Fréttir Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Karlmaður á sextugsaldri hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofsakastur um Höfðana í Reykjavík í febrúar á þessu ári sem endaði með umferðaróhappi. Innlent 29.10.2024 16:52 Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Karlmaður á áttræðisaldri sem er einn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni. Innlent 29.10.2024 16:35 Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Út frá nýju hættu mati Veðurstofunnar vegna kvikusöfnunar í Svartsengi má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Landris og kvikusöfnun hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. Innlent 29.10.2024 16:30 Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Loftvarnarkerfi Íran skutu niður örfáar ef einhverjar af þeim eldflaugum sem Ísraelar skutu að skotmörkum í landinu um helgina. Loftvarnarkerfin sjálf, sem Íranar fengu frá Rússlandi, voru meðal skotmarkanna. Erlent 29.10.2024 16:24 Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að úkraínski fáninn muni blakta við ráðhús Reykjavíkur þar til Úkraína hefur unnið fullnaðarsigur. Fáninn hefur verið blaktandi við við Ráðhúsið síðan stríðið hófst fyrir meira en tveimur árum. Innlent 29.10.2024 15:46 Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Þrátt fyrir að það hafi komið í ljós í könnun Maskínu á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé ánægður með stjórnarslit þá eru rithöfundar uggandi vegna kosninganna og þeirri fyrirferð sem óhjákvæmilega fylgir þeim. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé smá skellur að fá kosningar ofan í þann tíma sem skipti langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi. Innlent 29.10.2024 15:24 Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Maður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, Sólheimajökulsmálið svokallaða, kannast við að hafa geymt hluti fyrir vin sinn sem er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi í málinu. Innlent 29.10.2024 15:01 Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra „Hann var hress og skemmtilegur og öllum fannst hann svo æðislegur. Hann var mjög góður í að tala. Hann hefði getað selt ömmu sína, hefði hann reynt það,“ segir Sara Miller, fyrrverandi kærasta Jón Hilmars Hallgrímssonar, eða Jóns stóra, sem um tíma var einn þekktasti maður landsins. Þjóðþekktur glæpamaður, bæði umtalaður og umdeildur. Innlent 29.10.2024 14:47 Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri Enginn slasaðist þegar vinnuvél valt af stalli við hlið kirkjutrappanna neðan við Akureyrarkirkju og langt út á Kaupvangsstræti fyrir hádegi í dag. Stjórnandi vélarinnar slapp með skrekkinn. Innlent 29.10.2024 14:23 „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. Erlent 29.10.2024 13:58 „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast Innlent 29.10.2024 13:32 Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. Innlent 29.10.2024 13:21 „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, gaf skýrslu í annað sinn á tveimur dögum í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins svokallaða. Áætlað er að hann muni gefa skýrslu aftur. Innlent 29.10.2024 13:01 Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnir skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu í dag klukkan 13. Sjá má kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Innlent 29.10.2024 12:31 Koma saman til að minnast Geirs Minningarathöfn um Geir Örn Jacobsen sem lést í eldsvoða á Stuðlum þann 19. október verður haldin í Fríkirkjunni fimmtudaginn 31. október klukkan 17. Innlent 29.10.2024 12:28 Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Fjórir sjúkrabílar og slökkviliðsbíll voru kallaðir út rétt fyrir klukkan tólf á hádegi vegna áreksturs á gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar í Vogahverfinu. Innlent 29.10.2024 12:13 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. Innlent 29.10.2024 12:02 Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október. Erlent 29.10.2024 11:47 Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Í hádegisfréttum fjöllum við um þing Norðurlandaráðs sem nú fer fram í Reykjavík. Innlent 29.10.2024 11:32 Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. Innlent 29.10.2024 11:22 Bergþór, Nanna og Eiríkur leiða í Suðvestur Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er oddviti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir viðskiptafræðingur er í öðru sæti og Eiríkur S. Svavarsson lögmaður í því þriðja. Innlent 29.10.2024 11:00 Klaustursveinar allir mættir sex árum síðar Klausturmálið er enn og aftur að lauma sér í umræðuna og ekki að ófyrirsynju. Allir þeir karlar sem þá voru í deiglunni, þeir sem fyrir sex árum höfðu setið að sumbli og sagt eitt og annað sem betur hefði verið látið ósagt, eru komnir í framboð. Það virðist vera gaman á Alþingi. Og þeir líta svo á að það mál sé afgreitt og horfið í gleymskunnar dá. Innlent 29.10.2024 10:57 Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Sporvagn fór af sporinu við Stórugötu í Osló í morgun. Vagninn endaði inn í verslun og fólk sagt hafa slasast í slysinu. Þá skemmdist húsnæðið mikið. Erlent 29.10.2024 10:50 Misskilningur að einræðisríki séu skilvirkari en lýðræðisríki Einræðisríki eru ekki skilvirkari en lýðræðisríki þrátt fyrir að óþol gagnvart lýðræðinu hafi gripið um sig sums staðar, að sögn sagnfræðings. Tjáningarfrelsi sem íbúar lýðræðisríkja njóta valdi því að meiri gagnrýni heyrist á þau en einræðisríki. Innlent 29.10.2024 10:50 Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. Innlent 29.10.2024 10:29 Björgunarsveitum tókst að losa bátinn Rétt fyrir klukkan 18 í gær tókst björgunarsveitum á Vestfjörðum að losa fiskibátinn sem strandaði í mynni Súgandafjarðar í gærmorgun. Innlent 29.10.2024 10:16 Foreldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn. Innlent 29.10.2024 10:14 Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. Innlent 29.10.2024 09:06 Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherranna Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefst klukkan 9. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi. Innlent 29.10.2024 08:54 Ólafur Ragnar segir nýja stjórnarskrá ónýtt plagg Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hnykkti á því sem hann hefur áður sagt og gaf tillögum Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá falleinkunn. Í raun skrúfaði hann tillögurnar í sundur og sagði þær ekki nothæfar. Innlent 29.10.2024 07:01 « ‹ 97 98 99 100 101 102 103 104 105 … 334 ›
Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Karlmaður á sextugsaldri hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofsakastur um Höfðana í Reykjavík í febrúar á þessu ári sem endaði með umferðaróhappi. Innlent 29.10.2024 16:52
Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Karlmaður á áttræðisaldri sem er einn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni. Innlent 29.10.2024 16:35
Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Út frá nýju hættu mati Veðurstofunnar vegna kvikusöfnunar í Svartsengi má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Landris og kvikusöfnun hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. Innlent 29.10.2024 16:30
Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Loftvarnarkerfi Íran skutu niður örfáar ef einhverjar af þeim eldflaugum sem Ísraelar skutu að skotmörkum í landinu um helgina. Loftvarnarkerfin sjálf, sem Íranar fengu frá Rússlandi, voru meðal skotmarkanna. Erlent 29.10.2024 16:24
Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að úkraínski fáninn muni blakta við ráðhús Reykjavíkur þar til Úkraína hefur unnið fullnaðarsigur. Fáninn hefur verið blaktandi við við Ráðhúsið síðan stríðið hófst fyrir meira en tveimur árum. Innlent 29.10.2024 15:46
Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Þrátt fyrir að það hafi komið í ljós í könnun Maskínu á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé ánægður með stjórnarslit þá eru rithöfundar uggandi vegna kosninganna og þeirri fyrirferð sem óhjákvæmilega fylgir þeim. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé smá skellur að fá kosningar ofan í þann tíma sem skipti langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi. Innlent 29.10.2024 15:24
Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Maður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, Sólheimajökulsmálið svokallaða, kannast við að hafa geymt hluti fyrir vin sinn sem er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi í málinu. Innlent 29.10.2024 15:01
Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra „Hann var hress og skemmtilegur og öllum fannst hann svo æðislegur. Hann var mjög góður í að tala. Hann hefði getað selt ömmu sína, hefði hann reynt það,“ segir Sara Miller, fyrrverandi kærasta Jón Hilmars Hallgrímssonar, eða Jóns stóra, sem um tíma var einn þekktasti maður landsins. Þjóðþekktur glæpamaður, bæði umtalaður og umdeildur. Innlent 29.10.2024 14:47
Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri Enginn slasaðist þegar vinnuvél valt af stalli við hlið kirkjutrappanna neðan við Akureyrarkirkju og langt út á Kaupvangsstræti fyrir hádegi í dag. Stjórnandi vélarinnar slapp með skrekkinn. Innlent 29.10.2024 14:23
„Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. Erlent 29.10.2024 13:58
„Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast Innlent 29.10.2024 13:32
Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. Innlent 29.10.2024 13:21
„Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, gaf skýrslu í annað sinn á tveimur dögum í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins svokallaða. Áætlað er að hann muni gefa skýrslu aftur. Innlent 29.10.2024 13:01
Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnir skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu í dag klukkan 13. Sjá má kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Innlent 29.10.2024 12:31
Koma saman til að minnast Geirs Minningarathöfn um Geir Örn Jacobsen sem lést í eldsvoða á Stuðlum þann 19. október verður haldin í Fríkirkjunni fimmtudaginn 31. október klukkan 17. Innlent 29.10.2024 12:28
Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Fjórir sjúkrabílar og slökkviliðsbíll voru kallaðir út rétt fyrir klukkan tólf á hádegi vegna áreksturs á gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar í Vogahverfinu. Innlent 29.10.2024 12:13
Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. Innlent 29.10.2024 12:02
Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október. Erlent 29.10.2024 11:47
Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Í hádegisfréttum fjöllum við um þing Norðurlandaráðs sem nú fer fram í Reykjavík. Innlent 29.10.2024 11:32
Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. Innlent 29.10.2024 11:22
Bergþór, Nanna og Eiríkur leiða í Suðvestur Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er oddviti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir viðskiptafræðingur er í öðru sæti og Eiríkur S. Svavarsson lögmaður í því þriðja. Innlent 29.10.2024 11:00
Klaustursveinar allir mættir sex árum síðar Klausturmálið er enn og aftur að lauma sér í umræðuna og ekki að ófyrirsynju. Allir þeir karlar sem þá voru í deiglunni, þeir sem fyrir sex árum höfðu setið að sumbli og sagt eitt og annað sem betur hefði verið látið ósagt, eru komnir í framboð. Það virðist vera gaman á Alþingi. Og þeir líta svo á að það mál sé afgreitt og horfið í gleymskunnar dá. Innlent 29.10.2024 10:57
Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Sporvagn fór af sporinu við Stórugötu í Osló í morgun. Vagninn endaði inn í verslun og fólk sagt hafa slasast í slysinu. Þá skemmdist húsnæðið mikið. Erlent 29.10.2024 10:50
Misskilningur að einræðisríki séu skilvirkari en lýðræðisríki Einræðisríki eru ekki skilvirkari en lýðræðisríki þrátt fyrir að óþol gagnvart lýðræðinu hafi gripið um sig sums staðar, að sögn sagnfræðings. Tjáningarfrelsi sem íbúar lýðræðisríkja njóta valdi því að meiri gagnrýni heyrist á þau en einræðisríki. Innlent 29.10.2024 10:50
Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. Innlent 29.10.2024 10:29
Björgunarsveitum tókst að losa bátinn Rétt fyrir klukkan 18 í gær tókst björgunarsveitum á Vestfjörðum að losa fiskibátinn sem strandaði í mynni Súgandafjarðar í gærmorgun. Innlent 29.10.2024 10:16
Foreldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn. Innlent 29.10.2024 10:14
Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. Innlent 29.10.2024 09:06
Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherranna Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefst klukkan 9. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi. Innlent 29.10.2024 08:54
Ólafur Ragnar segir nýja stjórnarskrá ónýtt plagg Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hnykkti á því sem hann hefur áður sagt og gaf tillögum Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá falleinkunn. Í raun skrúfaði hann tillögurnar í sundur og sagði þær ekki nothæfar. Innlent 29.10.2024 07:01
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent