Fréttir

NEL tekur fyrir mál fjöl­skyldu Sigurðar Kristófers í júní

Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur fyrir í júní mál fjölskyldu sem hefur kvartað til nefndarinnar vegna framkomu lögreglumanns þegar þeir var tilkynnt um andlát sonar síns. Samkvæmt svörum frá nefndinni eru þau að bíða frekari gagna og stefni svo að því að taka málið fyrir í júní. 

Innlent

Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþrótta­viðburðum

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 

Innlent

Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju

Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka.

Erlent

Ís­lendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög ó­þægi­leg staða“

Íslendingur sem nam við Harvard háskóla og vinnur nú í Bandaríkjunum á hefðbundnum landvistarleyfi fyrir námsmenn, gæti þurft að yfirgefa landið með stuttum fyrirvara. Er það eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna felldi úr gildi landvistarleyfi fyrir nemendur skólans og meinaði skólanum að taka móti nýjum erlendum nemendum.

Erlent

Svona verður Sæ­braut í stokki

Breytingar á Vogahverfi þegar Sæbraut verður sett í stokk munu auka öryggi gangandi og hjólandi og bæta hljóð- og loftgæði. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2030 og er ráðgert að verkið kosti um 25 milljarða króna.

Innlent

Súkku­laði sviðakjammar rjúka út á Sel­fossi

Sviðakjammar eru í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Selfossi en ástæðan er sú að hún galdrar fram dýrindis súkkulaði kökur, sem líta út alveg eins og sviðakjammi. Húsmóðirin hefur varla undan að baka kjammana enda smakkast þeir ótrúlega vel.

Innlent

Banna er­lendum nem­endum að sækja Harvard

Ríkisstjórn Donalds Trump, tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskólans í dag að heimild skólans til að taka við nemendum erlendis frá hefði verið felld úr gildi. Þessu var hótað í síðasta mánuði en Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn skólanum og öðrum í Bandaríkjunum.

Erlent

Á­kærður fyrir að ráðast á leigu­bíl­stjóra

Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra utan við heimili sitt í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi í febrúar fyrir rúmum tveimur árum. Bassi segir leigubílstjórann hafa tekið af honum símann eftir að hafa ætlað að rukka hann fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn.

Innlent

Grímur sjálf­kjörinn í sæti Ingvars

Grímur Grímsson er nýr annar varaforseti Alþingis. Hann var sjálfkjörinn í embættið, sem losnaði þegar Ingvar Þóroddsson samflokksmaður hans fór í leyfi til þess að sækja áfengismeðferð.

Innlent

Varað við snörpum hviðum

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar hefur varað við snörpum hviðum undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi síðar í dag.

Veður

Einn lést í brunanum á Hjarðar­haga

Einn er látinn eftir eldinn sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun. Annar er alvarlega slasaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

Stokkur fjar­lægi gjána sem skilji að Vogahverfin

Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna.

Innlent

„Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka man­sal“

Dómsmálaráðherra boðar í dag til Jafnréttisþings 2025 en yfirskrift þess er Mansal, íslenskur veruleiki - áskoranir og leiðir í baráttunni. Ráðherrann segir tímabært að horfast í augu við þann veruleika að mansal fyrirfinnist á Íslandi.

Innlent