Enski boltinn

Arnór lagði upp í stór­sigri

Þónokkrir Íslendingar komu við sögu í enska deildarbikar karla í fótbolta í kvöld. Arnór Sigurðsson lagði upp eitt af sex mörkum Blackburn Rovers og Alfons Sampsted kom inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Birmingham City.

Enski boltinn

Pal­mer nú samnings­bundinn Chelsea næstu níu árin

Cole Palmer var ein af stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þegar hann var ljósið í myrkrinu hjá Chelsea. Lundúnafélagið hefur nú verðlaunað Palmer með því að framlengja samning hans til tveggja ára ásamt því að gefa honum veglega launahækkun.

Enski boltinn

Þjálfara­ferill Roon­ey hangir á blá­þræði

Þrátt fyrir að vera ekki orðinn fertugur gæti þjálfaraferill goðsagnarinnar Wayne Rooney verið svo gott sem á enda ef hlutirnir ganga ekki upp hjá honum og Plymouth Argyle í ensku B-deildinni. Liðið tapaði fyrsta leik tímabilsins 4-0 gegn Sheffield Wednesday.

Enski boltinn

Royal færir sig frá Lundúnum til Mílanó

Brasilíski hægri bakvörðurinn Emerson Royal er genginn í raðir AC Milan á Ítalíu frá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur. Hann kostar Mílanó-liðið 15 milljónir evra eða rúma 2,2 milljarða íslenskra króna.

Enski boltinn

Solanke dýrastur í sögu Spurs

Tottenham hefur fest kaup á enska framherjanum Dominic Solanke frá Bournemouth. Hann er dýrasti leikmaður í sögu Spurs en kaupverðið gæti farið upp í 65 milljónir punda.

Enski boltinn

Hummels í ensku úrvalsdeildina?

Miðvörðurinn reyndi Mats Hummels gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina. Hann er án félags í kjölfar þess að samningur hans við Borussia Dortmund rann út í sumar.

Enski boltinn