Enski boltinn

Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er sagt ætla að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að upplýsingar um byrjunarlið United leki út löngu fyrir leiki liðsins.

Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu
Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea, kveðst vera í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hann segist aldrei hafa notað ólögleg efni viljandi.

United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG
Manchester United hefur áhuga á Randal Kolo Muani, framherja Paris Saint-Germain.

Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth
Jamie Carragher segir að Liverpool þurfi að kaupa vinstri bakvörð í janúar og hann telur sig vera með rétta manninn fyrir liðið.

Draumurinn að spila fyrir Liverpool
Benóný Breki segist vera spenntur fyrir því að fá tækifærið í enska boltanum og stefnir enn hærra sem atvinnumaður á Englandi.

Mudryk féll á lyfjaprófi
Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea og úkraínska landsliðsins, féll á lyfjaprófi.

Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United
Manchester City hefur staðfest að stuðningsmaður liðsins hafi látist á meðan leiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni stóð.

Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce
Kona hefur verið handtekin í tengslum við andlát barnabarns Steves Bruce, knattspyrnustjóra Blackpool.

Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins
Matheus Nunes var valinn maður leiksins í Manchester-slag United og City í vefkosningu breska ríkisútvarpsins.

Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig
Það leit út fyrir að VAR-víti myndi ráða úrslitum í leik Bournemouth og West Ham í ensku úrvalsdeildinni en þá tók Enes Unal til sinna ráða.

Ekkert lið fengið færri stig en City
Margur klórar sér í kollinum yfir agalegu gengi Englandsmeistara Manchester City sem töpuðu enn einum leiknum, 2-1 fyrir Manchester United á Etihad-vellinum í gær. Ekkert lið hefur safnað færri stigum frá 1. nóvember.

Nunes valinn maður leiksins hjá BBC
Þrátt fyrir að hafa gert sig sekan um slæm mistök í leik Manchester City og Manchester United var Matheus Nunes valinn besti maður City í leiknum hjá BBC.

Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og knattspyrnuspekingur, segir tíma til kominn fyrir Marcus Rashford, leikmann United, að róa á önnur mið.

Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim
Enska úrvalsdeildarliðið Wolves hefur hafið viðræður við Portúgalann Vítor Pereira, knattspyrnustjóra Al-Shabab í Sádi-Arabíu.

Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“
Rasmus Højlund, framherji Manchester United, gat ekki stillt sig um að senda Kyle Walker, varnarmanni Manchester City, tóninn eftir leik liðanna á Etihad í gær.

Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool
Framtíð Trents Alexander-Arnold hjá Liverpool er í óvissu en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.

Þórir vildi Haaland í handboltann
Þórir Hergeirsson vann sinn sjötta Evróputitil með Noregi í gær á sama tíma og Erling Haaland þurfti að sætta sig við tap í Manchesterslag í ensku úrvalsdeildinni. Þórir reyndi að sannfæra Haaland um að velja handboltann framyfir fótboltann á sínum tíma.

„Ég er ekki að standa mig vel“
Pep Guardiola var ómyrkur í máli á blaðamannafundi eftir tapið gegn Manchester United í dag. Hann viðurkenndi að vera í vandræðum að finna lausnir á vandamálum City.

Sparkað eftir skelfilegt gengi
Southampton er búið að reka knattspyrnustjórann Russell Martin eftir skelfilegt gengi liðsins á tímabilinu til þessa. Southampton er eitt og yfirgefið á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu
Tottenham valtaði yfir lið Southampton þegar liðin mættust á St. Marys leikvanginum í dag. Spurs skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og fagnaði að lokum 5-0 sigri.

Minnka forskot Liverpool í tvö stig
Chelsea er búið að minnka forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í tvö stig eftir 2-1 sigur á Brentford í kvöld.

Jólin verða rauð í Manchesterborg
Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum.

Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli
Crystal Palace varð í dag fyrsta liðið til að vinna Brighton á heimavelli Brighton-liðsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, 1-3.

Úlfastjórinn rekinn
Knattspyrnustjórinn Gary O‘Neil hefur verið rekinn úr starfi hjá Wolves. Hann skilur við liðið í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir sextán leiki.

Segist ekkert hafa rætt við Man. City
Portúgalski stjórinn Ruben Amorim tekur þátt í sínum fyrsta Manchester-slag í dag þegar Manchester United mætir Manchester City á Etihad-leikvanginum. Liðin hafa oft verið í meira stuði en síðustu vikur.

Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich
Spilaborgin hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni virðist vera að falla með látum. Liðið tapaði gegn Ipswich í gær en það var fjórði tapleikur liðsins í röð. Eftir leik gerðu leikmenn liðsins sig síðan seka um slæma hegðun.

„Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“
Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool sagðist ekki geta beðið um meira af leikmönnum sínum en það sem þeir sýndu í 2-2 jafnteflinu gegn Fulham í dag. Liverpool spilaði einum færri lungann úr leiknum.

Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds
Stefán Teitur Þórðarson kom inn á í hálfleik í liði Preston sem tók á móti Leeds í Championship-deildinni á Englandi í dag.

Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið
Newcastle kom sér aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með 4-0 stórsigri gegn Leicester, sem þar með tapaði í fyrsta sinn undir stjórn Ruud van Nistelrooy. Wolves tapaði 2-1 á heimavelli gegn Ipswich svo dagar Gary O‘Neil gætu verið taldir.

Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi
Gott gengi Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en í kvöld vann liðið góðan 2-1 sigur á Aston Villa eftir tvö mörk á lokamínútum leiksins.