
Fréttir

Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri
Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða.

Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði
Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, töluðu saman í síma í dag. Þá ræddu þær innrás Rússa í Úkraínu og mögulegt vopnahlé þar. Rússar voru fyrstir að tjá sig um símtalið og hafa meðal annars sagt að Pútín hafi krafist þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt, ef hann eigi að samþykkja vopnahlé.

Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein
Kona búsett í Bolungarvík ásamt fjölskyldu sinni taldi mann, sem er búsettur erlendis vera kominn hingað til lands til að vinna henni og fjölskyldu hennar mein. Eftir rannsókn telur lögreglan að hann sé í raun ekki hér á landi.

Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss
Árekstur varð milli tveggja bíla og hestakerru á Suðurlandsvegi rétt austan við Selfoss. Fimm voru í bílunum og eru meiðsl talin minniháttar.

Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér.

Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands
Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála.

Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur
Sérsveit ríkislögreglustjóra var flogið til Bolungarvíkur fyrr í dag til að aðstoða lögregluna á Vestfjörðum.

Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn
John „Paddy“ Hemingway, sem kallaður hefur verið síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland, er látinn. Hann var 105 ára gamall en þegar hann var 21 árs gamall varði hann Bretlandseyjar í háloftunum gegn þýskum flugmönnum í seinni heimsstyrjöldinni.

Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum
Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir það vilja einbeita sér meira að olíuleit á Drekasvæðinu ef stjórnvöldum sé ekki alvara með áformum um orkuskipti. Áform um græna orkuframleiðslu á Reyðarfirði séu á ís vegna orkuskorts.

Söguleg árás dróna og róbóta
Úkraínskir hermenn gerðu í desember árás á rússneskar skotgrafir norður af Karkívborg. Það væri í sjálfu sér ekki merkilegt en við árásina var eingöngu notast við dróna og var það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert. Úkraínumenn sendu um fimmtíu dróna, bæði fljúgandi dróna og róbóta á fótum og hjólum að rússneskum hermönnum.

Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin.

Þingmanni blöskrar svör Rósu
Þingmaður Samfylkingarinnar segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að halda áfram störfum í bæjarstjórn og sitja í stjórn sveitarfélaga meðfram þingmennsku. Það feli í sér hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest við sveitarfélögin í landinu.

Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður
Samkynja par frá Ítalíu sem ferðaðist til Bandaríkjanna til að taka á móti barni sem staðgöngumóðir gekk með, þorir ekki að snúa heim vegna nýrra laga sem bannar Ítölum að notast við staðgöngumæðrun.

Breyta stuðningi við Grindvíkinga
Í hádegisfréttum okkar verður fjallað um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að breyta fyrirkomulaginu á stuðningi við Grindvíkinga.

Má bera eiganda Gríska hússins út
Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana.

Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi
Alma Möller heilbrigðisráðherra þurfti að rifja upp ekki svo gamla takta þegar maður veiktist um borð í flugvél á leið til landsins. Alma kom sjúklingnum til aðstoðar, ásamt öðrum lækni og hjúkrunarfræðingi, og honum var komið á sjúkrahús eftir lendingu.

Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar
Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt.

Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur
Ríkistjórnin ákvað á fundi sínum í dag að að halda áfram stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga og atvinnurekendur í bænum. Einstaklingar og fjölskyldur í sérstaklega viðkvæmri stöðu munu áfram njóta nauðsynlegs stuðnings.

Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að hætta í bæjarstjórn í Hafnarfirði á næstu vikum. Þá ætlar hún einnig að halda setu áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún sé með heilan hug á báðum stöðum og hún vilji fylgja ákveðnum málum eftir.

Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss
Þrír Danir eru látnir eftir að lítil flugvél hrapaði til jarðar í suðvesturhluta Sviss skömmu eftir flugtak síðdegis í gær.

Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu
Tveimur baðströndum var lokað í Suður-Ástralíu í gær eftir að dauða fiska og torkennilega froðu rak þar á land. Brimbrettakappar og sundmenn á svæðinu fundu einnig fyrir slappleika eftir að hafa verið í sjónum en sérfræðingar telja sjaldgæfa þörungamyndun um að kenna.

Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir
Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt.

Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú
Forseti Perú lýsti yfir neyðarástandi í höfuðborginni Perú vegna vaxandi ofbeldisöldu í gær. Herinn hefur verið ræstur út til þess að ná tökum á ástandinu og samkomu- og ferðafrelsi borgarbúa verður skert næsta mánuðinn.

Brynjólfur Bjarnason er látinn
Brynjólfur Bjarnason forstjóri er látinn, 78 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu að Nýhöfn í Garðabæ síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur átti langan feril í viðskiptalífinu á Íslandi og gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra Granda, forstjóra Símans og stjórnarformanns Arion banka.

Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum
Geimfararnir Sunita Williams og Barry „Butch“ Wilmore eru loksins á leið heim eftir að hafa verið föst um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) í níu mánuði.

Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas
Ljósmóðir og samstarfsmaður hennar hafa verið handtekin í Texas og ákærð fyrir að framkvæma ólöglegt þungunarrof í Houston. Um er að ræða fyrstu handtöku heilbrigðisstarfsmanns frá því að Roe gegn Wade var snúið árið 2022.

Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum
Útlit er fyrir fremur hæga suðlæga eða breytilega átt i dag þar sem búast má við vætu af og til allvíða um land. Hvergi er þó gert ráð fyrir mikilli úrkomu.

Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni
Foreldrar sem eiga tvítugan son með fjölþættan vanda eru sorgmædd yfir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að loka eigi Janusi endurhæfingu eftir að vera loksins komin með úrræði sem þau telja að geti mætt þörfum sonar þeirra. Þau óttast að hans bíði ekkert annað en líf á örorku ef fer sem horfir.

Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt
Yfir 235 eru sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa í nótt en tölurnar byggja á upplýsingum frá sjö heilbrigðisstofnunum á svæðinu.

Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar
Hvalavinurinn kanadíski Paul Watson, sem er vel kunnugur landsmönnum, heitir því að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar. Hann varði drjúgum hluta vetrarins í fangelsi á Grænlandi en mikið hefur verið fjallað um það kast sem hann hefur komist í við lögin hér á landi.