Fréttir Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni, með því að hafa við hana samræði án samþykkis og með ofbeldi. Í upptöku af samtali fólksins eftir nauðgunina heyrist maðurinn krefja konuna um afsökunarbeiðni og kynlíf. Innlent 14.4.2025 11:47 Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Tveir rúmenskir karlmenn, sem voru í síðustu viku sakfelldir fyrir hylmingu í tengslum við eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, sögðu fyrir dómi að þeir hefðu verið þvingaðir til að fremja sín brot af manninum sem skipulagði þjófnaðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi þó ekkert sanna þá frásögn mannanna og mat hana því ósannaða. Innlent 14.4.2025 11:42 Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Í hádegisfréttum verður rætt við settan skólameistara Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra um hið hörmulega bílslys sem var um helgina þar sem fjórir drengir slösuðust. Innlent 14.4.2025 11:37 Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Egill Þór Jónsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félasgins á föstudaginn. Egill Þór lést í desember eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Innlent 14.4.2025 11:35 Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa. Veður 14.4.2025 10:14 Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. Erlent 14.4.2025 09:44 „Ég er bara örvæntingarfull“ Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólan Íslands, segir stöðu skólans grafalvarlega. Hún segir yfirlýsingar mennta- og barnamálaráðherra sýna að hann, og starfsfólk embættisins, hafi ekki kynnt sér nám skólans. Um þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að tryggja skólanum áframhaldandi fjármagn. Innlent 14.4.2025 09:04 Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Lögregla á Vestfjörðum hafði í gærkvöldi afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Dvöl í húsum á svæðinu er óheimil frá 1. nóvember til og með 30. apríl á ári hverju vegna snjóflóðahættu. Innlent 14.4.2025 07:53 Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Innlent 14.4.2025 07:19 Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Helstu bandamenn Úkraínumanna í stríði þeirra við innrásarher Rússa hafa fordæmt harkalega eldflaugaárásina sem gerð var á borgina Sumy í gærmorgun. Þrjátíu og fjórir létu lífið og um 120 særðust í árásinni, sem er sú mannskæðasta á þessu ári í stríðinu. Erlent 14.4.2025 07:00 Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Hægrimaðurinn Daniel Noboa hefur verið endurkjörinn forseti Ekvadors og mun því gegna embættinu næstu fjögur árin. Hann hafði betur gegn hinni vinstrikonunni Luisa González í síðari umferð kosninganna sem fram fóru í gær. Erlent 14.4.2025 06:52 Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Leikskólastjórinn á Maríuborg í Grafarholti í Reykjavík hefur sagt upp störfum. Nokkur styr hefur staðið um leikskólastjórann síðustu misserinn og rataði það í fjölmiðla fyrr á árinu að foreldrar um sextíu barna á leikskólanum hefðu sent borgarráði bréf þar sem þess var krafist að honum yrði vikið frá störfum. Snerust kvartanirnar um starfshætti á leikskólanum. Innlent 14.4.2025 06:09 Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Franska stjórnmálakonan Marine Le Pen hefur áfrýjað dómi sem hún hlaut vegna misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Hún stefndi á forsetaframboð árið 2027 en með dómnum getur hún ekki boðið sig fram. Erlent 13.4.2025 23:27 Börn oft að leik þar sem slysið varð Móðir kallar eftir því að Reykjavíkurborg grípi til ráðstafanna til að tryggja umferðaröryggi í íbúðargötu eftir að bíll valt með óútskýranlegum hætti fyrir utan heimili hennar. Börn séu oft að leik á sama stað. Innlent 13.4.2025 22:05 Ísraelsher réðst á sjúkrahús Ísraelsher gerði árás á sjúkrahús á Gasaströndinni og er það nú ónothæft. Enginn lést í árásinni en hundruðir sjúklinga og særðra þurftu að flýja um miðja nótt. Erlent 13.4.2025 21:37 Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Nýr eigandi Kaffivagnsins segir ýmsar gersemar allt að 70 ára gamlar hafa fundist í veggjum húsnæðisins sem gengur nú í endurnýjun lífdaga Innlent 13.4.2025 21:00 Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum hefur verið lokað. Einstaklingur situr þar fastur í bíl. Innlent 13.4.2025 20:53 „Við erum tilbúin í samstarf“ Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. Innlent 13.4.2025 19:47 Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. Lögregla verst allra frekari frétta af málinu. Innlent 13.4.2025 19:27 Samfélagið á sögulega erfiðum stað Afbrotafræðingur segir samfélagið á mjög erfiðum stað í sögulegu samhengi. Áföll sem ekki er unnið úr geti verið einn helsti áhættuþátturinn fyrir því að ungmenni leiti í ofbeldisfulla öfgahyggju. Innlent 13.4.2025 19:00 Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. Innlent 13.4.2025 18:24 Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Einstaklingar sem komið hafa að Kvikmyndaskóla Íslands keppast um að senda mennta- og barnamálaráðherra opin bréf þar sem tillaga ráðherrans um að nemendur fái inn hjá Tækniskólanum er harðlega gagnrýnd. Innlent 13.4.2025 18:00 Halda samverustund vegna slyssins Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki býður til samverustundar í skólanum á þriðjudaginn vegna alvarlegs umferðarslyss sem átti sér stað suður af Hofsósi á föstudagskvöld. Innlent 13.4.2025 17:10 Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Síðasti af helstu stjórnarandstöðuflokkum starfandi í Hong Kong verður leystur upp. Fyrsta skrefið var stigið í átt að því í dag á sérstökum fundi í skugga mikils þrýstings og hótana frá kínverskum stjórnvöldum. Erlent 13.4.2025 16:51 Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir lögregluna meðvitaða um einstaklinga á táningsaldri sem taka þátt í spjallborðum um ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu. Innlent 13.4.2025 15:28 Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sérfræðingur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Innlent 13.4.2025 14:53 Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Um þúsund tonn af seyru frá sveitarfélögum og sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu er nýtt til uppgræðslustarfa með góðum árangri. Á sama tíma er fólk hvatt til að henda alls ekki blauttuskum, tannþráðum eða munnpúðum í salerni. Innlent 13.4.2025 14:04 Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. Innlent 13.4.2025 13:53 Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi. Innlent 13.4.2025 13:48 Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina. Innlent 13.4.2025 12:13 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni, með því að hafa við hana samræði án samþykkis og með ofbeldi. Í upptöku af samtali fólksins eftir nauðgunina heyrist maðurinn krefja konuna um afsökunarbeiðni og kynlíf. Innlent 14.4.2025 11:47
Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Tveir rúmenskir karlmenn, sem voru í síðustu viku sakfelldir fyrir hylmingu í tengslum við eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, sögðu fyrir dómi að þeir hefðu verið þvingaðir til að fremja sín brot af manninum sem skipulagði þjófnaðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi þó ekkert sanna þá frásögn mannanna og mat hana því ósannaða. Innlent 14.4.2025 11:42
Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Í hádegisfréttum verður rætt við settan skólameistara Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra um hið hörmulega bílslys sem var um helgina þar sem fjórir drengir slösuðust. Innlent 14.4.2025 11:37
Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Egill Þór Jónsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félasgins á föstudaginn. Egill Þór lést í desember eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Innlent 14.4.2025 11:35
Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa. Veður 14.4.2025 10:14
Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. Erlent 14.4.2025 09:44
„Ég er bara örvæntingarfull“ Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólan Íslands, segir stöðu skólans grafalvarlega. Hún segir yfirlýsingar mennta- og barnamálaráðherra sýna að hann, og starfsfólk embættisins, hafi ekki kynnt sér nám skólans. Um þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að tryggja skólanum áframhaldandi fjármagn. Innlent 14.4.2025 09:04
Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Lögregla á Vestfjörðum hafði í gærkvöldi afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Dvöl í húsum á svæðinu er óheimil frá 1. nóvember til og með 30. apríl á ári hverju vegna snjóflóðahættu. Innlent 14.4.2025 07:53
Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Innlent 14.4.2025 07:19
Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Helstu bandamenn Úkraínumanna í stríði þeirra við innrásarher Rússa hafa fordæmt harkalega eldflaugaárásina sem gerð var á borgina Sumy í gærmorgun. Þrjátíu og fjórir létu lífið og um 120 særðust í árásinni, sem er sú mannskæðasta á þessu ári í stríðinu. Erlent 14.4.2025 07:00
Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Hægrimaðurinn Daniel Noboa hefur verið endurkjörinn forseti Ekvadors og mun því gegna embættinu næstu fjögur árin. Hann hafði betur gegn hinni vinstrikonunni Luisa González í síðari umferð kosninganna sem fram fóru í gær. Erlent 14.4.2025 06:52
Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Leikskólastjórinn á Maríuborg í Grafarholti í Reykjavík hefur sagt upp störfum. Nokkur styr hefur staðið um leikskólastjórann síðustu misserinn og rataði það í fjölmiðla fyrr á árinu að foreldrar um sextíu barna á leikskólanum hefðu sent borgarráði bréf þar sem þess var krafist að honum yrði vikið frá störfum. Snerust kvartanirnar um starfshætti á leikskólanum. Innlent 14.4.2025 06:09
Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Franska stjórnmálakonan Marine Le Pen hefur áfrýjað dómi sem hún hlaut vegna misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Hún stefndi á forsetaframboð árið 2027 en með dómnum getur hún ekki boðið sig fram. Erlent 13.4.2025 23:27
Börn oft að leik þar sem slysið varð Móðir kallar eftir því að Reykjavíkurborg grípi til ráðstafanna til að tryggja umferðaröryggi í íbúðargötu eftir að bíll valt með óútskýranlegum hætti fyrir utan heimili hennar. Börn séu oft að leik á sama stað. Innlent 13.4.2025 22:05
Ísraelsher réðst á sjúkrahús Ísraelsher gerði árás á sjúkrahús á Gasaströndinni og er það nú ónothæft. Enginn lést í árásinni en hundruðir sjúklinga og særðra þurftu að flýja um miðja nótt. Erlent 13.4.2025 21:37
Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Nýr eigandi Kaffivagnsins segir ýmsar gersemar allt að 70 ára gamlar hafa fundist í veggjum húsnæðisins sem gengur nú í endurnýjun lífdaga Innlent 13.4.2025 21:00
Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum hefur verið lokað. Einstaklingur situr þar fastur í bíl. Innlent 13.4.2025 20:53
„Við erum tilbúin í samstarf“ Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. Innlent 13.4.2025 19:47
Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. Lögregla verst allra frekari frétta af málinu. Innlent 13.4.2025 19:27
Samfélagið á sögulega erfiðum stað Afbrotafræðingur segir samfélagið á mjög erfiðum stað í sögulegu samhengi. Áföll sem ekki er unnið úr geti verið einn helsti áhættuþátturinn fyrir því að ungmenni leiti í ofbeldisfulla öfgahyggju. Innlent 13.4.2025 19:00
Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. Innlent 13.4.2025 18:24
Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Einstaklingar sem komið hafa að Kvikmyndaskóla Íslands keppast um að senda mennta- og barnamálaráðherra opin bréf þar sem tillaga ráðherrans um að nemendur fái inn hjá Tækniskólanum er harðlega gagnrýnd. Innlent 13.4.2025 18:00
Halda samverustund vegna slyssins Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki býður til samverustundar í skólanum á þriðjudaginn vegna alvarlegs umferðarslyss sem átti sér stað suður af Hofsósi á föstudagskvöld. Innlent 13.4.2025 17:10
Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Síðasti af helstu stjórnarandstöðuflokkum starfandi í Hong Kong verður leystur upp. Fyrsta skrefið var stigið í átt að því í dag á sérstökum fundi í skugga mikils þrýstings og hótana frá kínverskum stjórnvöldum. Erlent 13.4.2025 16:51
Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir lögregluna meðvitaða um einstaklinga á táningsaldri sem taka þátt í spjallborðum um ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu. Innlent 13.4.2025 15:28
Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sérfræðingur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Innlent 13.4.2025 14:53
Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Um þúsund tonn af seyru frá sveitarfélögum og sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu er nýtt til uppgræðslustarfa með góðum árangri. Á sama tíma er fólk hvatt til að henda alls ekki blauttuskum, tannþráðum eða munnpúðum í salerni. Innlent 13.4.2025 14:04
Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. Innlent 13.4.2025 13:53
Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi. Innlent 13.4.2025 13:48
Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina. Innlent 13.4.2025 12:13