Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. september 2025 11:30 Birgitta fyrir miðju ásamt Ármanni Múla og Ragnari en um er að ræða starfsmannaferð HE Helgason ehf. Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. „Þetta er afskaplega sérkennilegt. Við tékkuðum okkur inn í morgun í flugið og allt eins og það á að vera. Svo bara koma þessar fréttir,“ segir Birgitta Rán Friðfinnsdóttir í samtali við Vísi. Hún tekur þó fram að hópurinn sé salírólegur yfir stöðunni, ferðin hafi verið bókuð í gegnum Aventura ferðaskrifstofu sem sé nú að leysa málið fyrir hópinn. „Þau voru að fá fréttirnar á sama tíma og við. Þannig þau báðu okkur um að gefa sér tíma og við erum guðslifandi fegin að hafa keypt ferð í gegnum ferðaskrifstofu en ekki á okkar eigin vegum,“ segir Birgitta. Hópurinn sé úr Grindavík og því öllu vön, með þykkan skráp og láti þetta ekki of mikið á sig fá. Hópurinn sé enn uppi á hóteli en til stóð að sækja þau í morgun til að keyra upp á flugvöll. Tíðindin bárust að sögn Birgittu sem betur fer í tæka tíð. Hópurinn sé að tékka sig út. „Mér heyrist á flestum í hópnum að það séu allir nokkuð slakir. Ef einhverjir þurfa að komast heim strax í dag þá finnum við út úr því, komum þeim heim með millilendingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Birgitta. Eins og fram hefur komið í fréttum fór flugfélagið í nokkrar ferðir í morgun frá Keflavík. Flogið var til Parísar, Kaupmannahafnar, London, Amsterdam og Dublin. Fyrsta vél fór 06:03, sú síðasta 07:55. Tilkynning um gjaldþrot var svo send út um 09:30. „Mér finnst þetta bara hryllilega siðlaust. Mér finnst svo siðlaust að fljúga fimm, sex vélum út í morgun. Og svo situr fólk bara eftir. Við erum sem betur fer ekki alveg í þeirri stöðu, ætli þetta myndi ekki blasa öðruvísi við mér ef maður væri komin með hópinn að gate-inu.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Þetta er afskaplega sérkennilegt. Við tékkuðum okkur inn í morgun í flugið og allt eins og það á að vera. Svo bara koma þessar fréttir,“ segir Birgitta Rán Friðfinnsdóttir í samtali við Vísi. Hún tekur þó fram að hópurinn sé salírólegur yfir stöðunni, ferðin hafi verið bókuð í gegnum Aventura ferðaskrifstofu sem sé nú að leysa málið fyrir hópinn. „Þau voru að fá fréttirnar á sama tíma og við. Þannig þau báðu okkur um að gefa sér tíma og við erum guðslifandi fegin að hafa keypt ferð í gegnum ferðaskrifstofu en ekki á okkar eigin vegum,“ segir Birgitta. Hópurinn sé úr Grindavík og því öllu vön, með þykkan skráp og láti þetta ekki of mikið á sig fá. Hópurinn sé enn uppi á hóteli en til stóð að sækja þau í morgun til að keyra upp á flugvöll. Tíðindin bárust að sögn Birgittu sem betur fer í tæka tíð. Hópurinn sé að tékka sig út. „Mér heyrist á flestum í hópnum að það séu allir nokkuð slakir. Ef einhverjir þurfa að komast heim strax í dag þá finnum við út úr því, komum þeim heim með millilendingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Birgitta. Eins og fram hefur komið í fréttum fór flugfélagið í nokkrar ferðir í morgun frá Keflavík. Flogið var til Parísar, Kaupmannahafnar, London, Amsterdam og Dublin. Fyrsta vél fór 06:03, sú síðasta 07:55. Tilkynning um gjaldþrot var svo send út um 09:30. „Mér finnst þetta bara hryllilega siðlaust. Mér finnst svo siðlaust að fljúga fimm, sex vélum út í morgun. Og svo situr fólk bara eftir. Við erum sem betur fer ekki alveg í þeirri stöðu, ætli þetta myndi ekki blasa öðruvísi við mér ef maður væri komin með hópinn að gate-inu.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira