Viðskipti

Skil­málar Arion frá­brugðnir en á­hrifin væru ó­veru­leg

Arion banki bendir á að skilmálar íbúðalána bankans með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því sé erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg.

Viðskipti innlent

Á­fengi um­tals­vert dýrara í ís­lensku frí­höfninni en öðrum og jafn­vel dýrara en í Ríkinu

Verðsamanburður Félags atvinnurekenda á nokkrum áfengistegundum sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann leiðir í ljós að mörg dæmi eru um að vörurnar séu umtalsvert dýrari á Keflavíkurflugvelli en í öðrum fríhafnarverslunum sem fyrirtækið rekur í Evrópu. Verðmunurinn nemur allt að 81% á ákveðnum tegundum en minnsti munur 22%. Í öllum tilfellum er áfengið dýrast í íslensku fríhöfninni. Dæmi eru einnig um að áfengi í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé dýrara en hjá ÁTVR.

Neytendur

Ómögu­legt að meta á­hrifin á bankana

Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum.

Viðskipti innlent

„Þeir sem stunda inn­brot í tölvu­kerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“

Í dag hættir Microsoft formlega að veita stuðning við Windows 10 stýrikerfið. Í tilkynningu frá tæknifyrirtækinu OK segir að samkvæmt mælingum í september á þessu ári séu allt að 40 prósent tölva með Windows stýrikerfið enn að keyra á Windows 10. Mælingar á Íslandi bendi til þess að um 37 prósent tölva séu með Windows 10 en var um 47 prósent í júní

Neytendur

Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu

Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í Vaxtamálinu svokallaða. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, voru undir í málinu. Niðurstaðan var sú að umdeildir skilmálar í lánasamningi voru ógiltir en ekki var fallist á fjárkröfur á hendur bankanum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Viðskipti innlent

Ríkis­stjórnin búin undir báðar niður­stöður

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að farið hafi verið vel yfir stöðu kerfislega mikilvægu bankanna í aðdraganda dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða, sem kveðinn verður upp í dag. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, eru undir í málinu.

Viðskipti innlent

Mikill vöxtur í ferða­þjónustu á Reykja­nesi

Stutt er síðan úrval gisti- og veitingastaða var af mjög skornum skammti á Reykjanesi. Með vaxandi fjölda erlendra ferðamanna, sem margir stoppa lengur á Reykjanesi og gista jafnvel eina nótt, hefur fjöldi gististaða, veitingahúsa og afþreyingarfyrirtækja sem stíla inn á erlenda ferðamenn og þjónusta fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjölgað mikið þar undanfarinn áratug.

Framúrskarandi fyrirtæki

Stórir skellir geri ekki boð á undan sér

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir titring hafa verið á fjármálamörkuðum undanfarið en vísar sem nýttir eru til að rýna í hvort kreppa sé yfirvofandi tali hver á móti öðrum. Hann telur að það muni alltaf eitthvað bakslag eiga sér stað en undirliggjandi styrkleikar geti komið í veg fyrir að það endi í kreppu.

Viðskipti innlent

Fær taugaveiklaðan hund endur­greiddan

Hundaræktendum hefur verið gert að endurgreiða konu 380 þúsund krónur vegna kaupa hennar á árs gömlum hundi, sem var sagður húsvanur. Konan skilaði hundinum þar sem hún taldi hann haldinn taugaveiklun.

Neytendur

Kín­verjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana

Ráðamenn í Kína virðast hafa lítinn áhuga á að gefa eftir í garð Bandaríkjanna í viðskiptadeilum ríkjanna. Kalla þeir eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lúffi með þá ákvörðun að auka tolla á vörur frá Kína til muna og felli einnig úr gildi aðrar aðgerðir gegn Kína.

Viðskipti erlent

Hlutu risastyrk til að stofna mið­stöð um gervi­greind

Evrópska miðstöðin EuroHPC Joint Undertaking hefur veitt íslensku samstarfsverkefni styrk upp á ríflega 700 milljónir króna til að koma á fót miðstöð á Íslandi fyrir gervigreind og stórvirka tölvuvinnslu (e. HPC). Verkefnið er leitt af Almannarómi í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Vísindagarða HÍ, Veðurstofu Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Viðskipti innlent

Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun

Dómur í máli lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30 á morgun. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og viðskiptabankanna þriggja hins vegar.

Viðskipti innlent

Situr uppi með sófann með „slaka stíf­leikann“

Viðskiptavinur sem kvartaði yfir slökum stífleika í sætispúðum eftir kaup á sófa situr uppi með sófann eftir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafnaði kröfu hans um endurgreiðslu. Hann sendi kvörtunarpósta á verslunina tvo nýársdaga í röð.

Neytendur