Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Árni Sæberg skrifar 27. mars 2025 15:32 Nú má notaflugbrautina sem liggur í austur og vestur á Reykjavíkurflugvelli á ný. Vísir/Arnar Samgöngustofa hefur afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31, austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar, í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar síðastliðinn. Því má nota brautina á ný eftir nærri sjö vikna lokun. Í tilkynningu á vef Samgöngustofu segir að í kjölfar grisjunar á trjágróðri í Öskjuhlíð að undanförnu hafi Isavia innanlandsflugvellir látið framkvæma nýtt mat á aðstæðum. Austfirska fyrirtækið Tandrabretti hefur undanfarið staðið í talsverðum framkvæmdum í Öskjuhlíð við að fella mikinn fjölda trjáa í hlíðinni. Hindrunarfletir nú óhindraðir Matið sýni að skilgreindir VSS-fletir séu nú án hindrana og í samræmi við mildunarráðstafanir. Samgöngustofa hafi yfirfarið gögnin og metið niðurstöðurnar. „Með hliðsjón af þessu hefur Samgöngustofa afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31 í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar sl.“ Hér má sjá hluta þess svæðis sem var rutt trjágróðri. Þá er brautin sem um ræðir efst á myndinni.Vísir/Sigurjón Í minnisblaði Isavia til Reykjavíkurborgar um trjágróður í Öskjuhlíð eru VSS-fletir (e. visual segment surface) skýrðir svo: 1.12° undir aðflugshorni flugbrautar byrjar 60m fyrir framan flugbrautarþröskuld út frá öryggissvæði flugbrautar og gleikkar um 15% til hvorrar handar. VSS-flötur skal vera hindranalaus. Fari hindrun þó upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. Niðurstaða úr slíku mati getur verið að lækka þurfi hindranir eða fjarlægja þær alfarið. Hafði áhrif á flugöryggi Austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar hefur verið lokuð allri flugumferð síðan tilskipunin tók gildi. Lokunin var af mörgum talin mikil ógn við flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, enda þurftu flugmenn í auknum mæli að lenda flugvélum í hliðarvindi vegna lokunarinnar. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samgöngustofu segir að í kjölfar grisjunar á trjágróðri í Öskjuhlíð að undanförnu hafi Isavia innanlandsflugvellir látið framkvæma nýtt mat á aðstæðum. Austfirska fyrirtækið Tandrabretti hefur undanfarið staðið í talsverðum framkvæmdum í Öskjuhlíð við að fella mikinn fjölda trjáa í hlíðinni. Hindrunarfletir nú óhindraðir Matið sýni að skilgreindir VSS-fletir séu nú án hindrana og í samræmi við mildunarráðstafanir. Samgöngustofa hafi yfirfarið gögnin og metið niðurstöðurnar. „Með hliðsjón af þessu hefur Samgöngustofa afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31 í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar sl.“ Hér má sjá hluta þess svæðis sem var rutt trjágróðri. Þá er brautin sem um ræðir efst á myndinni.Vísir/Sigurjón Í minnisblaði Isavia til Reykjavíkurborgar um trjágróður í Öskjuhlíð eru VSS-fletir (e. visual segment surface) skýrðir svo: 1.12° undir aðflugshorni flugbrautar byrjar 60m fyrir framan flugbrautarþröskuld út frá öryggissvæði flugbrautar og gleikkar um 15% til hvorrar handar. VSS-flötur skal vera hindranalaus. Fari hindrun þó upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. Niðurstaða úr slíku mati getur verið að lækka þurfi hindranir eða fjarlægja þær alfarið. Hafði áhrif á flugöryggi Austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar hefur verið lokuð allri flugumferð síðan tilskipunin tók gildi. Lokunin var af mörgum talin mikil ógn við flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, enda þurftu flugmenn í auknum mæli að lenda flugvélum í hliðarvindi vegna lokunarinnar.
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira