Enski boltinn

Kevin De Bruyne í sérflokki

Belginn Kevin De Bruyne er engum líkur. Stoðsending hans í sigurmarki Sergio Agüero var hans 15. á leiktíðinni. Er þaðí þriðja skipti sem hann leggur upp 15 mörk eða fleiri á einni og sömu leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni. Enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur gert slíkt hið sama.

Enski boltinn

Hector Bellerin tryggði 10 leikmönnum Arsenal stig á Brúnni

Arsenal náði jafntefli gegn Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera manni færri í 65 mínútur eftir að David Luiz fékk rautt spjald. Hector Bellerin, fyrirliði Arsenal, bjargaði stigi fyrir gestina með frábæru skoti undir lok leiks. Lokatölur 2-2.

Enski boltinn

Agüero kom City til bjargar | Ótrúleg endurkoma Newcastle á Goodison Park

Fimm af sex leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er nú lokið. Sergio Agüero tryggði Manchester City -1-0 sigur á Sheffield United. Moise Kean braut loks ísinn fyrir Everton sem komst í 2-0 gegn Newcastle United á heimavelli en gestirnir komu til baka og skoruðu tvívegis í uppbótartíma, lokatölur því 2-2 á Goodison Park. Þá unnu AFC Bournemouth og Aston Villa loks leik. Öll úrslit kvöldsins má finna í fréttinni.

Enski boltinn

Liverpool vill ekki missa Shaqiri fyrr en næsta sumar

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, vill ekki missa svissneska landsliðsmanninn Xerdan Shaqiri úr sínum röðum þó svo að hann sé ekki að spila mikið þessa dagana. Liðið hefur fengið fyrirspurnir frá Sevilla á Spáni og Roma á Ítalíu en bæði lið vilja fá hinn smáa en knáa Shaqiri á láni.

Enski boltinn

Kennir Solskjær um meiðsli Marcus Rashford

Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær.

Enski boltinn