Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

„Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“

Foreldrar ungbarna á Seltjarnarnesi hafa þungar áhyggjur af stöðu dagvistunar í bænum. Dæmi eru um að börn séu allt að 28 mánaða gömul þegar þau fá inn á leikskóla í bænum. Móðir drengs á öðru aldursári segir ekki verða mikið eftir af barnafjölskyldum í bænum nema ástandið verði bætt.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Listin við að fara sér hægt

Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum.

Skoðun
Fréttamynd

Skipar starfs­hóp um dvalar­leyfi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. 

Innlent
Fréttamynd

Veittu Agli Þór heitnum gull­merki á Holtinu

Egill Þór Jónsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félasgins á föstudaginn. Egill Þór lést í desember eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi.

Innlent
Fréttamynd

Rétt að skoða hvort af­nema eigi í­þyngjandi skattaábyrgð hjóna

Sérfræðingur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Innlent
Fréttamynd

Út­gerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina.

Innlent
Fréttamynd

„Vinnan er rétt að hefjast“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir árangur fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar merkjanlegan og brýnir fyrir flokksmönnum að þeir verði dæmdir af því hvernig gengur að sinna hagsmunum vinnandi fólks í raun. Hún flutti stefnuræðu í dag á landsfundi Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar

Þegar ég lít yfir þennan sal þá fæ ég hlýtt í hjartað. Ég hef svo lengi hlakkað til að hitta ykkur aftur á landsfundi. Og það var nú bara þannig að við höfðum ekki mikinn tíma eftir síðustu kosningar til að fagna sigrinum saman. Enda vorum við upptekin.

Skoðun
Fréttamynd

Skattahækkun

Þrátt fyrir skýr loforð Samfylkingarinnar og Viðreisnar um að flokkarnir hygðust „ekki hækka skatta á vinnandi fólk“ hefur ríkisstjórnin boðað skattahækkun á heimilin í landinu, þ.e. með afnámi samsköttunar hjóna og sambúðarfólks.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­lík­legt að Banda­ríkja­menn gefi Ís­lendingum valið

Íslendingar munu líklega ekki eiga þann valkost að færa sig af áhrifasvæði Bandaríkjanna segir prófessor í stjórnmálafræði. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera nýtt áhættumat áður en stefna í öryggis- og varnarmálum sé mótuð. Varnarsamningur virðist veita Bandaríkjamönnum ansi frjálsar hendur hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Gaman að fagna 25 ára af­mæli í ríkis­stjórn

Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Launa­lausir starfs­menn greiða raf­magns­reikninginn

Kvikmyndaskólinn berst enn á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Starfsmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði en þegar átti að fara að skrúfa fyrir rafmagnið, sem hefði siglt starfseminni endanlega upp á sker, efndu þeir til samskota og borguðu reikninginn – við illan leik.

Innlent
Fréttamynd

„Bara ef það hentar mér“

Ég er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sit þar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það er ekki ýkja krefjandi starf, ætli þetta hafi ekki verið í fjórða sinn sem ég hef þurft að taka sæti á þessu kjörtímabili. Ég átti ekki von á að þessi fundur yrði sérlega eftirminnilegur.

Skoðun
Fréttamynd

Al­þingi komið í páska­frí

Forseti Alþingis sendi þingmönnum, starfsfólki þingsins og fjölskyldum þeirra góðar páskakveðjur á þriðja tímanum í gær þegar Alþingi fór í páskafrí.

Innlent
Fréttamynd

Borgin græna og á­byrgðin gráa

Þegar skipulag er framkvæmt án samráðs og kjörnir fulltrúar víkja sér undan ábyrgð – þá verður traustið að endurheimtast með nýrri forystu.

Skoðun
Fréttamynd

Til­færsla styrkja til tekju­lægri gæti seinkað raf­bíla­væðingu

Hætta er á að hægist á orkuskiptum í samgöngum ef stjórnvöld reyna að beina styrkjum til rafbílakaupa í auknum mæli til tekjulægra og yngra fólks, að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Yngra og tekjulægra fólk kaupi mun síður nýja bíla en þeir sem eru eldri og tekjuhærri.

Innlent