Allur heimurinn finnur til með Vanessu Bryant sem missti ekki aðeins eiginmann sinn í þyrluslysinu í Kaliforníu heldur einnig þrettán ára dóttur sína. Hún á mjög erfitt með að sætta sig við þessa og hefur sagt frá tilfinningum sínum á samfélagsmiðlum.
Hinn 41 árs gamli Kobe Bryant og 13 ára Gigi Bryant voru tvö af níu sem fórust í slysinu sem varð 26. janúar síðastliðinn. Fráfall Kobe varð mikið áfall fyrir alla í íþróttaheiminum enda fimmfaldur NBA-meistari og ein stærsta íþróttastjarna allra tíma. Gigi Bryant var síðan gríðarlega efnileg körfuboltakona.
"I know what I'm feeling is normal. It's part of the grieving process."
— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2020
Kobe Bryant's widow, Vanessa, has said her "brain refuses to accept" her family's tragedy.
A celebration of life for Kobe and Gianna Bryant is set to take place later this month.
➡ https://t.co/RjJIacq0Bopic.twitter.com/bOUpqlDBlN
„Ég hef hikað við að setja hugsanir mínar niður á blað,“ skrifaði Vanessa Bryant á Instagram reikninginn sinn.
„Heilinn minn neitar að samþykkja að við höfum misst bæði Kobe og Gigi. Ég get ekki unnið úr því að missa þau bæði. Það er eins og ég sé að reyna að vinna úr því að Kobe sé farinn en líkaminn minn neitar að sætta sig við það að Gigi komi aldrei aftur til mín. Það getur ekki verið rétt,“ skrifaði Vanessa Bryant.
„Af hverju ætti ég að vakna á morgnana þegar litla stelpan mín fær ekki þann möguleika? Ég er svo reið. Hún átti eftir að upplifa svo margt,“ skrifaði Vanessa eins og sjá má hér fyrir neðan.
„Svo átta ég mig á því að ég verð að vera sterk og passa upp á dætur mínar þrjár. Ég er reið að ég hafi ekki Kobe og Gigi hjá mér en ég þakklát fyrir að fá að vera með Nataliu, Biönku and Capri," skrifaði Vanessa.
Vanessa hefur sagt frá því að hátíð til heiðurs Kobe Bryant og Giannu, „celebration of life“, fari fram í Staples Center, heimavöll Los Angeles Lakers, 24. febrúar næstkomandi.
„Ég veit að tilfinningar mínar eru eðlilegar. Þetta er allt hluti af því að syrgja. Ég vildi bara deila þessum hugsunum mínum ef það væri einhvern þarna úti sem hefur upplifað svona missi,“ skrifaði Vanessa.
„Ég vildi óska að þau væri hjá mér og þessari martröð væri lokið. Ég bið fyrir öllum fórnarlömbum þessa skelfilega harmleik. Vinsamlega haldið öll áfram að biðja fyrir öllum,“ skrifaði Vanessa.