Fréttir

Ríkis­sátta­semjari hefur lagt fram innanhússtillögu

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram svo kallaða innanhússtillögu til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Deiluaðilar hafa frest fram til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar.

Innlent

Fyrr­verandi eig­andi Wok On meðal sak­borninga

Quang Le, veitingamaðurinn umsvifamikli sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson þegar upp komst um ólöglegan matvælalegar í Sóltúni, verður í gæsluvarðhaldi næstu tvær vikurnar. Maki hans til margra ára er á meðal handteknu og sömuleiðis bróðir hans. Þá er nýdæmdur skattsvikari með stöðu sakbornings í málinu.

Innlent

„Vopnin eru til þess að nota þau“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað.

Erlent

Vonar að bú­setu í húsinu verði hætt

Slökkviliðsstjóri segir það dapurt að einhver búi í húsi í jafnslæmu ástandi og kona sem rætt var við í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gerir. Hann segir að þrátt fyrir meintan þrýsting hennar á leigusalann sé ábyrgðin alltaf hans. 

Innlent

Allt að 75 hús ó­nýt

Náttúruhamfaratryggingu Íslands hefur borist um fimm hundruð tilkynningar um tjón í Grindavík frá því að atburðir hófust þar 10. nóvember síðastliðinn. Við yfirferð innsendra tilkynninga hefur komið í ljós að sendar hafa verið fleiri en ein tilkynning vegna nokkurra mála og eru því mál sem krefjast meðferðar af hálfu NTÍ nokkru færri en innsendar tilkynningar, eða 474.

Innlent

Ný geim­flaug sprakk í loft upp

Fyrsta geimskot japanska fyrirtækisins Space One sprakk í loft upp við geimskot í nótt. Forsvarsmenn fyrirtækisins vonuðust til þess að Space One yrði fyrsta einkafyrirtæki í Japan til að koma gervihnetti á braut um jörðu en það misheppnaðist.

Erlent

Danir lengja her­skylduna

Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála.

Erlent

„Þetta hús­næði er ekki leigu­hæft, og það viður­kenni ég“

Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 

Innlent

Fundi frestað til morguns

Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 

Innlent