Fréttir

Þörf á þolin­mæði fyrir með­ferð með hugvíkkandi efnum

Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi og Helga Þórarinsdóttir læknir á geðdeild Landspítalans segja enn nokkuð langt í að hægt sé að fullyrða um öryggi og gagnsemi hugvíkkandi efna við meðferð á geð- og fíknisjúkdómum. Valgerður og Helga ræddu hugvíkkandi efni í Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag.

Innlent

Ný trygginga­vernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband

Málum þar sem fjárhagslegu ofbeldi er beitt í nánum samböndum fer fjölgandi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir það geta verið ótrúlega flókið að komast úr slíkum samböndum. Hún vonar að nýjar bætur muni hjálpa til í baráttunni gegn ofbeldi.

Innlent

Þrjú bana­slys á fjórum dögum

Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar.

Innlent

Einn látinn eftir á­rekstur í Berufirði

Einn hefur verið úrskurðaður látinn eftir árekstur tveggja bíla á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Hinir þrír um borð í bílunum voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Innlent

Segir fjölgun hvala hafa á­hrif á loðnu­stofninn

Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir skipstjórnarmenn sannfærða um að fjölgun hvala hafi áhrif á loðnustofninn og aðra fiskistofna. Hann segir nauðsynlegt að hafrannsóknir verði efldar og að Íslendingar veiði hvali, og vísar til skrifa Gísla Arnórs Víkingssonar sjávarlíffræðings og hvalasérfræðings í þeim efnum.

Innlent

Opnar sig um rútínuna í fangelsinu

Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína.

Erlent

Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið

Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna skaut vopnaðan mann fyrir utan Hvíta húsið í morgun. Lögregluyfirvöld höfðu varað við því að hætta stafaði af manninum, sem var ferðalangur frá Indiana-ríki.

Erlent

Leið­rétt laun for­manns, á­tök í Sýr­landi og skattadagurinn

Laun formanns sambands íslenskra sveitarfélaga hafa ekki hækkað um 170 prósent á tveimur árum, líkt og kom fram í fjölmiðlum í gær, heldur hækkuðu þau einungis um tæp fimmtíu prósent. Fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en sambandið sendi frá sér rangar upplýsingar um launin í síðustu viku.

Innlent

Launin hækkuðu bara um fimm­tíu pró­sent

Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025.

Innlent

Fleiri hundruð ó­breyttra borgara drepnir

Öryggissveitir nýrra stjórnvalda í Sýrlandi eru sagðar hafa drepið minnst 745 óbreytta borgara í um það bil þrjátíu fjöldaaftökum í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað milli uppreisnarmanna úr röðum Alavíta og stjórnvalda í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi undanfarna daga.

Erlent

Hrækti framan í lög­reglu­þjón

Lögregla var kölluð til vegna óláta og ofbeldistilburða í miðbæ Reykjavíkur í nótt, en við komu á vettvang tók einn maðurinn sig til og hrækti framan í lögreglumann. Maðurinn var færður í lögreglutök og handtekinn vegna óspekta og ofbeldis, og var vistaður í fangaklefa.

Innlent

Skóla­kerfið sé í vanda þegar ung­menni kunna ekki að beita rökum

Guðmundur Björnsson aðjunkt við ferðamálafræði segir það vekja upp spurningar um íslenska grunnskólakerfið ef nemendur skilji ekki lykilhugtök eins og rök eða röksemdarfærslu. Guðmundur segir frá því í aðsendri grein að fimmtán ára ungmenni hafi fengið það verkefni að skrifa rökfærsluritgerð en ekki vitað hvað rök þýðir.

Innlent

Fyrsti í fimm­tán ár til að vera aflífaður með af­töku­sveit

Brad Sigmon var í gær aflífaður í Bandaríkjunum af aftökusveit. Aflífun með aftökusveit hefur ekki verið framkvæmd í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Sigmond var dæmdur fyrir að myrða foreldra fyrrverandi kærustu sinnar árið 2001. Hann barði þau til bana með hafnaboltakylfu áður en hann tók fyrrverandi kærustu sína með valdi.

Erlent