Óli Jóh: FH er með þrjá landsliðsmenn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2019 15:00 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir að FH muni veita sínum mönnum harða samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. „FH-liðið er frábært og eitt það best skipaða í deildinni,“ sagði Ólafur er Hörður Magnússon spurði hann álits á Hafnarfjarðarliðinu í upphitunarþætti Pepsi Max-markanna í gær. „Auðvitað erum við betri en þeir. Ég get ekki sagt annað. En FH-liðið er vel mannað og betra en í fyrra. FH er með þrjá landsliðsmenn. Mér sýnist að FH-liðið sé betra en undanfarin ár,“ sagði Ólafur en nafni hans, Kristjánsson, þjálfari FH, var með honum í settinu. Þótt þrír færeyskir landsliðsmenn séu í liði FH er Valur með tvo byrjunarliðsmenn úr íslenska landsliðinu innan sinna raða. Ólafur, þjálfari FH, hrósaði Val fyrir hvernig staðið væri að málum á Hlíðarenda. „Valur er með frábært lið og ég vil hrósa Valsmönnum fyrir hvernig þeir hafa tæklað hlutina á undanförnum árum. Að rísa upp og ná þessum árangri sem þeir hafa náð. Þeir eru í forystusætinu og við hinir þurfum að elta þá,“ sagði Ólafur. „Það er frábært að hafa svona félag sem setur markið hátt. Við þurfum að spýta í lófana til að standast þeim snúning. En það er hægt og ég held að margir reyni að bíta í hælana á þeim í sumar.“ Valur tekur á móti Víkingi R. í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. FH fær hins vegar nýliða HK í heimsókn klukkan 16:00 á morgun. Fyrsta umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 á sunnudaginn. Valur og FH mætast svo í stórleik 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins í næsta mánuði. Innslagið úr Pepsi Max-mörkunum í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2019: Komið að skuldadögum í Krikanum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Óstöðvandi Hlíðarendapiltar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi Max-deild karla. 25. apríl 2019 12:00 Val spáð Íslandsmeistaratitlinum Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist. 24. apríl 2019 16:00 Valur frumsýnir nýja búninginn með flottu myndbandi Valur frumsýndi í dag búningana sem fótboltalið félagsins munu leika í Pepsi Max-deildunum í sumar. 25. apríl 2019 14:30 Risaleikur Vals og FH í 32-liða úrslitum Íslandsmeistararnir fá FH í heimsókn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. 23. apríl 2019 15:15 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir að FH muni veita sínum mönnum harða samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. „FH-liðið er frábært og eitt það best skipaða í deildinni,“ sagði Ólafur er Hörður Magnússon spurði hann álits á Hafnarfjarðarliðinu í upphitunarþætti Pepsi Max-markanna í gær. „Auðvitað erum við betri en þeir. Ég get ekki sagt annað. En FH-liðið er vel mannað og betra en í fyrra. FH er með þrjá landsliðsmenn. Mér sýnist að FH-liðið sé betra en undanfarin ár,“ sagði Ólafur en nafni hans, Kristjánsson, þjálfari FH, var með honum í settinu. Þótt þrír færeyskir landsliðsmenn séu í liði FH er Valur með tvo byrjunarliðsmenn úr íslenska landsliðinu innan sinna raða. Ólafur, þjálfari FH, hrósaði Val fyrir hvernig staðið væri að málum á Hlíðarenda. „Valur er með frábært lið og ég vil hrósa Valsmönnum fyrir hvernig þeir hafa tæklað hlutina á undanförnum árum. Að rísa upp og ná þessum árangri sem þeir hafa náð. Þeir eru í forystusætinu og við hinir þurfum að elta þá,“ sagði Ólafur. „Það er frábært að hafa svona félag sem setur markið hátt. Við þurfum að spýta í lófana til að standast þeim snúning. En það er hægt og ég held að margir reyni að bíta í hælana á þeim í sumar.“ Valur tekur á móti Víkingi R. í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. FH fær hins vegar nýliða HK í heimsókn klukkan 16:00 á morgun. Fyrsta umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 á sunnudaginn. Valur og FH mætast svo í stórleik 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins í næsta mánuði. Innslagið úr Pepsi Max-mörkunum í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2019: Komið að skuldadögum í Krikanum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Óstöðvandi Hlíðarendapiltar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi Max-deild karla. 25. apríl 2019 12:00 Val spáð Íslandsmeistaratitlinum Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist. 24. apríl 2019 16:00 Valur frumsýnir nýja búninginn með flottu myndbandi Valur frumsýndi í dag búningana sem fótboltalið félagsins munu leika í Pepsi Max-deildunum í sumar. 25. apríl 2019 14:30 Risaleikur Vals og FH í 32-liða úrslitum Íslandsmeistararnir fá FH í heimsókn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. 23. apríl 2019 15:15 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Pepsi Max-spáin 2019: Komið að skuldadögum í Krikanum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Óstöðvandi Hlíðarendapiltar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi Max-deild karla. 25. apríl 2019 12:00
Val spáð Íslandsmeistaratitlinum Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist. 24. apríl 2019 16:00
Valur frumsýnir nýja búninginn með flottu myndbandi Valur frumsýndi í dag búningana sem fótboltalið félagsins munu leika í Pepsi Max-deildunum í sumar. 25. apríl 2019 14:30
Risaleikur Vals og FH í 32-liða úrslitum Íslandsmeistararnir fá FH í heimsókn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. 23. apríl 2019 15:15