Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 18:36 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Arnar Miðflokkurinn er stærri en Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn í nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist með um sautján prósenta fylgi sem hækkar um ríflega þrjú prósentustig á milli kannana. Miðflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Maskínu og hefur næstum því tvöfaldað fylgið sitt frá því í september. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir niðurstöðu könnunarinnar einfaldlega stórmerkilega. „Að flokkur eins og Miðflokkurinn, sem var í fyrstu klofningsflokkur úr Framsókn en stillir sér síðan upp þjóðernisíhaldsmegin við Sjálfstæðisflokkinn, sé augljóslega að taka töluvert fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Og hefur nú orðið þessa lykilstöðu í íslenska flokkakerfinu.“ Niðurstaðan í nóvember byggir á tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd 3. til 10. nóvember og sú seinni dagana 13. til 18. nóvemberMaskína Þetta sé í takti við þróunina víða annars staðar þar sem þjóðernisáherslur njóti aukinna vinsælda. „Það er ákveðin sveifla í íhaldsátt; harðari gæslu á landamærum, að stemma stigu við innflytjendum. Þetta hefur átt upp á pallborðið og Miðflokkurinn er sá flokkur í íslenskum stjórnmálum sem er næst þessum hugmyndum. Að einhverju leyti er það menningarstríð sem á sér stað í löndunum í kringum okkur að flytjast til Íslands og Miðflokkurinn nýtur góðs af því.“ Fylgi Miðflokksins mældist ríflega níu prósent í september og hefur því nærri tvöfaldast síðan þá.vísir Samfylkingin er enn lang stærsti flokkurinn með tuttugu og níu prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar örlítið og fer úr tæpum sextán prósentum í rúm fimmtán. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið síðan í mars þegar það mældist tuttugu og fjögur prósent. Eiríkur segir flokkinn í verulegum vanda. „Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki neinni viðspyrnu og það er auðvitað athyglivert. Eftir stjórnarskiptin og eftir að flokkurinn galt nánast afhroð í síðustu kosningum nær hann ekki þeirri viðspyrnu sem fólk í Valhöll hafði eflaust búist við, eftir slíka lægð og eftir að hafa skipt um forystu. Þar eru verulegir erfiðleikar,“ segir Eiríkur og bætir við að segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður flokksins, sé í snúinni stöðu. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, er í erfiðri stöðu segir Eiríkur Bergmann.Aðsend Samkvæmt könnun Maskínu dalar Viðreisn nokkuð og fer úr sextán prósentum í rúm þrettán. Framsókn stendur í stað með tæplega sjö prósent en fylgi Flokks fólksins dregst áfram saman og mælist nú 5,6 prósent. flokkakerfið gjörbreytt Eiríkur segir flokkakerfið á Íslandi gjörbreytt. „Það hefur legið fyrir í dálítinn tíma. Samfylkingin heldur ótrúlega sterkri stöðu og í rauninni er meðbyrinn með ríkisstjórninni einkum Samfylkingarinnar. Flokkur fólksins er kominn í fallhættu og Viðreisn er ekki að njóta sömu ávinninga og Samfylkingin. Þá nær Framsókn ekki heldur viðspyrnu og það er kannski ris Miðflokksins sem heldur þeim niðri.“ Flokkarnir á vinstri vængnum sem náðu ekki manni inn á þing í síðustu kosningum haldast á svipuðu róli. Píratar og VG eru með tæp fimm prósent en Sósíalistar tæp þrjú. Atkvæði þeirra sem eru á vinstri væng stjórnmálanna falla niður dauð þar sem flokkarnir þrír ná ekki inn á þing.vísir/Vilhelm „Það er óvanaleg staða í sölum Alþingis þar sem það er enginn flokkur vinstra megin við sósíaldemókratana en skoðanakannanir sýna að þarna eru samanlagt um tíu til fimmtán prósent sem dreifast núna á þrjá flokka, sem enginn nær inn, og atkvæðin falla því niður dauð. En kannanir benda til þess að sameinaður vinstri flokkur gæti vel náð inn á þing og haft burðugan þingflokk,“ segir Eiríkur. Skoðanakannanir Miðflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir niðurstöðu könnunarinnar einfaldlega stórmerkilega. „Að flokkur eins og Miðflokkurinn, sem var í fyrstu klofningsflokkur úr Framsókn en stillir sér síðan upp þjóðernisíhaldsmegin við Sjálfstæðisflokkinn, sé augljóslega að taka töluvert fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Og hefur nú orðið þessa lykilstöðu í íslenska flokkakerfinu.“ Niðurstaðan í nóvember byggir á tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd 3. til 10. nóvember og sú seinni dagana 13. til 18. nóvemberMaskína Þetta sé í takti við þróunina víða annars staðar þar sem þjóðernisáherslur njóti aukinna vinsælda. „Það er ákveðin sveifla í íhaldsátt; harðari gæslu á landamærum, að stemma stigu við innflytjendum. Þetta hefur átt upp á pallborðið og Miðflokkurinn er sá flokkur í íslenskum stjórnmálum sem er næst þessum hugmyndum. Að einhverju leyti er það menningarstríð sem á sér stað í löndunum í kringum okkur að flytjast til Íslands og Miðflokkurinn nýtur góðs af því.“ Fylgi Miðflokksins mældist ríflega níu prósent í september og hefur því nærri tvöfaldast síðan þá.vísir Samfylkingin er enn lang stærsti flokkurinn með tuttugu og níu prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar örlítið og fer úr tæpum sextán prósentum í rúm fimmtán. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið síðan í mars þegar það mældist tuttugu og fjögur prósent. Eiríkur segir flokkinn í verulegum vanda. „Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki neinni viðspyrnu og það er auðvitað athyglivert. Eftir stjórnarskiptin og eftir að flokkurinn galt nánast afhroð í síðustu kosningum nær hann ekki þeirri viðspyrnu sem fólk í Valhöll hafði eflaust búist við, eftir slíka lægð og eftir að hafa skipt um forystu. Þar eru verulegir erfiðleikar,“ segir Eiríkur og bætir við að segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður flokksins, sé í snúinni stöðu. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, er í erfiðri stöðu segir Eiríkur Bergmann.Aðsend Samkvæmt könnun Maskínu dalar Viðreisn nokkuð og fer úr sextán prósentum í rúm þrettán. Framsókn stendur í stað með tæplega sjö prósent en fylgi Flokks fólksins dregst áfram saman og mælist nú 5,6 prósent. flokkakerfið gjörbreytt Eiríkur segir flokkakerfið á Íslandi gjörbreytt. „Það hefur legið fyrir í dálítinn tíma. Samfylkingin heldur ótrúlega sterkri stöðu og í rauninni er meðbyrinn með ríkisstjórninni einkum Samfylkingarinnar. Flokkur fólksins er kominn í fallhættu og Viðreisn er ekki að njóta sömu ávinninga og Samfylkingin. Þá nær Framsókn ekki heldur viðspyrnu og það er kannski ris Miðflokksins sem heldur þeim niðri.“ Flokkarnir á vinstri vængnum sem náðu ekki manni inn á þing í síðustu kosningum haldast á svipuðu róli. Píratar og VG eru með tæp fimm prósent en Sósíalistar tæp þrjú. Atkvæði þeirra sem eru á vinstri væng stjórnmálanna falla niður dauð þar sem flokkarnir þrír ná ekki inn á þing.vísir/Vilhelm „Það er óvanaleg staða í sölum Alþingis þar sem það er enginn flokkur vinstra megin við sósíaldemókratana en skoðanakannanir sýna að þarna eru samanlagt um tíu til fimmtán prósent sem dreifast núna á þrjá flokka, sem enginn nær inn, og atkvæðin falla því niður dauð. En kannanir benda til þess að sameinaður vinstri flokkur gæti vel náð inn á þing og haft burðugan þingflokk,“ segir Eiríkur.
Skoðanakannanir Miðflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira