Sport

Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Serena Williams er í 63. sæti á lista Forbes yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims.
Serena Williams er í 63. sæti á lista Forbes yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. vísir/getty
Aðeins ein kona er á lista Forbes yfir 100 tekjuhæstu íþróttamenn heims.

Það er bandaríska tennisstjarnan Serena Williams. Hún er í 63. sæti listans með rúmar 29 milljónir Bandaríkjadala í árstekjur.

Í úttekt Forbes eru laun íþróttafólks lögð saman við verðlaunafé, auglýsingatekjur og styrki sem það fær.

Lionel Messi, leikmaður Barcelona og argentínska landsliðsins, er tekjuhæsti íþróttamaður heims. Á tímabilinu frá júní 2018 til júní 2019 þénaði Messi 127 milljónir Bandaríkjadala.

Í fyrsta sinn raða fótboltamenn í þrjú efstu sæti listans. Cristiano Ronaldo er annar og Neymar þriðji.

Mexíkóski hnefaleikakappinn Canelo Álvarez er í 4. sæti listans og spænski tenniskappinn Roger Federer í því fimmta.

Bandaríski hnefaleikakappinn Floyd Mayweather, sem var tekjuhæsti íþróttamaður heims á síðasta ári, dettur út af listanum enda ekkert keppt síðan í ágúst 2017.

Af 100 tekjuhæstu íþróttamönnum heims koma 62 frá Bandaríkjunum. NBA-deildin í körfubolta á 35 fulltrúa á listanum.

Tekjuhæsta íþróttafólk heims:

1. Lionel Messi - 127 milljónir Bandaríkjadala

2. Cristiano Ronaldo - 109 m

3. Neymar - 105 m

4. Canelo Álvarez - 94 m

5. Roger Federer - 93,4 m

6. Russell Wilson - 89,5 m

7. Aaron Rodgers - 89,3 m

8. LeBron James - 89 m

9. Stephen Curry - 79,8 m

10. Kevin Durant - 65,4 m

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×