Bræðurnir sameinaðir hjá KR og Brynjar snýr líka aftur á heimaslóðirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 15:00 Brynjar og Matthías Orri taka í spaðann á Böðvari E. Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR. Jakob er á skjánum í bakgrunni. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. Leikmennirnir eru Brynjar Þór Björnsson, áttfaldur Íslandsmeistari með KR, og bræðurnir Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson sem hafa ekki verið í KR í næstum því áratug. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi KR-inga í dag sem var haldinn í höfuðstöðvum Alvogen á Íslandi. Brynjar Þór kemur aftur til KR eftir eitt tímabil hjá Tindastóli en það er mun lengra síðan að hinir tveir léku með KR. Matthías fór kornungur frá félaginu árið 2011 og hefur spilað með ÍR undanfarin ár. Jakob kemur til Íslands 6. júní næstkomandi en hann gerir eins árs samning við KR. Matthías og Brynjar gera aftur á móti tveggja ára samning. Jakob varð Íslandsmeistari með KR vorið 2009 en hefur síðan spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð með liðum Sundsvall (2009-2015) og Borås (2015-19). Hann er nú að snúa aftur heim til Íslands. Brynjar Þór Björnsson á mörg félagsmet hjá KR en enginn leikmaður hefur orðið oftar Íslandsmeistari með félaginu (8), leikið fleiri leiki fyrir KR í efstu deild (256) eða skorað fleiri stig fyrir KR í úrvalsdeildinni (3353). Brynjar var fyrirliði fimm Íslandsmeistaraliða KR frá 2014 til 2018. Matthías Orri Sigurðarson var aðeins sautján ára gamall þegar hann yfirgaf KR eftir að hafa verið í litlu hlutverki hjá Íslandsmeistaraliði KR vorið 2011. Hann var enn í yngri flokkum þegar eldri bróðir hans Jakob spilaði síðasta með meistaraflokki KR. Matthías fór út í skóla 2011 en samdi síðan við ÍR þegar hann kom aftur heim. Matthías hefur síðan blómstrað hjá ÍR undanfarin ár og er einn aðalmaðurinn á bak við uppkomu Breiðholtsliðsins sem fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR tímabilið 2008-2009 en hann yfirgaf félagið þá í annað skiptið sem Íslandsmeistari. Jakob var einnig Íslandsmeistari með KR vorið 2000 en eftir það fór hann út í nám. Eftir nám við Birmingham–Southern frá 2001 til 2005 þá reyndi Jakob fyrir sér atvinnumaður í Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Jakob kom síðan heim í eitt tímabil haustið 2008 en hefur síðan spilað í Svíþjóð þar sem hann varð meðal annars sænskur meistari með Sundsvall Dragons vorið 2011. Allir eiga þeir Brynjar Þór Björnsson, Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson það sameiginlegt að hafa yfirgefið KR sem Íslandsmeistarar. Endurkoma þeirra ætti að ýta undir líkurnar að KR vinni sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð. Dominos-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. Leikmennirnir eru Brynjar Þór Björnsson, áttfaldur Íslandsmeistari með KR, og bræðurnir Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson sem hafa ekki verið í KR í næstum því áratug. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi KR-inga í dag sem var haldinn í höfuðstöðvum Alvogen á Íslandi. Brynjar Þór kemur aftur til KR eftir eitt tímabil hjá Tindastóli en það er mun lengra síðan að hinir tveir léku með KR. Matthías fór kornungur frá félaginu árið 2011 og hefur spilað með ÍR undanfarin ár. Jakob kemur til Íslands 6. júní næstkomandi en hann gerir eins árs samning við KR. Matthías og Brynjar gera aftur á móti tveggja ára samning. Jakob varð Íslandsmeistari með KR vorið 2009 en hefur síðan spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð með liðum Sundsvall (2009-2015) og Borås (2015-19). Hann er nú að snúa aftur heim til Íslands. Brynjar Þór Björnsson á mörg félagsmet hjá KR en enginn leikmaður hefur orðið oftar Íslandsmeistari með félaginu (8), leikið fleiri leiki fyrir KR í efstu deild (256) eða skorað fleiri stig fyrir KR í úrvalsdeildinni (3353). Brynjar var fyrirliði fimm Íslandsmeistaraliða KR frá 2014 til 2018. Matthías Orri Sigurðarson var aðeins sautján ára gamall þegar hann yfirgaf KR eftir að hafa verið í litlu hlutverki hjá Íslandsmeistaraliði KR vorið 2011. Hann var enn í yngri flokkum þegar eldri bróðir hans Jakob spilaði síðasta með meistaraflokki KR. Matthías fór út í skóla 2011 en samdi síðan við ÍR þegar hann kom aftur heim. Matthías hefur síðan blómstrað hjá ÍR undanfarin ár og er einn aðalmaðurinn á bak við uppkomu Breiðholtsliðsins sem fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR tímabilið 2008-2009 en hann yfirgaf félagið þá í annað skiptið sem Íslandsmeistari. Jakob var einnig Íslandsmeistari með KR vorið 2000 en eftir það fór hann út í nám. Eftir nám við Birmingham–Southern frá 2001 til 2005 þá reyndi Jakob fyrir sér atvinnumaður í Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Jakob kom síðan heim í eitt tímabil haustið 2008 en hefur síðan spilað í Svíþjóð þar sem hann varð meðal annars sænskur meistari með Sundsvall Dragons vorið 2011. Allir eiga þeir Brynjar Þór Björnsson, Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson það sameiginlegt að hafa yfirgefið KR sem Íslandsmeistarar. Endurkoma þeirra ætti að ýta undir líkurnar að KR vinni sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð.
Dominos-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira