Fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Innviðaráðherra ætlar að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á haustþingi þar sem jarðgöngum verður meðal annars forgangsraðað. Fimm ár eru frá því að síðasta samgönguáætlun var lögð fram en lög gera ráð fyrir að hún sé uppfærð á þriggja ára fresti. Innlent 28.8.2025 09:33 Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Innviðaþing 2025 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Sterkir innviðir – sterkt samfélag“. Innlent 28.8.2025 08:40 Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. Innlent 28.8.2025 08:31 Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. Erlent 28.8.2025 08:28 Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Björgunarsveitir á Skaftársvæðinu voru kallaðar út rétt eftir miðnætti vegna göngumanns sem var á göngu við Úlfárdalssker og hafði villst á leið sinni. Innlent 28.8.2025 07:39 Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Ein af stærstu peningaþvottastöðvum heims er sögð hafa leigt netþjóna frá íslensku hýsingarfyrirtæki til þess að þvætta tæpa 25 milljarða króna af illa fenginni rafmynt. Íslenska lögreglan aðstoðaði bandarísku alríkislögregluna við að upplýsa peningaþvættið. Innlent 28.8.2025 07:28 Hlýtt og rakt loft yfir landinu Hin djúpa lægð sem olli hvassri austanátt syðst á landinu í byrjun vikunnar er nú komin suðaustur að Skotlandi og eru vindar á landinu því hægir. Veður 28.8.2025 07:07 Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Karlmaður sem játað hefur aðild að tveimur umfangsmestu þjófnuðum á reiðufé í sögu landsins heitir Hrannar Markússon. Litlu virðist hafa mátt muna að hann yrði þátttakandi í Gufunesmálinu svokallaða en hann segist ekki hafa nennt með Stefáni Blackburn til Þorlákshafnar. Innlent 28.8.2025 07:01 Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. Erlent 28.8.2025 06:46 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. Erlent 28.8.2025 06:15 Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann eftir að óskað var aðstoðar vegna innbrots í húsi í miðborg Reykjavíkur. Hinn grunaði var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Innlent 28.8.2025 06:12 Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að hægt sé að gera byltingu í íslenska heilbrigðiskerfinu með einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu. Hver einstaklingur þurfi að bera meiri ábyrgð á að afla sér upplýsinga um sig sjálfan. Vinna að þess konar heilbrigðisþjónustu sé þegar hafin en ekki á þeim grundvelli að allir hafi jafnan aðgang. Innlent 27.8.2025 23:29 Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Bókun eftir bókun var skráð í fundargerð bæjarstjórnar Kópavogs í gær undir liðnum Menntaráð er minni-og meirihlutinn tókust á um nýjar umbótatillögur fyrir grunnskóla bæjarins. Bæjarstjóri Kópavogs tilkynnti nýlega áætlanirnar opinberlega, minnihlutanum til ama. Innlent 27.8.2025 23:07 Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Samgöngustofa hafnar órökstuddum fullyrðingum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi innviðaráðherra, um að stofnunin framfylgi ekki lögum um leigubifreiðaakstur. Þau segja starfsfólk vinna af heilindum og þau taki allri gagnrýni alvarlega. Innlent 27.8.2025 21:52 Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum vegna manns sem slasaðist norðan við Skaftafell. Fyrst var talið af hefja þyrfti leit þar sem ekki lá fyrir hvar maðurinn væri nákvæmlega. Innlent 27.8.2025 21:06 Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Menningarráðherra hefur skipað son heilbrigðisráðherra sem formann nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Báðir ráðherrar eru þingmenn Samfylkingarinnar. Innlent 27.8.2025 20:55 Vara við svikapóstum í þeirra nafni Hagkaup varar við svikapóstum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem notendum er boðið að svara stuttri könnun gegn því að fá kassa af ilmvötnum. Innlent 27.8.2025 20:33 Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Kona sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð segir að alla eftirfylgni hafi vantað. Innlent 27.8.2025 20:03 Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Maðurinn á bak við plokk hreyfinguna er kominn hingað til lands til að hvetja Íslendinga til að taka upp rusl á göngu og hlaupum. Hann skellti sér í kajaksiglingu með umhverfisráðherra í tilefni þessa og minnti á að þeir plokka sem róa. Innlent 27.8.2025 19:36 Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Mál lögreglu um þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ telst upplýst. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur játað sök en fleiri eru með réttarstöðu sakborninga en enginn situr í gæsluvarðhaldi. Hraðbankinn fannst lasakaður en enn voru milljónirnar 22 þar inni. Innlent 27.8.2025 19:00 Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við konu sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð og leggur áherslu á að þjónusta fylgi með. Þá mætir Kári Stefánsson í beina útsendingu og ræðir þessa mögulegu byltingu í heilbrigðisþjónustu. Innlent 27.8.2025 18:01 Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Í morgun voru björgunarsveitirnar Dagrenning á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu kallaðar út á mesta forgangi vegna tilkynningar um bíl með fimm manns um borð sem var fastur í Markarfljóti rétt við Gilsá á Emstruleið. Innlent 27.8.2025 17:26 Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Læknir hjá minnismóttöku Landspítalans segir Hjörleif Hauk Guðmundsson, manninn sem lét lífið í Gufunesmálinu svokallaða, hafa glímt við veikindi í aðdraganda andlátsins. Þetta kom fram í framburði læknisins sem gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Innlent 27.8.2025 17:17 Hraðbankaþjófur játar sök Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27.8.2025 16:06 Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Gæsluvarðhaldið yfir leiðbeinandanum á Múlaborg sem grunaður er um kynferðisbrot í starfi hefur verið framlengt um fjórar vikur, til 24. september, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27.8.2025 15:57 Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. Erlent 27.8.2025 15:17 Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. Innlent 27.8.2025 15:10 Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað. Innlent 27.8.2025 15:04 Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, gaf skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða í dag. Hann sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák. Innlent 27.8.2025 14:22 Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt í gær fordæmalausan rúmlega þriggja tíma ríkisstjórnarfund sem sýnt var frá í beinni útsendingu. Þar sagðist hann meðal annars hafa rétt, sem forseti, til að gera hvað sem hann vildi en ítrekaði að hann væri ekki einræðisherra. Erlent 27.8.2025 13:53 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 334 ›
Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Innviðaráðherra ætlar að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á haustþingi þar sem jarðgöngum verður meðal annars forgangsraðað. Fimm ár eru frá því að síðasta samgönguáætlun var lögð fram en lög gera ráð fyrir að hún sé uppfærð á þriggja ára fresti. Innlent 28.8.2025 09:33
Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Innviðaþing 2025 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Sterkir innviðir – sterkt samfélag“. Innlent 28.8.2025 08:40
Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. Innlent 28.8.2025 08:31
Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. Erlent 28.8.2025 08:28
Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Björgunarsveitir á Skaftársvæðinu voru kallaðar út rétt eftir miðnætti vegna göngumanns sem var á göngu við Úlfárdalssker og hafði villst á leið sinni. Innlent 28.8.2025 07:39
Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Ein af stærstu peningaþvottastöðvum heims er sögð hafa leigt netþjóna frá íslensku hýsingarfyrirtæki til þess að þvætta tæpa 25 milljarða króna af illa fenginni rafmynt. Íslenska lögreglan aðstoðaði bandarísku alríkislögregluna við að upplýsa peningaþvættið. Innlent 28.8.2025 07:28
Hlýtt og rakt loft yfir landinu Hin djúpa lægð sem olli hvassri austanátt syðst á landinu í byrjun vikunnar er nú komin suðaustur að Skotlandi og eru vindar á landinu því hægir. Veður 28.8.2025 07:07
Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Karlmaður sem játað hefur aðild að tveimur umfangsmestu þjófnuðum á reiðufé í sögu landsins heitir Hrannar Markússon. Litlu virðist hafa mátt muna að hann yrði þátttakandi í Gufunesmálinu svokallaða en hann segist ekki hafa nennt með Stefáni Blackburn til Þorlákshafnar. Innlent 28.8.2025 07:01
Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. Erlent 28.8.2025 06:46
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. Erlent 28.8.2025 06:15
Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann eftir að óskað var aðstoðar vegna innbrots í húsi í miðborg Reykjavíkur. Hinn grunaði var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Innlent 28.8.2025 06:12
Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að hægt sé að gera byltingu í íslenska heilbrigðiskerfinu með einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu. Hver einstaklingur þurfi að bera meiri ábyrgð á að afla sér upplýsinga um sig sjálfan. Vinna að þess konar heilbrigðisþjónustu sé þegar hafin en ekki á þeim grundvelli að allir hafi jafnan aðgang. Innlent 27.8.2025 23:29
Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Bókun eftir bókun var skráð í fundargerð bæjarstjórnar Kópavogs í gær undir liðnum Menntaráð er minni-og meirihlutinn tókust á um nýjar umbótatillögur fyrir grunnskóla bæjarins. Bæjarstjóri Kópavogs tilkynnti nýlega áætlanirnar opinberlega, minnihlutanum til ama. Innlent 27.8.2025 23:07
Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Samgöngustofa hafnar órökstuddum fullyrðingum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi innviðaráðherra, um að stofnunin framfylgi ekki lögum um leigubifreiðaakstur. Þau segja starfsfólk vinna af heilindum og þau taki allri gagnrýni alvarlega. Innlent 27.8.2025 21:52
Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum vegna manns sem slasaðist norðan við Skaftafell. Fyrst var talið af hefja þyrfti leit þar sem ekki lá fyrir hvar maðurinn væri nákvæmlega. Innlent 27.8.2025 21:06
Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Menningarráðherra hefur skipað son heilbrigðisráðherra sem formann nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Báðir ráðherrar eru þingmenn Samfylkingarinnar. Innlent 27.8.2025 20:55
Vara við svikapóstum í þeirra nafni Hagkaup varar við svikapóstum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem notendum er boðið að svara stuttri könnun gegn því að fá kassa af ilmvötnum. Innlent 27.8.2025 20:33
Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Kona sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð segir að alla eftirfylgni hafi vantað. Innlent 27.8.2025 20:03
Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Maðurinn á bak við plokk hreyfinguna er kominn hingað til lands til að hvetja Íslendinga til að taka upp rusl á göngu og hlaupum. Hann skellti sér í kajaksiglingu með umhverfisráðherra í tilefni þessa og minnti á að þeir plokka sem róa. Innlent 27.8.2025 19:36
Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Mál lögreglu um þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ telst upplýst. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur játað sök en fleiri eru með réttarstöðu sakborninga en enginn situr í gæsluvarðhaldi. Hraðbankinn fannst lasakaður en enn voru milljónirnar 22 þar inni. Innlent 27.8.2025 19:00
Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við konu sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð og leggur áherslu á að þjónusta fylgi með. Þá mætir Kári Stefánsson í beina útsendingu og ræðir þessa mögulegu byltingu í heilbrigðisþjónustu. Innlent 27.8.2025 18:01
Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Í morgun voru björgunarsveitirnar Dagrenning á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu kallaðar út á mesta forgangi vegna tilkynningar um bíl með fimm manns um borð sem var fastur í Markarfljóti rétt við Gilsá á Emstruleið. Innlent 27.8.2025 17:26
Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Læknir hjá minnismóttöku Landspítalans segir Hjörleif Hauk Guðmundsson, manninn sem lét lífið í Gufunesmálinu svokallaða, hafa glímt við veikindi í aðdraganda andlátsins. Þetta kom fram í framburði læknisins sem gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Innlent 27.8.2025 17:17
Hraðbankaþjófur játar sök Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27.8.2025 16:06
Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Gæsluvarðhaldið yfir leiðbeinandanum á Múlaborg sem grunaður er um kynferðisbrot í starfi hefur verið framlengt um fjórar vikur, til 24. september, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27.8.2025 15:57
Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. Erlent 27.8.2025 15:17
Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. Innlent 27.8.2025 15:10
Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað. Innlent 27.8.2025 15:04
Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, gaf skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða í dag. Hann sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák. Innlent 27.8.2025 14:22
Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt í gær fordæmalausan rúmlega þriggja tíma ríkisstjórnarfund sem sýnt var frá í beinni útsendingu. Þar sagðist hann meðal annars hafa rétt, sem forseti, til að gera hvað sem hann vildi en ítrekaði að hann væri ekki einræðisherra. Erlent 27.8.2025 13:53