Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2019 21:45 Helgi Valur var hetja Fylkismanna í Kórnum. vísir/bára Helgi Valur Daníelsson skoraði bæði mörk Fylkis þegar liðið bar sigurorð af HK, 1-2, í Kórnum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í Pepsi Max-deildinni síðan í 1. umferð. Árbæingar eru í 7. sæti deildarinnar með níu stig. HK er í 9. sætinu með fimm stig. Þetta var fyrsta tap HK-inga í Kórnum í sumar. Eftir ágæta byrjun gestanna úr Árbænum komst HK yfir á 22. mínútu þegar gamli Fylkismaðurinn, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild síðan 2010. HK-ingar voru sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks án þess þó að skapa sér opin færi. Seinni hálfleikurinn var afar tíðindalítill framan af. En eftir því sem leið á hann bökkuðu HK-ingar alltaf aftar og aftar og buðu hættunni heim. Á 78. mínútu jafnaði Helgi Valur með góðu vinstri fótar skoti á lofti. Og átta mínútum síðar skoraði hann sitt annað mark með skalla eftir aukaspyrnu Kolbeins Finnssonar. Tveir bestu menn vallarins bjuggu þar til sigurmarkið sem var vel við hæfi.Af hverju vann Fylkir? Í rúmar 60 mínútur benti ekkert til þess að Fylki færi aftur í Árbæinn með þrjú stig í farteskinu. Gestirnir voru flatir og sóknarleikurinn hugmyndasnauður. En eftir um klukkutíma breytti Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, um leikkerfi, og fór þriggja manna vörn. Gestirnir byrjuðu jafnframt að setja boltann fyrr fram völlinn og þrýstu heimamönnum sífellt aftar, án þess þó að opna vörn þeirra að neinu ráði. Í fyrra markinu nýtti Helgi Valur sér slaka hreinsun HK-inga og hann kláraði svo leikinn með laglegri kollspyrnu þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.Hverjir stóðu upp úr? Helgi Valur var hetja kvöldsins. Hann er ekki þekktur markaskorari en gekk í verkið þegar Fylkismenn þurftu á því að halda. Kolbeinn var hættulegasti maður Fylkis í gegnum allan leikinn og var sá eini sem sýndi lit í fyrri hálfleik. Markvarsla Arons Snæs Friðrikssonar frá Kára Péturssyni í fyrri hálfleik reyndist einnig dýrmæt þegar uppi var staðið. Atli Arnarson átti góðan fyrri hálfleik en hvarf í þeim seinni. Björn Berg Bryde var mjög traustur í HK-vörninni og það sá á henni þegar hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla í upphafi seinni hálfleiks. Emil Atlason átti einnig sinn besta leik í sumar og lagði upp mark HK.Hvað gekk illa? Eftir að hafa verið betri aðilinn í fyrri hálfleik tók hræðslan völd hjá HK í þeim seinni. Þótt Fylkismenn ógnuðu lítið sem ekkert bökkuðu HK-ingar alltof aftarlega og buðu gestina velkomna. Það kom í bakið á þeim og HK hefur nú tapað niður forystu í tveimur af fjórum heimaleikjum sínum í deildinni. Fylkismenn voru daprir í rúman klukkutíma en fundu lausnir og lönduðu sigrinum.Hvað gerist næst? Nú tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé þar sem liðin fá kærkomna hvíld eftir mikið álag í upphafi tímabils. Næsti leikur HK er gegn Víkingi R. á útivelli föstudaginn 14. júní. Fylkir tekur á móti Breiðabliki sama dag.Brynjar Björn: Héldum boltanum ekki í seinni hálfleik „Við vorum komnir svolítið aftarlega. Við náðum aldrei að halda boltanum í seinni hálfleik. Það gerðist eiginlega ekki neitt nema Fylkir dældi boltanum fram,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir tapið fyrir Fylki í kvöld. „Fyrsta markið kom eftir að þeir unnu seinni boltann og seinna markið eftir fast leikatriði. Það var það besta sem Fylkir bauð upp í seinni hálfleiknum og við vörðumst því ekki nógu vel.“ Brynjar kvaðst svekktur með hversu aftarlega hans menn féllu í seinni hálfleik. „Það var engin sérstök ástæða til þess nema við náðum aldrei að halda boltanum. Við áttum of fáar og stuttar sóknir. Okkur var þrýst aftarlega og þeir eru með stórt og sterkt lið og dældu boltanum inn á teiginn,“ sagði Brynjar. HK komst yfir á 22. mínútu og réði ferðinni það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. „Við vorum með leikinn í hendi okkar og betri aðilinn. Við náðum ágætis spilköflum án þess að skapa neitt af viti. Eitt núll er hættuleg staða,“ sagði Brynjar að lokum.Helgi: Vitum að við eigum meira inni Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sigurinn á HK í Kórnum í kvöld. Árbæingar lentu undir í fyrri hálfleik en skoruðu tvö mörk undir lok leiksins og tryggðu sér stigin þrjú. „Við breyttum yfir í 3-5-2 eftir um klukkutíma. Það leikkerfi hefur gefið góða raun og einhverra hluta vegna verðum við ákveðnari í því. Og sem betur fer náðum við að jafna og skora sigurmarkið,“ sagði Helgi eftir leik. „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Við vorum afar slakir í fyrri hálfleik og langt frá okkar besta. Í hálfleik talaði ég um að við værum komnir alltof snemma í frí og yrðum að klára þennan leik. Mínir menn gerðu það sem til þurfti til að vinna. Þetta var ekki okkar besti leikur en þeim mun meiri karakter í þessu.“ Fyrir leikinn í kvöld höfðu Fylkismenn ekki unnið í fimm deildarleikjum í röð. „Það fer eftir því hvernig litið er á það,“ sagði Helgi um rýra uppskeru síðustu vikna. „Ef menn telja stig á móti FH og KR lélegt er þetta ekki að ganga. Við teljum þessi stig góð en við þurfum að vinna í kringum jafnteflin og það kom í dag. Einn þriðji af mótinu er búinn og við erum þokkalega sáttir en vitum að við eigum meira inni.“ Pepsi Max-deild karla
Helgi Valur Daníelsson skoraði bæði mörk Fylkis þegar liðið bar sigurorð af HK, 1-2, í Kórnum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í Pepsi Max-deildinni síðan í 1. umferð. Árbæingar eru í 7. sæti deildarinnar með níu stig. HK er í 9. sætinu með fimm stig. Þetta var fyrsta tap HK-inga í Kórnum í sumar. Eftir ágæta byrjun gestanna úr Árbænum komst HK yfir á 22. mínútu þegar gamli Fylkismaðurinn, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild síðan 2010. HK-ingar voru sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks án þess þó að skapa sér opin færi. Seinni hálfleikurinn var afar tíðindalítill framan af. En eftir því sem leið á hann bökkuðu HK-ingar alltaf aftar og aftar og buðu hættunni heim. Á 78. mínútu jafnaði Helgi Valur með góðu vinstri fótar skoti á lofti. Og átta mínútum síðar skoraði hann sitt annað mark með skalla eftir aukaspyrnu Kolbeins Finnssonar. Tveir bestu menn vallarins bjuggu þar til sigurmarkið sem var vel við hæfi.Af hverju vann Fylkir? Í rúmar 60 mínútur benti ekkert til þess að Fylki færi aftur í Árbæinn með þrjú stig í farteskinu. Gestirnir voru flatir og sóknarleikurinn hugmyndasnauður. En eftir um klukkutíma breytti Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, um leikkerfi, og fór þriggja manna vörn. Gestirnir byrjuðu jafnframt að setja boltann fyrr fram völlinn og þrýstu heimamönnum sífellt aftar, án þess þó að opna vörn þeirra að neinu ráði. Í fyrra markinu nýtti Helgi Valur sér slaka hreinsun HK-inga og hann kláraði svo leikinn með laglegri kollspyrnu þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.Hverjir stóðu upp úr? Helgi Valur var hetja kvöldsins. Hann er ekki þekktur markaskorari en gekk í verkið þegar Fylkismenn þurftu á því að halda. Kolbeinn var hættulegasti maður Fylkis í gegnum allan leikinn og var sá eini sem sýndi lit í fyrri hálfleik. Markvarsla Arons Snæs Friðrikssonar frá Kára Péturssyni í fyrri hálfleik reyndist einnig dýrmæt þegar uppi var staðið. Atli Arnarson átti góðan fyrri hálfleik en hvarf í þeim seinni. Björn Berg Bryde var mjög traustur í HK-vörninni og það sá á henni þegar hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla í upphafi seinni hálfleiks. Emil Atlason átti einnig sinn besta leik í sumar og lagði upp mark HK.Hvað gekk illa? Eftir að hafa verið betri aðilinn í fyrri hálfleik tók hræðslan völd hjá HK í þeim seinni. Þótt Fylkismenn ógnuðu lítið sem ekkert bökkuðu HK-ingar alltof aftarlega og buðu gestina velkomna. Það kom í bakið á þeim og HK hefur nú tapað niður forystu í tveimur af fjórum heimaleikjum sínum í deildinni. Fylkismenn voru daprir í rúman klukkutíma en fundu lausnir og lönduðu sigrinum.Hvað gerist næst? Nú tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé þar sem liðin fá kærkomna hvíld eftir mikið álag í upphafi tímabils. Næsti leikur HK er gegn Víkingi R. á útivelli föstudaginn 14. júní. Fylkir tekur á móti Breiðabliki sama dag.Brynjar Björn: Héldum boltanum ekki í seinni hálfleik „Við vorum komnir svolítið aftarlega. Við náðum aldrei að halda boltanum í seinni hálfleik. Það gerðist eiginlega ekki neitt nema Fylkir dældi boltanum fram,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir tapið fyrir Fylki í kvöld. „Fyrsta markið kom eftir að þeir unnu seinni boltann og seinna markið eftir fast leikatriði. Það var það besta sem Fylkir bauð upp í seinni hálfleiknum og við vörðumst því ekki nógu vel.“ Brynjar kvaðst svekktur með hversu aftarlega hans menn féllu í seinni hálfleik. „Það var engin sérstök ástæða til þess nema við náðum aldrei að halda boltanum. Við áttum of fáar og stuttar sóknir. Okkur var þrýst aftarlega og þeir eru með stórt og sterkt lið og dældu boltanum inn á teiginn,“ sagði Brynjar. HK komst yfir á 22. mínútu og réði ferðinni það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. „Við vorum með leikinn í hendi okkar og betri aðilinn. Við náðum ágætis spilköflum án þess að skapa neitt af viti. Eitt núll er hættuleg staða,“ sagði Brynjar að lokum.Helgi: Vitum að við eigum meira inni Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sigurinn á HK í Kórnum í kvöld. Árbæingar lentu undir í fyrri hálfleik en skoruðu tvö mörk undir lok leiksins og tryggðu sér stigin þrjú. „Við breyttum yfir í 3-5-2 eftir um klukkutíma. Það leikkerfi hefur gefið góða raun og einhverra hluta vegna verðum við ákveðnari í því. Og sem betur fer náðum við að jafna og skora sigurmarkið,“ sagði Helgi eftir leik. „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Við vorum afar slakir í fyrri hálfleik og langt frá okkar besta. Í hálfleik talaði ég um að við værum komnir alltof snemma í frí og yrðum að klára þennan leik. Mínir menn gerðu það sem til þurfti til að vinna. Þetta var ekki okkar besti leikur en þeim mun meiri karakter í þessu.“ Fyrir leikinn í kvöld höfðu Fylkismenn ekki unnið í fimm deildarleikjum í röð. „Það fer eftir því hvernig litið er á það,“ sagði Helgi um rýra uppskeru síðustu vikna. „Ef menn telja stig á móti FH og KR lélegt er þetta ekki að ganga. Við teljum þessi stig góð en við þurfum að vinna í kringum jafnteflin og það kom í dag. Einn þriðji af mótinu er búinn og við erum þokkalega sáttir en vitum að við eigum meira inni.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti