Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Dómsmálaráðherra sakar Úlfar Lúðvíksson um að hengja bakara fyrir smið með því að saka ríkislögreglustjóra og ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins um að hafa brugðist skyldum sínum og með því kalla eftir afsögn þeirra. Ráðherra segir stjórnmálamenn bera alla ábyrgð á stöðunni á landamærum Íslands. Innlent 25.5.2025 12:12
Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. Innlent 25.5.2025 12:09
Réttlát leiðrétting veiðigjalda Það er ástæða fyrir réttmætri leiðréttingu veiðigjalda. Ástæðan er einfaldlega þú og allur almenningur í landinu. Skoðun 25.5.2025 08:03
Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent 24.5.2025 17:08
Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. Viðskipti innlent 23. maí 2025 16:04
Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Nýtt áttatíu rýma hjúkrunarheimili mun rísa við Þursaholt 2 á Akureyri. Miðað er við að framkvæmdir á Akureyri hefjist árið 2026 þannig að taka megi hjúkrunarheimilið í notkun í árslok árið 2028. Innlent 23. maí 2025 14:21
Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Fyrirsögnin vísar til fleygra orða Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Fólki með margþættan geðrænan vanda áskotnast því miður oft moli með óbragði. Langvarandi geðfötlun er vandi alls samfélagsins , ekki bara þeirra sem lifa með henni. Í þessum efnum hefur skort úrræði frá upphafi. Skoðun 23. maí 2025 14:03
Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Myndbandsbrot úr ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafa nú gengið manna í millum síðan á þriðjudagskvöld. Fólk veltir því fyrir sér hvort þingmaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis í ræðunni og er þetta orðinn hálfgerður samkvæmisleikur víða, að horfa á ræðuna sem er orðin ein sú þekktasta á vorþinginu, þó ekki hafi verið lagt upp með það. Innlent 23. maí 2025 13:27
Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir grunnskólabörn næsta vor. Sviðsstjóri hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu segir að með þeim verði hægt að fylgjast betur með námsframvindu og grípa fyrr inn í hjá nemendum sem eiga í erfiðleikum. Innlent 23. maí 2025 13:04
Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Perlan í Reykjavík er formlega komin í hendur nýrra eigenda en borgarstjóri skrifaði undir 3,5 milljarða kaupsamning í morgun. Viðskipti innlent 23. maí 2025 12:56
Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Samfylkingin bætir lítillega við sig fylgi og mælist með yfir 27 prósent í nýjustu könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokka sem eru eða voru á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur stigum frá síðustu könnun en takmarkaðar hreyfingar eru annars á fylgi flokkanna. Innlent 23. maí 2025 09:46
Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl. Skoðun 23. maí 2025 08:32
Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði voru lögð fyrir 7.000 nemendur í 26 skólum landsins. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að fyrirlögninni hafi verið ætlað að prufukeyra nýtt samræmt námsmat, Matsferil, þannig að hægt verði að leggja ný samræmd próf fyrir nemendur frá 4. bekk og upp úr í öllum grunnskólum landsins næsta vor. Innlent 23. maí 2025 08:09
Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. Innlent 23. maí 2025 06:32
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að töluvert hefur logað á spjallsíðu Sósíalista síðustu vikur. Þar fer fyrir lítill hópur sem telur sig hlunnfarinn í flokknum og vill fá óskorað vald til að breyta stefnum flokksins sem unnar eru í mjög lýðræðislegu ferli eftir eigin hentisemi. Skoðun 22. maí 2025 20:01
Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Formaður Félags fanga segir almenning líða fyrir seinagang yfirvalda í að koma fyrrverandi föngum með fjölþættan vanda í almennilegt úrræði. Málin endi alltaf þann hátt að þeir brjóti ítrekað af sér. Innlent 22. maí 2025 18:50
Þjónusta hjálparsímans tryggð Rekstur hjálparsíma Rauða krossins 1717 hefur verið tryggður með tuttugu og fimm milljóna króna styrk frá þremur ráðuneytum. Innlent 22. maí 2025 18:15
Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Grímur Grímsson er nýr annar varaforseti Alþingis. Hann var sjálfkjörinn í embættið, sem losnaði þegar Ingvar Þóroddsson samflokksmaður hans fór í leyfi til þess að sækja áfengismeðferð. Innlent 22. maí 2025 16:18
Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. Viðskipti innlent 22. maí 2025 15:57
Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp um merkingu og markaðssetningu niktótínvara sem miðar að því að draga úr neyslu ungmenna. Þingmaður Framsóknar lýsir yfir þungum áhyggjum af aukinni notkun og segir ástandið óboðlegt. Innlent 22. maí 2025 14:34
Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sakar Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins um sjúklega þráhyggju í því sem kallað hefur verið Styrkjamálið. Innlent 22. maí 2025 14:16
Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna. Innlent 22. maí 2025 14:13
Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Strætisvagnaleið 4 mun brátt hætta að keyra krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut í Reykjavík á leið sinni og mun þess í stað fara um Kringlumýrarbraut. Innlent 22. maí 2025 13:49
Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu. Skoðun 22. maí 2025 13:31
„Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Dómsmálaráðherra boðar í dag til Jafnréttisþings 2025 en yfirskrift þess er Mansal, íslenskur veruleiki - áskoranir og leiðir í baráttunni. Ráðherrann segir tímabært að horfast í augu við þann veruleika að mansal fyrirfinnist á Íslandi. Innlent 22. maí 2025 13:02