Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára

Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á fyrri helmingi ársins 2025 var jákvæð um 4.245 milljónir króna samanborið við 3.213 milljónir króna fyrir sama tímabil á síðasta ári. Það er betri niðurstaða en upphaflegar áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og nemur aukningin um 1.032 milljónum króna.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Síminn kaupir Motus og Pei

Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ). Félagið á og rekur greiðslulausnina Pei og innheimtufyrirtækið Motus. Heildarvirði GMÍ í viðskiptunum nemur 3.500 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjó­vá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári

Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.145 milljónum króna og samsett hlutfall, hlutfall iðgjalda og kostnaðar, var 89,6 prósent. Afkoma fjárfestinga fyrir skatta var 552 milljónir króna og afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta var 936 milljónir. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður 666 milljónum króna og samsett hlutfall 90,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kampa­vínsklúbbar, inn­herja­svik og nú meint skatt­svik

Kristján Georg Jósteinsson, sem hlaut árið 2019 þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir innherjasvik hjá Icelandair, hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot. Hann er sakaður um að hafa ekki talið fram úttektir úr einkahlutafélögum, sem hann nýtti meðal annars við framkvæmd innherjasvikanna og rekstur kampavínsklúbbanna VIP club og Shooters í Austurstræti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimilin þurfi að undir­búa sig fyrir að það reyni á svig­rúm þeirra

Björn Berg fjármálaráðgjafi segir verðlag hafa hækkað töluvert undanfarið og ólíklegt sé að þær hækkanir gangi til baka þótt verðbólga hafi hjaðnað. Hjaðnandi verðbólga þýði aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Verðbólgan sé nú komin í fjögur prósent og fólki líði mögulega þá eins og verðlag eigi að batna en það þýði í raun aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður.

Neytendur
Fréttamynd

Endur­greiða við­skipta­vinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald

TM mun endur­greiða við­skipta­vinum sínum einn mánuð í ið­gjald sjúk­dóma­trygginga fari þeir í brjósta­skimun. Um er að ræða nýtt átak sem unnið er í sam­starfi við Krabba­meins­félagið í þeim til­gangi að hvetja konur til að fara í skimun. 61 pró­sent kvenna á Ís­landi mætti í brjósta­skimun í fyrra.

Neytendur
Fréttamynd

Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára

Hagnaður Icelandair eftir skatta nam sjö milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 8,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið áætlar að afkoma fyrir vaxtagreiðslur og skatta árið 2025 verði neikvæð um 1,2 til 2,4 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í­MARk rýnir í markaðsheim fram­tíðarinnar

ÍMARK stendur fyrir viðburði þriðjudaginn 30. október í Grósku undir yfirskriftinni „Spáum í trend“. Þar verður sjónum beint að helstu straumum og þróun í markaðsmálum samtímans og hvernig samfélagsmiðlar, gervigreind og menning móta starfsumhverfi markaðsfólks í dag.

Samstarf
Fréttamynd

Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta

Daglegi díseltrukkurinn minn er ekki beinlínis umhverfisvænn. Plássfrekur í stæði og ólipur innanbæjar en góður langferðabíll. Í hvert sinn sem dísel lítrarnir gusast inn á tankinn fæ ég hinsvegar umhversissóðasamviskubit. Ég veit að rafmagnið er framtíðin en það er bara þetta með drægnikvíðann. Þá sá ég að verið var að frumsýna Renault Rafale E-Tech hybrid SUV. Gæti hann verið eitthvað fyrir mig?

Samstarf
Fréttamynd

Gengi Eim­skips lækkar vegna bilunarinnar

Bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, sem veldur því að framleiðsla dregst saman um tvo þriðju, mun hafa áhrif á rekstur Eimskips, enda er Norðurál einn stærsti viðskiptavinur skipafélagsins. Gengi hlutabréfa félagsins hefur lækkað hressilega frá opnun markaða í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182

Metta sport seldi íþróttafatnað fyrir 634 milljónir króna og hagnaðist um 182 milljónir í fyrra. Félagið er í 80 prósenta eigu Péturs Kiernan og 20 prósenta eigu Samúels Ásberg O'Neill, sem báðir eru á þrítugsaldri.

Viðskipti innlent