Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - FH 1-0 │Þrumufleygur Hallgríms sökkti FH Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. júlí 2019 20:15 Hallgrímur Mar skoraði eina mark leiksins. vísir/bára FH-ingar voru í heimsókn hjá KA í 14. umferð Pepsi-Max deildar karla á Akureyri í dag en bæði lið mættu særð til leiks. KA-menn án sigurs frá 15. júní þegar kom að leiknum í dag og FH-ingar töpuðu gegn HK í síðustu umferð. FH byrjaði leikinn af miklum krafti og settu heimamenn undir mikla pressu í upphafi leiks. FH-ingar komust oft í mjög góðar sóknarstöður en voru afar ósannfærandi þegar komið var á síðasta þriðjung vallarins. Steven Lennon fékk besta færi fyrri hálfleiks eftir 13 mínútna leik. Brynjar Ásgeir Guðmundsson bjó til færið eftir gott samspil við Björn Daníel Sverrisson en skot Lennon fór yfir markið. Á 23. mínútu urðu FH-ingar fyrir áfalli þegar Guðmann Þórisson þurfti að fara af velli eftir að hafa lent í samstuði við Ásgeir Sigurgeirsson. Þórður Þorsteinn Þórðarson kom inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir FH og Brynjar Ásgeir fór í stöðu miðvarðar. Í kjölfarið róaðist leikurinn töluvert eftir fjöruga byrjun. KA-menn náðu að koma sér betur inn í leikinn en hvorugt liðanna skapaði sér hættuleg færi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Í kjölfarið náðu heimamenn að færa lið sitt aðeins ofar á völlinn án þess þó að ógna marki gestanna að verulegu leyti. Staðan í leikhléi markalaus. KA-menn gerðu eina breytingu á liði sínu í leikhléi þar sem nýi Spánverjinn, David Cuerva, fór af velli og í hans stað kom Norðmaðurinn Alexander Groven. Seinni hálfleikurinn var keimlíkur þeim fyrri að því leyti að FH-ingarnir voru meira með boltann á meðan KA-menn lágu til baka og voru virkilega vel stilltir varnarlega. FH tókst enn verr að búa til færi úr góðum sóknarstöðum í síðari hálfleiknum og það átti eftir að koma harkalega í bakið á þeim. Það gerðist á 82. mínútu þegar Lennon tapaði boltanum á kæruleysislegan hátt á miðjum vellinum. Nökkvi Þeyr Þórisson renndi boltanum á Hallgrím Mar. Hann kom sér í skotfæri, þrumaði boltanum á markið og hann söng í netinu. KA-menn skyndilega komnir í forystu. FH-ingar voru ekki nálægt því að jafna metin á lokamínútunum. Sóknarleikur Hafnfirðinga steingeldur og KA-menn sigldu langþráðum sigri í höfn.Afhverju vann KA?KA-menn voru þéttir til baka frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og FH-ingum tókst afar illa til við að opna vörn KA-manna. Þeir sköpuðu sér helst færi á fyrstu mínútum leiksins en fóru afar illa með þau. Það benti ekki mikið til þess að KA væri að fara að skora en þegar lið hefur leikmann á borð við Hallgrím Mar Steingrímsson innanborðs er alltaf möguleiki á marki. Einstaklingsgæði hans skildu liðin að í dag. Bestu menn vallarinsÞriggja manna varnarlína KA skipuð þeim Hauki Heiðari Haukssyni, Brynjari Inga Bjarnasyni og Ívari Erni Árnasyni var sem klettur fyrir framan mark heimamanna. Leikurinn fór að miklu leyti fram á vallarhelmingi KA en samt fengu gestirnir fá færi. Brynjar Ingi og Ívar Örn voru sérstaklega öflugir. Hallgrímur Mar átti alls ekki sinn besta leik en hann reyndist að lokum munurinn á liðunum. Algjör lykilmaður í liði KA líkt og undanfarin ár. Einkunnir allra leikmanna má sjá með því að smella á Liðin efst í fréttinni.Hvað gekk illa? Frammistaða FH-inga á síðasta þriðjungi vallarins hljóta að vera þeim mikil vonbrigði. Það efast enginn um hæfileika Jónatans Inga, Björns Daníels og Lennon en það var engu líkara en að þeir væru rúnir öllu sjálfstrausti í dag. Hvað gerist næst?FH fær Skagamenn í heimsókn eftir níu daga, þriðjudaginn 6. ágúst. KA-menn hins vegar fara í Kópavoginn degi síðar, miðvikudaginn 7. ágúst og heimsækja Breiðablik. Ólafur: Höfðum algjöra yfirburði í fyrri hálfleikFH-ingarnir hans Ólafs hafa tapað tveimur leikjum í röð.vísir/bára„Svekkjandi tap. Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við vorum að skapa færi og svo framvegis. Það þarf oft ekki mikið. Þeir gerðu betur heldur en við í því sem skiptir máli. Við náðum ekki að verjast þessu marki þeirra og við nýttum ekki gríðarlega yfirburði í fyrri hálfleik og því fór sem fór,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í leikslok í dag. Annað tap FH á innan við viku en Ólafur telur að sitt lið hafi spilað mun betur í dag en gegn HK. „Það var himinn og haf á milli frammistöðunnar í dag og í leiknum gegn HK. Þá var frammistaðan ekki góð. Frammistaðan í dag var betri. Markmaðurinn okkar var óheppinn í markinu sem þeir skora. Það hefði líka getað gerst hinumegin en stundum fellur þetta ekki fyrir mann,“ segir Ólafur. FH í sjötta sæti deildarinnar og stefnir í að þeir verði fjórtán stigum frá toppliði KR að þessari umferð lokinni. FH-ingar geta því algjörlega útilokað alla möguleika á Íslandsmeistaratitli þetta sumarið. „Við þurfum að vinna í því að koma okkur út úr þessari stöðu. Þetta snýst um að halda fókus. Þá eigum við möguleika á að tengja saman sigra,“ segir Ólafur sem kveðst óhræddur við að takast á við framhaldið hjá FH. „Það er enginn beygur í mér svo lengi sem mér er treyst fyrir þessu verkefni. FH hefur náð frábærum árangri í gegnum tíðina. Félagið er ekki á þeim stað núna og það þarf menn sem eru tilbúnir að taka þátt í því að snúa því við. Einn eða tveir leikir breyta því ekki,“ sagði Ólafur. Óli Stefán: Loksins datt þetta með okkurÓli Stefán var sáttur með fyrsta sigur KA í rúman mánuð.vísir/bára„Mér líður mjög vel. Það var kominn tími á að grafa djúpt og vinna skítavinnuna vel. Það er grunnurinn að okkar leik. Sá neisti var til staðar í dag og svo féll þetta með okkur. FH-liðið er frábært fótboltalið og það þarf allt að ganga upp til að vinna þá. Þetta var mjög jafn leikur og loksins datt þetta með okkur,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, í leikslok. Þetta var fyrsti sigur KA síðan 15. júní og augljóst að KA-mönnum var létt að ná loksins sigri. „Eftir því sem við fáum fleiri punkta þá kemur sjálfstraustið. Við kunnum að spila góðan fótbolta og erum með ákveðnar hugmyndir um hvernig við viljum gera það. Það kemur með auknu sjálfstrausti,“ segir Óli Stefán en hann gaf markverði sínum og þriggja manna varnarlínunni sérstakt hrós. Verslunarmannahelgin á næsta leyti. Hvernig hyggst Óli Stefán leggja þá helgi upp fyrir leikmannahóp sinn? „Þetta eru fullorðnir strákar og við treystum þeim öllum. Það er mikilvægt að fá smá andrými og ég reikna með að gefa strákunum tvo frídaga en svo mæta menn bara aftur á æfingu á sunnudegi reikna ég með. Fótboltamenn þurfa oft að fórna svona hlutum en það er þess virði þegar maður nær í svona sigra,“ sagði Óli Stefán. Pepsi Max-deild karla
FH-ingar voru í heimsókn hjá KA í 14. umferð Pepsi-Max deildar karla á Akureyri í dag en bæði lið mættu særð til leiks. KA-menn án sigurs frá 15. júní þegar kom að leiknum í dag og FH-ingar töpuðu gegn HK í síðustu umferð. FH byrjaði leikinn af miklum krafti og settu heimamenn undir mikla pressu í upphafi leiks. FH-ingar komust oft í mjög góðar sóknarstöður en voru afar ósannfærandi þegar komið var á síðasta þriðjung vallarins. Steven Lennon fékk besta færi fyrri hálfleiks eftir 13 mínútna leik. Brynjar Ásgeir Guðmundsson bjó til færið eftir gott samspil við Björn Daníel Sverrisson en skot Lennon fór yfir markið. Á 23. mínútu urðu FH-ingar fyrir áfalli þegar Guðmann Þórisson þurfti að fara af velli eftir að hafa lent í samstuði við Ásgeir Sigurgeirsson. Þórður Þorsteinn Þórðarson kom inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir FH og Brynjar Ásgeir fór í stöðu miðvarðar. Í kjölfarið róaðist leikurinn töluvert eftir fjöruga byrjun. KA-menn náðu að koma sér betur inn í leikinn en hvorugt liðanna skapaði sér hættuleg færi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Í kjölfarið náðu heimamenn að færa lið sitt aðeins ofar á völlinn án þess þó að ógna marki gestanna að verulegu leyti. Staðan í leikhléi markalaus. KA-menn gerðu eina breytingu á liði sínu í leikhléi þar sem nýi Spánverjinn, David Cuerva, fór af velli og í hans stað kom Norðmaðurinn Alexander Groven. Seinni hálfleikurinn var keimlíkur þeim fyrri að því leyti að FH-ingarnir voru meira með boltann á meðan KA-menn lágu til baka og voru virkilega vel stilltir varnarlega. FH tókst enn verr að búa til færi úr góðum sóknarstöðum í síðari hálfleiknum og það átti eftir að koma harkalega í bakið á þeim. Það gerðist á 82. mínútu þegar Lennon tapaði boltanum á kæruleysislegan hátt á miðjum vellinum. Nökkvi Þeyr Þórisson renndi boltanum á Hallgrím Mar. Hann kom sér í skotfæri, þrumaði boltanum á markið og hann söng í netinu. KA-menn skyndilega komnir í forystu. FH-ingar voru ekki nálægt því að jafna metin á lokamínútunum. Sóknarleikur Hafnfirðinga steingeldur og KA-menn sigldu langþráðum sigri í höfn.Afhverju vann KA?KA-menn voru þéttir til baka frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og FH-ingum tókst afar illa til við að opna vörn KA-manna. Þeir sköpuðu sér helst færi á fyrstu mínútum leiksins en fóru afar illa með þau. Það benti ekki mikið til þess að KA væri að fara að skora en þegar lið hefur leikmann á borð við Hallgrím Mar Steingrímsson innanborðs er alltaf möguleiki á marki. Einstaklingsgæði hans skildu liðin að í dag. Bestu menn vallarinsÞriggja manna varnarlína KA skipuð þeim Hauki Heiðari Haukssyni, Brynjari Inga Bjarnasyni og Ívari Erni Árnasyni var sem klettur fyrir framan mark heimamanna. Leikurinn fór að miklu leyti fram á vallarhelmingi KA en samt fengu gestirnir fá færi. Brynjar Ingi og Ívar Örn voru sérstaklega öflugir. Hallgrímur Mar átti alls ekki sinn besta leik en hann reyndist að lokum munurinn á liðunum. Algjör lykilmaður í liði KA líkt og undanfarin ár. Einkunnir allra leikmanna má sjá með því að smella á Liðin efst í fréttinni.Hvað gekk illa? Frammistaða FH-inga á síðasta þriðjungi vallarins hljóta að vera þeim mikil vonbrigði. Það efast enginn um hæfileika Jónatans Inga, Björns Daníels og Lennon en það var engu líkara en að þeir væru rúnir öllu sjálfstrausti í dag. Hvað gerist næst?FH fær Skagamenn í heimsókn eftir níu daga, þriðjudaginn 6. ágúst. KA-menn hins vegar fara í Kópavoginn degi síðar, miðvikudaginn 7. ágúst og heimsækja Breiðablik. Ólafur: Höfðum algjöra yfirburði í fyrri hálfleikFH-ingarnir hans Ólafs hafa tapað tveimur leikjum í röð.vísir/bára„Svekkjandi tap. Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við vorum að skapa færi og svo framvegis. Það þarf oft ekki mikið. Þeir gerðu betur heldur en við í því sem skiptir máli. Við náðum ekki að verjast þessu marki þeirra og við nýttum ekki gríðarlega yfirburði í fyrri hálfleik og því fór sem fór,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í leikslok í dag. Annað tap FH á innan við viku en Ólafur telur að sitt lið hafi spilað mun betur í dag en gegn HK. „Það var himinn og haf á milli frammistöðunnar í dag og í leiknum gegn HK. Þá var frammistaðan ekki góð. Frammistaðan í dag var betri. Markmaðurinn okkar var óheppinn í markinu sem þeir skora. Það hefði líka getað gerst hinumegin en stundum fellur þetta ekki fyrir mann,“ segir Ólafur. FH í sjötta sæti deildarinnar og stefnir í að þeir verði fjórtán stigum frá toppliði KR að þessari umferð lokinni. FH-ingar geta því algjörlega útilokað alla möguleika á Íslandsmeistaratitli þetta sumarið. „Við þurfum að vinna í því að koma okkur út úr þessari stöðu. Þetta snýst um að halda fókus. Þá eigum við möguleika á að tengja saman sigra,“ segir Ólafur sem kveðst óhræddur við að takast á við framhaldið hjá FH. „Það er enginn beygur í mér svo lengi sem mér er treyst fyrir þessu verkefni. FH hefur náð frábærum árangri í gegnum tíðina. Félagið er ekki á þeim stað núna og það þarf menn sem eru tilbúnir að taka þátt í því að snúa því við. Einn eða tveir leikir breyta því ekki,“ sagði Ólafur. Óli Stefán: Loksins datt þetta með okkurÓli Stefán var sáttur með fyrsta sigur KA í rúman mánuð.vísir/bára„Mér líður mjög vel. Það var kominn tími á að grafa djúpt og vinna skítavinnuna vel. Það er grunnurinn að okkar leik. Sá neisti var til staðar í dag og svo féll þetta með okkur. FH-liðið er frábært fótboltalið og það þarf allt að ganga upp til að vinna þá. Þetta var mjög jafn leikur og loksins datt þetta með okkur,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, í leikslok. Þetta var fyrsti sigur KA síðan 15. júní og augljóst að KA-mönnum var létt að ná loksins sigri. „Eftir því sem við fáum fleiri punkta þá kemur sjálfstraustið. Við kunnum að spila góðan fótbolta og erum með ákveðnar hugmyndir um hvernig við viljum gera það. Það kemur með auknu sjálfstrausti,“ segir Óli Stefán en hann gaf markverði sínum og þriggja manna varnarlínunni sérstakt hrós. Verslunarmannahelgin á næsta leyti. Hvernig hyggst Óli Stefán leggja þá helgi upp fyrir leikmannahóp sinn? „Þetta eru fullorðnir strákar og við treystum þeim öllum. Það er mikilvægt að fá smá andrými og ég reikna með að gefa strákunum tvo frídaga en svo mæta menn bara aftur á æfingu á sunnudegi reikna ég með. Fótboltamenn þurfa oft að fórna svona hlutum en það er þess virði þegar maður nær í svona sigra,“ sagði Óli Stefán.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti