 34 stig. Því næst kom Jóhanna Björk með 27 stig og steig hún svo sannarlega upp með Sigrúnu í burtu.Hvað gekk illa? Um leið og Sigrún meiddist þá leit þetta samstundis erfitt út fyrir Skallagrím. Gestgjafarnir byrjuðu flesta fjórðunga ákveðnar og líklegar til alls en áttu jafnframt erfitt að klára þá, enda kannski ekki við öðru að búast þar sem bekkurinn er heldur í þunna kantinum um þessar mundir. Alltof mikið var einnig um tapaða bolta og hefði mátt hugsa um hann betur.Hvað gerist næst? Næst komandi laugardag mun Valur taka á móti sterku liði Hauka á meðan Skallagrímur kíkja í heimsókn í Kópavoginn og spila á móti nýliðunum í Breiðarblik. Búast má við tveimur hörku leikjum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti