Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 12:51 Björgunarsveitin kom ferðalöngum á jeppling til aðstoðar. Landsbjörg Björgunarsveitin kom ferðalöngum til aðstoðar í gærkvöldi eftir að þeir festu sig í vaði norðan Torfajökuls. Verkefnið tók rúmar átta klukkustundir vegna mikils snjós. Björgunarsveitirnar Stjarnan í Skaftártungum og Flugbjörgunarsveitin á Hellu voru boðaðar út í gærkvöldi. Ferðalangarnir voru á litlum jeppa og festu sig í vaði yfir Dalakvísl, skammt frá Glaðheimum norðan Torfajökuls. Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að björgunarsveitin Stjarnan hafi lagt af stað á tveimur bílum um klukkan hálf fimm. Þegar komið var áleiðis var ljóst að færðin væri orðin talsvert þung þar sem bæði hafði snjóað og talsvert skafið. Því var ákveðið að kalla einnig út Flugbjörgunarsveitina á Hellu til að mæta Stjörnumönnum og tryggja bjargir á staðnum. Einnig féll lítið snjóflóð rétt hjá Stjörnumönnum en náði það þó ekki niður í slóðann sem björgunarmenn voru að feta. Eftir fjögurra klukkustunda ferðalag komust þeir að jepplingnum sem var orðinn talsvert bólginn af krapa og snjó. Stjörnumenn urðu varir við snjóflóð.Landsbjörg „Tæpum klukkutíma síðar, eða um hálf tíu, voru björgunarmenn frá Hellu komnir á staðinn og var þá farið í að koma taug í bílinn. Dregin var taug austan frá, yfir ána og sett fast í bílinn að framanverðu og hann svo dreginn yfir ána sem gekk vandræðalaust,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Eftir að bíllinn var kominn upp úr vaðinu hélt Flugbjörgunarsveitin heim á leið og var komin þangað að verða eitt um nótt. Stjörnumenn fylgdu ferðalöngunum austur og komu ekki til byggða fyrr en á öðrum tímanum. Ferðalangarnir fengu eldsneyti til áframhaldandi ferðar sinnar hjá björgunarsveitinni og gátu þá haldið ferð áfram í gististað sem þeir höfðu þá útvegað sér. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Björgunarsveitirnar Stjarnan í Skaftártungum og Flugbjörgunarsveitin á Hellu voru boðaðar út í gærkvöldi. Ferðalangarnir voru á litlum jeppa og festu sig í vaði yfir Dalakvísl, skammt frá Glaðheimum norðan Torfajökuls. Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að björgunarsveitin Stjarnan hafi lagt af stað á tveimur bílum um klukkan hálf fimm. Þegar komið var áleiðis var ljóst að færðin væri orðin talsvert þung þar sem bæði hafði snjóað og talsvert skafið. Því var ákveðið að kalla einnig út Flugbjörgunarsveitina á Hellu til að mæta Stjörnumönnum og tryggja bjargir á staðnum. Einnig féll lítið snjóflóð rétt hjá Stjörnumönnum en náði það þó ekki niður í slóðann sem björgunarmenn voru að feta. Eftir fjögurra klukkustunda ferðalag komust þeir að jepplingnum sem var orðinn talsvert bólginn af krapa og snjó. Stjörnumenn urðu varir við snjóflóð.Landsbjörg „Tæpum klukkutíma síðar, eða um hálf tíu, voru björgunarmenn frá Hellu komnir á staðinn og var þá farið í að koma taug í bílinn. Dregin var taug austan frá, yfir ána og sett fast í bílinn að framanverðu og hann svo dreginn yfir ána sem gekk vandræðalaust,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Eftir að bíllinn var kominn upp úr vaðinu hélt Flugbjörgunarsveitin heim á leið og var komin þangað að verða eitt um nótt. Stjörnumenn fylgdu ferðalöngunum austur og komu ekki til byggða fyrr en á öðrum tímanum. Ferðalangarnir fengu eldsneyti til áframhaldandi ferðar sinnar hjá björgunarsveitinni og gátu þá haldið ferð áfram í gististað sem þeir höfðu þá útvegað sér.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent