Fréttir

Óttast að missa úr­ræðið sem breytti lífi hennar

Ungmenni með fjölþættan vanda sem hafa fengið fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu hjá Janusi endurhæfingu eru uggandi yfir því að þjónustan færist undir VIRK þegar Janus lokar þann 1. júní. Þau hafa sett af stað undirskriftalista til að skora á stjórnvöld að halda úrræðinu opnu svo fleiri geti sótt hjálpina sem þau hafa notið.

Innlent

Fimm­tán í haldi vegna brunans

Að minnsta kosti 59 eru látnir eftir eldsvoða á skemmtistað í Norður-Makedóníu og um 155 slasaðir. Yfirvöld í landinu hafa lýst yfir sjö daga sorgartímabili. Innviðaráðherra segir málið tengjast spillingu en fimmtán manns eru í haldi lögreglu.

Erlent

Galasýning á hestum og dansað við stóð­hest

Það stendur mikið til hjá hópi hestamanna, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir galasýningu á hestunum sínum og á sýningunni mun reiðkennari líka dansa við stóðhest og ljóðið Skúlaskeið eftir Grím Thomsen verður sett á svið með einum af hraðasta skeiðhesti landsins.

Innlent

Tveir hand­teknir vegna líkams­á­rása

Í dagbók Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir hafi verið vistaðir í fangageymslu vegna tveggja líkamsárása í dag. Tilkynning barst um þriðju árásina en grunaður gerandi var látinn laus.

Innlent

Hræði­leg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóð­hestur

Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og biðlista. Hún skilur þó vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna hræðilegrar stöðu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ræða við Vladímír Pútín Rússland forseta símleiðis í vikunni að sögn sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta sem heimsótti Moskvu í vikunni sem líður.

Erlent

Bannaði Trump að nota lög frá á­tjándu öld

Bandarískur alríkisdómari meinaði í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að nota lög frá lokum átjándu aldar til að gera auðveldara að flytja farand- og flóttafólk úr landi. Skipaði hann ríkisstjórn Trumps að snúa við flugvélum með fólki sem verið var að flytja úr landi.

Erlent

Veru­leg fækkun skemmtiskipa á Vest­fjörðum í sumar

Heimamenn á Ísafirði hafa miklar áhyggjur af fækkun skemmtiferðaskipa í bæjarfélagið í sumar vegna nýs innviðagjalds, sem hefur verið sett á farþega skipanna. Síðasta sumar komu um tvö hundruð skemmtiferðaskip á Ísafjörð en þau verða ekki nema um eitt hundrað í sumar.

Innlent

Kveikti í konu í lest

Eldfimum vökva var hellt yfir konu um borð í lest í austurhluta Þýskalands í dag og kveikt í henni. Farþegar stöðvuðu lestina og við það hljóp árásarmaðurinn á brott og hefur hann ekki fundist.

Erlent

Gripið verði inn í strax í leik­skóla

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segja það brýnt að gripið sé inn í mál barna með fjölþættan vanda strax í leikskóla.

Innlent

Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur

Manni, sem hafði mælt sér mót við annan til að kaupa af honum rafhlaupahjól, var ógnað með hníf og hann rændur í gærkvöldi. Lögregla hefur málið til rannsóknar, en fimmtíu þúsund krónur voru teknar í ráninu. 

Innlent

„Þessi á drapst á einni nóttu“

Yfirvöld og náttúruverndarsamtök í Sambíu óttast mikil langtímaáhrif gífurlegrar mengunar á stórri á þar í landi. Stífla við námu brast í síðasta mánuði og flæddi sýrumengaður úrgangur niður ánna og gæti það haft áhrif á milljónir manna sem búa við ánna og reiða jafnvel lífsviðurværi sitt á henni.

Erlent

Gera um­fangs­miklar á­rásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika.

Erlent

Á­reitið hafði mikil á­hrif

Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir ítrekuðu áreiti áður en því var lokað fyrir tæpum tveimur árum. Starfsmenn hafi fundið augljós ummerki um að brotist hafi verið inn til þeirra. Utanríkisráðherra segir áreitið stóran hluta þess að sendiráðinu var lokað.

Innlent