Fréttir Breyta stuðningi við Grindvíkinga Í hádegisfréttum okkar verður fjallað um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að breyta fyrirkomulaginu á stuðningi við Grindvíkinga. Innlent 18.3.2025 11:36 Má bera eiganda Gríska hússins út Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana. Innlent 18.3.2025 11:30 Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Alma Möller heilbrigðisráðherra þurfti að rifja upp ekki svo gamla takta þegar maður veiktist um borð í flugvél á leið til landsins. Alma kom sjúklingnum til aðstoðar, ásamt öðrum lækni og hjúkrunarfræðingi, og honum var komið á sjúkrahús eftir lendingu. Innlent 18.3.2025 11:26 Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. Erlent 18.3.2025 11:07 Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Ríkistjórnin ákvað á fundi sínum í dag að að halda áfram stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga og atvinnurekendur í bænum. Einstaklingar og fjölskyldur í sérstaklega viðkvæmri stöðu munu áfram njóta nauðsynlegs stuðnings. Innlent 18.3.2025 11:05 Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að hætta í bæjarstjórn í Hafnarfirði á næstu vikum. Þá ætlar hún einnig að halda setu áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún sé með heilan hug á báðum stöðum og hún vilji fylgja ákveðnum málum eftir. Innlent 18.3.2025 10:49 Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Þrír Danir eru látnir eftir að lítil flugvél hrapaði til jarðar í suðvesturhluta Sviss skömmu eftir flugtak síðdegis í gær. Erlent 18.3.2025 10:34 Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Tveimur baðströndum var lokað í Suður-Ástralíu í gær eftir að dauða fiska og torkennilega froðu rak þar á land. Brimbrettakappar og sundmenn á svæðinu fundu einnig fyrir slappleika eftir að hafa verið í sjónum en sérfræðingar telja sjaldgæfa þörungamyndun um að kenna. Erlent 18.3.2025 10:09 Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt. Innlent 18.3.2025 09:26 Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Forseti Perú lýsti yfir neyðarástandi í höfuðborginni Perú vegna vaxandi ofbeldisöldu í gær. Herinn hefur verið ræstur út til þess að ná tökum á ástandinu og samkomu- og ferðafrelsi borgarbúa verður skert næsta mánuðinn. Erlent 18.3.2025 08:39 Brynjólfur Bjarnason er látinn Brynjólfur Bjarnason forstjóri er látinn, 78 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu að Nýhöfn í Garðabæ síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur átti langan feril í viðskiptalífinu á Íslandi og gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra Granda, forstjóra Símans og stjórnarformanns Arion banka. Innlent 18.3.2025 08:29 Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Geimfararnir Sunita Williams og Barry „Butch“ Wilmore eru loksins á leið heim eftir að hafa verið föst um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) í níu mánuði. Erlent 18.3.2025 08:23 Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Ljósmóðir og samstarfsmaður hennar hafa verið handtekin í Texas og ákærð fyrir að framkvæma ólöglegt þungunarrof í Houston. Um er að ræða fyrstu handtöku heilbrigðisstarfsmanns frá því að Roe gegn Wade var snúið árið 2022. Erlent 18.3.2025 07:13 Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Útlit er fyrir fremur hæga suðlæga eða breytilega átt i dag þar sem búast má við vætu af og til allvíða um land. Hvergi er þó gert ráð fyrir mikilli úrkomu. Veður 18.3.2025 07:10 Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Foreldrar sem eiga tvítugan son með fjölþættan vanda eru sorgmædd yfir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að loka eigi Janusi endurhæfingu eftir að vera loksins komin með úrræði sem þau telja að geti mætt þörfum sonar þeirra. Þau óttast að hans bíði ekkert annað en líf á örorku ef fer sem horfir. Innlent 18.3.2025 07:03 Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Yfir 235 eru sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa í nótt en tölurnar byggja á upplýsingum frá sjö heilbrigðisstofnunum á svæðinu. Erlent 18.3.2025 06:28 Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Hvalavinurinn kanadíski Paul Watson, sem er vel kunnugur landsmönnum, heitir því að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar. Hann varði drjúgum hluta vetrarins í fangelsi á Grænlandi en mikið hefur verið fjallað um það kast sem hann hefur komist í við lögin hér á landi. Innlent 18.3.2025 00:06 „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Dómsmálaráðherra segir að verið sé að stíga skref í dómsmálaráðuneytinu sem miða að því að byggja nýtt fangelsi á Stóra-Hrauni. Því „ófremdarástandi sem teiknaðist upp á vakt Sjálfstæðisflokksins“ muni þá ljúka. Innlent 17.3.2025 23:36 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. Erlent 17.3.2025 23:08 Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. Innlent 17.3.2025 22:44 Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Unglingspiltur er alvarlega særður eftir að hann var skotinn með byssu á lestarstöð í Osló. Lögreglan leitar árásarmannsins. Erlent 17.3.2025 21:42 Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Logi Már Einarsson menningarráðherra segir það kýrskýrt að íslensk tunga eigi að vera í öndvegi í opinberri stjórnsýslu sem og annars staðar en að þjóðin verði að átta sig á því að fimmtungur hennar sé ekki íslenskumælandi. Það sé því sjálfsagt að koma til móts við þennan hóp og nota ensku þegar nauðsynlegum upplýsingum skal miðlað til þeirra. Innlent 17.3.2025 21:14 Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Landris á Reykjanesskaga heldur enn áfram og kvikumagnið í kvikuhólfi undir Svartsengi aldrei verið meira. Eldfjallafræðingur segir líklegt að goshrinan á Reykjanesskaga sé að líða undir lok. Ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði fyrirvarinn ekki mikill en gosið gæti verið keimlíkt fyrri gosum á svæðinu. Innlent 17.3.2025 20:50 „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. Innlent 17.3.2025 20:33 Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. Innlent 17.3.2025 20:01 Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. Innlent 17.3.2025 19:22 Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Snorri Másson þingmaður Miðflokksins gagnrýnir menningarráðherra fyrir meinta linkind í málefnum íslenskrar tungu. Hann segist skynja uppgjafartón í orðræðu hans um málaflokkinn. Menningarráðherra hvatti fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að bjóða upp á ensku í upplýsingamiðlun. Innlent 17.3.2025 18:49 Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og heyrum frá konu sem lifði af umsátrið við Mariupol. Hún missti eiginmann sinn í árásum á borgina og komst naumlega undan með börnum sínum. Innlent 17.3.2025 18:17 Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Maðurinn sem lést í bílslysinu á Hrunavegi við Flúðir fyrr í mánuðinum hét Eiríkur Kristinn Kristófersson. Innlent 17.3.2025 18:15 „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð. Innlent 17.3.2025 17:55 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 334 ›
Breyta stuðningi við Grindvíkinga Í hádegisfréttum okkar verður fjallað um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að breyta fyrirkomulaginu á stuðningi við Grindvíkinga. Innlent 18.3.2025 11:36
Má bera eiganda Gríska hússins út Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana. Innlent 18.3.2025 11:30
Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Alma Möller heilbrigðisráðherra þurfti að rifja upp ekki svo gamla takta þegar maður veiktist um borð í flugvél á leið til landsins. Alma kom sjúklingnum til aðstoðar, ásamt öðrum lækni og hjúkrunarfræðingi, og honum var komið á sjúkrahús eftir lendingu. Innlent 18.3.2025 11:26
Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. Erlent 18.3.2025 11:07
Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Ríkistjórnin ákvað á fundi sínum í dag að að halda áfram stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga og atvinnurekendur í bænum. Einstaklingar og fjölskyldur í sérstaklega viðkvæmri stöðu munu áfram njóta nauðsynlegs stuðnings. Innlent 18.3.2025 11:05
Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að hætta í bæjarstjórn í Hafnarfirði á næstu vikum. Þá ætlar hún einnig að halda setu áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún sé með heilan hug á báðum stöðum og hún vilji fylgja ákveðnum málum eftir. Innlent 18.3.2025 10:49
Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Þrír Danir eru látnir eftir að lítil flugvél hrapaði til jarðar í suðvesturhluta Sviss skömmu eftir flugtak síðdegis í gær. Erlent 18.3.2025 10:34
Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Tveimur baðströndum var lokað í Suður-Ástralíu í gær eftir að dauða fiska og torkennilega froðu rak þar á land. Brimbrettakappar og sundmenn á svæðinu fundu einnig fyrir slappleika eftir að hafa verið í sjónum en sérfræðingar telja sjaldgæfa þörungamyndun um að kenna. Erlent 18.3.2025 10:09
Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt. Innlent 18.3.2025 09:26
Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Forseti Perú lýsti yfir neyðarástandi í höfuðborginni Perú vegna vaxandi ofbeldisöldu í gær. Herinn hefur verið ræstur út til þess að ná tökum á ástandinu og samkomu- og ferðafrelsi borgarbúa verður skert næsta mánuðinn. Erlent 18.3.2025 08:39
Brynjólfur Bjarnason er látinn Brynjólfur Bjarnason forstjóri er látinn, 78 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu að Nýhöfn í Garðabæ síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur átti langan feril í viðskiptalífinu á Íslandi og gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra Granda, forstjóra Símans og stjórnarformanns Arion banka. Innlent 18.3.2025 08:29
Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Geimfararnir Sunita Williams og Barry „Butch“ Wilmore eru loksins á leið heim eftir að hafa verið föst um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) í níu mánuði. Erlent 18.3.2025 08:23
Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Ljósmóðir og samstarfsmaður hennar hafa verið handtekin í Texas og ákærð fyrir að framkvæma ólöglegt þungunarrof í Houston. Um er að ræða fyrstu handtöku heilbrigðisstarfsmanns frá því að Roe gegn Wade var snúið árið 2022. Erlent 18.3.2025 07:13
Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Útlit er fyrir fremur hæga suðlæga eða breytilega átt i dag þar sem búast má við vætu af og til allvíða um land. Hvergi er þó gert ráð fyrir mikilli úrkomu. Veður 18.3.2025 07:10
Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Foreldrar sem eiga tvítugan son með fjölþættan vanda eru sorgmædd yfir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að loka eigi Janusi endurhæfingu eftir að vera loksins komin með úrræði sem þau telja að geti mætt þörfum sonar þeirra. Þau óttast að hans bíði ekkert annað en líf á örorku ef fer sem horfir. Innlent 18.3.2025 07:03
Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Yfir 235 eru sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa í nótt en tölurnar byggja á upplýsingum frá sjö heilbrigðisstofnunum á svæðinu. Erlent 18.3.2025 06:28
Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Hvalavinurinn kanadíski Paul Watson, sem er vel kunnugur landsmönnum, heitir því að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar. Hann varði drjúgum hluta vetrarins í fangelsi á Grænlandi en mikið hefur verið fjallað um það kast sem hann hefur komist í við lögin hér á landi. Innlent 18.3.2025 00:06
„Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Dómsmálaráðherra segir að verið sé að stíga skref í dómsmálaráðuneytinu sem miða að því að byggja nýtt fangelsi á Stóra-Hrauni. Því „ófremdarástandi sem teiknaðist upp á vakt Sjálfstæðisflokksins“ muni þá ljúka. Innlent 17.3.2025 23:36
Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. Erlent 17.3.2025 23:08
Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. Innlent 17.3.2025 22:44
Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Unglingspiltur er alvarlega særður eftir að hann var skotinn með byssu á lestarstöð í Osló. Lögreglan leitar árásarmannsins. Erlent 17.3.2025 21:42
Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Logi Már Einarsson menningarráðherra segir það kýrskýrt að íslensk tunga eigi að vera í öndvegi í opinberri stjórnsýslu sem og annars staðar en að þjóðin verði að átta sig á því að fimmtungur hennar sé ekki íslenskumælandi. Það sé því sjálfsagt að koma til móts við þennan hóp og nota ensku þegar nauðsynlegum upplýsingum skal miðlað til þeirra. Innlent 17.3.2025 21:14
Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Landris á Reykjanesskaga heldur enn áfram og kvikumagnið í kvikuhólfi undir Svartsengi aldrei verið meira. Eldfjallafræðingur segir líklegt að goshrinan á Reykjanesskaga sé að líða undir lok. Ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði fyrirvarinn ekki mikill en gosið gæti verið keimlíkt fyrri gosum á svæðinu. Innlent 17.3.2025 20:50
„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. Innlent 17.3.2025 20:33
Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. Innlent 17.3.2025 20:01
Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. Innlent 17.3.2025 19:22
Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Snorri Másson þingmaður Miðflokksins gagnrýnir menningarráðherra fyrir meinta linkind í málefnum íslenskrar tungu. Hann segist skynja uppgjafartón í orðræðu hans um málaflokkinn. Menningarráðherra hvatti fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að bjóða upp á ensku í upplýsingamiðlun. Innlent 17.3.2025 18:49
Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og heyrum frá konu sem lifði af umsátrið við Mariupol. Hún missti eiginmann sinn í árásum á borgina og komst naumlega undan með börnum sínum. Innlent 17.3.2025 18:17
Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Maðurinn sem lést í bílslysinu á Hrunavegi við Flúðir fyrr í mánuðinum hét Eiríkur Kristinn Kristófersson. Innlent 17.3.2025 18:15
„Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð. Innlent 17.3.2025 17:55